Innlent

Góðærisbragur á jólaklippingum

Ingvar Haraldsson skrifar
Torfi Geirmundsson rakari segir verkefnin næg í jólaösinni.
Torfi Geirmundsson rakari segir verkefnin næg í jólaösinni. Fréttablaðið/vilhelm
„Það er mun meira að gera í ár heldur en í fyrra,“ segir Torfi Geirmundsson rakari um jólaverktíðina þetta árið. Dagarnir og vikurnar fyrir jól eru mikil verktíð hjá hárgreiðslufólki enda vilja allir skarta sínu fegursta á jólunum. Löngu var uppbókað hjá þeim hárgreiðslustofum sem taka við bókunum og Fréttablaðið ræddi við.

„Það varð breyting á eftir hrun. Þá fór þetta að verða jafnara yfir allt árið en það virðist vera að koma eitthvert góðæri í þetta núna,“ bætir Torfi við.

Torfi segir tískuna vera þannig þessi misserin að mikið sé að gera hjá rökurum. „Tískan er þessi snögga vélaklipping og skeggsnyrtingar. Þeir sem eru með snöggar herraklippingar koma oftar í klippingu. Þeir láta klippa sig á þriggja vikna fresti til að halda þessu við. Það er mikil vélavinna, miklu meira en síðasta áratug. Meira að segja þannig að maður þarf að endurnýja þær græjur mun oftar núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×