Gleðileg jól við fallega skreytt jólatréð 24. desember 2015 18:15 Hugfanginn Arnar Ingi sat heillengi og dáðist að jólatrénu sem hann fékk að skreyta alveg sjálfur. mynd/heiðar örn jónsson Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna, og nokkrar fleiri til, fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Heiðar Örn Jónsson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Heiðars er af tveggja ára syni hans, Arnari Inga, þar sem hann horfir einlægum aðdáunaraugum á skreytt jólatré fjölskyldunnar. Í verðlaun fær Heiðar Örn glæsilega Nikon D-SLR myndavél með 18-105VR linsu frá Heimilistækjum. „Við leyfðum honum alfarið að sjá um að skreyta jólatréð og svo settist hann þarna sjálfur. Hann var búinn að sitja svona í smá stund þegar ég ákvað að grípa í myndavélina. Þetta var algjörlega spontant,“ segir Heiðar Örn. Hann er Hvanneyringur en býr á Selfossi ásamt konu sinni Selmu Ágústsdóttur og sonum þeirra tveimur. Arnar Ingi er mikið jólabarn sem og bróðir hans Sigurður Örn. Heiðar segist ekki vera mikill ljósmyndari. „Ég er aðallega að taka myndir af okkur fjölskyldunni, en ég hef mjög gaman af þessu.“ Alls bárust hátt í 400 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Lesendur gátu kosið milli mynda á Vísi og hefur dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Fanneyju Birnu Jónsdóttur og Kolbeini Tuma Daðasyni aðstoðarritstjórum og Pjetri Sigurðssyni ljósmyndara.Mynd Óla Hauks Mýrdal af dóttur hans fyrir jólin þykir einkar falleg og kom sterklega til greina.mynd/Óli Haukur MýrdalÞessi fallega mynd er tekin við Elliðavatn.mynd/Kristvin GuðmundssonThelma Harðardótitr og hesturinn Albína frá Möðrufellimynd/Albína Liga LiepinaÞessi systkini bræddu hjörtu landsmanna þar sem þau faðma hvort annað í hvítum jólasnjó. Myndin var vinsælust meðal lesenda Vísis í jólaljósmyndakeppninni.mynd/rán bjargardóttirmynd/marín manda magnúsdóttirmynd/kamma dögg gísladóttirmynd/stefán hilmarsson Jólafréttir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna, og nokkrar fleiri til, fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Heiðar Örn Jónsson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Heiðars er af tveggja ára syni hans, Arnari Inga, þar sem hann horfir einlægum aðdáunaraugum á skreytt jólatré fjölskyldunnar. Í verðlaun fær Heiðar Örn glæsilega Nikon D-SLR myndavél með 18-105VR linsu frá Heimilistækjum. „Við leyfðum honum alfarið að sjá um að skreyta jólatréð og svo settist hann þarna sjálfur. Hann var búinn að sitja svona í smá stund þegar ég ákvað að grípa í myndavélina. Þetta var algjörlega spontant,“ segir Heiðar Örn. Hann er Hvanneyringur en býr á Selfossi ásamt konu sinni Selmu Ágústsdóttur og sonum þeirra tveimur. Arnar Ingi er mikið jólabarn sem og bróðir hans Sigurður Örn. Heiðar segist ekki vera mikill ljósmyndari. „Ég er aðallega að taka myndir af okkur fjölskyldunni, en ég hef mjög gaman af þessu.“ Alls bárust hátt í 400 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Lesendur gátu kosið milli mynda á Vísi og hefur dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Fanneyju Birnu Jónsdóttur og Kolbeini Tuma Daðasyni aðstoðarritstjórum og Pjetri Sigurðssyni ljósmyndara.Mynd Óla Hauks Mýrdal af dóttur hans fyrir jólin þykir einkar falleg og kom sterklega til greina.mynd/Óli Haukur MýrdalÞessi fallega mynd er tekin við Elliðavatn.mynd/Kristvin GuðmundssonThelma Harðardótitr og hesturinn Albína frá Möðrufellimynd/Albína Liga LiepinaÞessi systkini bræddu hjörtu landsmanna þar sem þau faðma hvort annað í hvítum jólasnjó. Myndin var vinsælust meðal lesenda Vísis í jólaljósmyndakeppninni.mynd/rán bjargardóttirmynd/marín manda magnúsdóttirmynd/kamma dögg gísladóttirmynd/stefán hilmarsson
Jólafréttir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira