Jólagjöf Cristiano Ronaldo í ár | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 12:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo hefur verið kosinn besti knattspyrnumaður heims undanfarin tvö ár og þessi frábæri fótboltamaður kemur enn og aftur til greina í ár. Ronaldo á því margar aðdáendur víðsvegar um heiminn og kappinn ákvað að gleðja þá í tilefni jólanna. Ronaldo tók upp myndband þar sem hann sýndi öllum hið glæsilega heimili hans sem er rétt fyrir utan Madrid. Húsið er metið á um 4,8 milljónir punda eða rétt tæplegan milljarð íslenskra króna. Það er því ekkert sparað hvað varðar húseign eða tækjakost. Ronaldo sýndi meðal annars, svefnherbergið, sjónvarpsherbergið, matarborðið og garðinn sinn. Hann var þó ekki að sýna verðlaunagripa herbergið sem er örugglega troðfullt frá hans frábæra ferli. Ronaldo sagðist eyða hálfum deginum í þessu húsi en hann segist leggjar ofurkapp á að hvílast vel eftir krefjandi æfingar. Þetta hefur verið flott tímabil hjá þessum þrítuga Portúgala sem er búinn að skora 23 mörk og gefa 7 stoðsendingar í 22 leikjum Real Madrid í öllum keppnum. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í 10-2 sigrinum á Rayo Vallecano um síðustu helgi og er þar með kominn með 12 mörk í 16 leikjum í spænsku deildinni á tímabilinu. Ronadlo setti ennfremur nýtt met með því að skora 11 mörk í 6 leikjum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar skoraði hann ellefu mörk í leikjunum fjórum á móti Shakhtar og Malmö en náði reyndar ekki að skora í leikjunum við Paris Saint Germain. Ronaldo endaði myndbandið á því að óska öllum gleðilegra jóla og að vera ánægð því það er það mikilvægasta af öllu. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan.Curious to see my house in Madrid? Take a look! Merry Christmas to all! https://t.co/f4Oor4pwl7— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) December 22, 2015 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið kosinn besti knattspyrnumaður heims undanfarin tvö ár og þessi frábæri fótboltamaður kemur enn og aftur til greina í ár. Ronaldo á því margar aðdáendur víðsvegar um heiminn og kappinn ákvað að gleðja þá í tilefni jólanna. Ronaldo tók upp myndband þar sem hann sýndi öllum hið glæsilega heimili hans sem er rétt fyrir utan Madrid. Húsið er metið á um 4,8 milljónir punda eða rétt tæplegan milljarð íslenskra króna. Það er því ekkert sparað hvað varðar húseign eða tækjakost. Ronaldo sýndi meðal annars, svefnherbergið, sjónvarpsherbergið, matarborðið og garðinn sinn. Hann var þó ekki að sýna verðlaunagripa herbergið sem er örugglega troðfullt frá hans frábæra ferli. Ronaldo sagðist eyða hálfum deginum í þessu húsi en hann segist leggjar ofurkapp á að hvílast vel eftir krefjandi æfingar. Þetta hefur verið flott tímabil hjá þessum þrítuga Portúgala sem er búinn að skora 23 mörk og gefa 7 stoðsendingar í 22 leikjum Real Madrid í öllum keppnum. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í 10-2 sigrinum á Rayo Vallecano um síðustu helgi og er þar með kominn með 12 mörk í 16 leikjum í spænsku deildinni á tímabilinu. Ronadlo setti ennfremur nýtt met með því að skora 11 mörk í 6 leikjum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar skoraði hann ellefu mörk í leikjunum fjórum á móti Shakhtar og Malmö en náði reyndar ekki að skora í leikjunum við Paris Saint Germain. Ronaldo endaði myndbandið á því að óska öllum gleðilegra jóla og að vera ánægð því það er það mikilvægasta af öllu. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan.Curious to see my house in Madrid? Take a look! Merry Christmas to all! https://t.co/f4Oor4pwl7— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) December 22, 2015
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira