Innlent

130 manns í meðferð á aðfangadagskvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fólkið skiptist á Vog, Vík, Staðarfell og búsetuúrræðið Vin í Reykjavík þar sem um tuttugu manns eru til heimilis.
Fólkið skiptist á Vog, Vík, Staðarfell og búsetuúrræðið Vin í Reykjavík þar sem um tuttugu manns eru til heimilis. Vísir/Heiða
Um 130 sjúklingar héldu jólin á meðferðarstöðvum SÁÁ að þessu sinni. Fólkið skiptist á Vog, Vík, Staðarfell og búsetuúrræðið Vin í Reykjavík þar sem um tuttugu manns eru til heimilis.

Allir sjúklingar og heimilismenn fengu bók í jólapakkann á aðfangadagskvöld frá SÁÁ. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að veglegur stuðningur Forlagsins geri SÁÁ mögulegt að gleðja sjúklinga sína og er bókaútgáfunni færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Á þriðja hundrað manns fögnuðu jólunum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi en aldrei hafa fleiri þegið boð Hjálpræðisherinn um hátíðlega stund að kvöldi aðfangadags. Fleiri tugir sjálfboðaliða komu að hátíðarhöldunum og fjölmörg fyrirtæki styrktu til þess að allir gætu átt góða jólastund.

Fjölmargir flóttamenn voru á meðal gesta og sömuleiðis Hollendingurinn Angelo sem sætir farbanni vegna tengsla við fíkniefnainnflutning. Fréttastofa Stöðvar 2 tók hús á Angelo í gær á aðfangadag en fréttina má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×