Innlent

Jóladagsbarn er fætt á Ísafirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Von gæti verið á fleiri jólabörnum í dag, bæði á Akureyri og á Selfossi. Myndin er úr safni.
Von gæti verið á fleiri jólabörnum í dag, bæði á Akureyri og á Selfossi. Myndin er úr safni. Vísir/Getty
Glæsilegur drengur kom í heiminn á Ísafirði um klukkan hálf ellefu í morgun. Hann er að því er fréttastofa kemst næst fyrsta barn jóladags en sex börn komu í heiminn í gær, aðfangadag.

Að sögn Sigrúnar Rósu Vilhjálmsdóttur ljósmóður er drengurinn fimmtán merkur og heilsast öllum ljómandi vel. Sannkölluð jólastemmning er á fæðingardeildinni þar sem nóg er af góðum mat.

Von gæti verið á fleiri jólabörnum í dag, bæði á Akureyri og á Selfossi.


Tengdar fréttir

Fimm jólabörn í Reykjavík og eitt á Selfossi

Lítil stúlka kom í heiminn á Selfossi á sjöunda tímanum í gærkvöldi þegar landsmenn fjölmenntu í messur. Síðan hefur verið rólegt og jólaandi á fæðingardeildum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×