Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2015 20:30 Búast má við hrinu eldgosa úr Bárðabungu næsta áratuginn, að mati jarðvísindamanna. Þeir sjá líkindi með goshrinum sem urðu í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld en einnig með Kröflueldum. Það var strax á upphafsdögum Holuhraunselda fyrir sextán mánuðum sem jarðvísindamenn, þeirra á meðal Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, vörpuðu fram þeirri kenningu að þetta væri aðeins byrjunin á langri goshrinu úr eldstöðinni Bárðarbungu. Hún myndi vara í mörg ár, jafnvel áratug. Margt þótti minna á Kröfluelda en Kröflusvæðið á það sammerkt með Bárðarbungu að vera megineldstöð á flekaskilum. Fyrsta Kröflugosið varð í desember 1975, fyrir réttum 40 árum. Sextán mánaða goshlé varð svo þar til jarðeldur braust upp næst í apríl 1977. Þéttust urðu Kröflugosin á árunum 1980 til 1981 þegar aðeins liðu þrír til fjórir mánuðir á milli gosa en Kröflueldum lauk haustið 1984. Þrettán mánuðir liðu að jafnaði á milli Kröflugosanna, sem urðu alls níu talsins á níu árum. Auk þeirra urðu fimmtán kvikuhlaup sem ekki enduðu með gosi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að jarðskjálftar í Bárðarbungu að undanförnu væru talin merki þess að kvika streymdi nú inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson kvaðst klárlega túlka þetta svo að Bárðarbunga væri að búa sig undir nýtt gos, sem hann spáði að gæti orðið á næsta eða þarnæsta ári. Ármann segir að þegar eldstöðvar á flekaskilum fari af stað megi búast við goshrinu sem taki áratug. Hann rifjar upp að slík goshrina hafi orðið í Bárðarbungu fyrir 150 árum og nokkru síðar í Öskju, sem lauk með stórgosi árið 1875. Það varð mikið sprengigos og olli miklum búsifjum á Norðaustur- og Austurlandi og er talið hafa ýtt undir fólksflutninga til Vesturheims. Saga Kröfluelda var rifjuð upp í þættinum "Um land allt" sem sjá má hér á Sjónvarpsvísi. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Búast má við hrinu eldgosa úr Bárðabungu næsta áratuginn, að mati jarðvísindamanna. Þeir sjá líkindi með goshrinum sem urðu í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld en einnig með Kröflueldum. Það var strax á upphafsdögum Holuhraunselda fyrir sextán mánuðum sem jarðvísindamenn, þeirra á meðal Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, vörpuðu fram þeirri kenningu að þetta væri aðeins byrjunin á langri goshrinu úr eldstöðinni Bárðarbungu. Hún myndi vara í mörg ár, jafnvel áratug. Margt þótti minna á Kröfluelda en Kröflusvæðið á það sammerkt með Bárðarbungu að vera megineldstöð á flekaskilum. Fyrsta Kröflugosið varð í desember 1975, fyrir réttum 40 árum. Sextán mánaða goshlé varð svo þar til jarðeldur braust upp næst í apríl 1977. Þéttust urðu Kröflugosin á árunum 1980 til 1981 þegar aðeins liðu þrír til fjórir mánuðir á milli gosa en Kröflueldum lauk haustið 1984. Þrettán mánuðir liðu að jafnaði á milli Kröflugosanna, sem urðu alls níu talsins á níu árum. Auk þeirra urðu fimmtán kvikuhlaup sem ekki enduðu með gosi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að jarðskjálftar í Bárðarbungu að undanförnu væru talin merki þess að kvika streymdi nú inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson kvaðst klárlega túlka þetta svo að Bárðarbunga væri að búa sig undir nýtt gos, sem hann spáði að gæti orðið á næsta eða þarnæsta ári. Ármann segir að þegar eldstöðvar á flekaskilum fari af stað megi búast við goshrinu sem taki áratug. Hann rifjar upp að slík goshrina hafi orðið í Bárðarbungu fyrir 150 árum og nokkru síðar í Öskju, sem lauk með stórgosi árið 1875. Það varð mikið sprengigos og olli miklum búsifjum á Norðaustur- og Austurlandi og er talið hafa ýtt undir fólksflutninga til Vesturheims. Saga Kröfluelda var rifjuð upp í þættinum "Um land allt" sem sjá má hér á Sjónvarpsvísi.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52