Þetta mót mikilvægt til að gera okkur klára fyrir stóra slaginn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2015 06:00 Aron Kristjánsson ræðir við Snorra Stein og Aron Pálmarsson vísir/pjetur „Það lítur út fyrir að það verði allir heilir og það er talsvert betri tilfinning en oft áður,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en hann er vanur því að fara með laskað lið á stórmót. Ef allt gengur upp fer hann með sitt sterkasta lið til Katar og það yrði í fyrsta skipti sem hann stýrði liðinu með sína bestu menn. „Þetta er mjög ánægjulegt en að sama skapi mjög langt síðan við spiluðum saman sem lið og við verðum að fínpússa leik okkar og fá tímasetningarnar í gang. Við erum að reyna að þróa okkur og athuga hvernig við getum nýtt okkar styrkleika sem best.“Passað upp á Aron Guðjón Valur Sigurðsson þurfti að yfirgefa landsliðið um tíma vegna persónulegra aðstæðna en vonast er til þess að hann komi aftur til móts við liðið um helgina. Staða Arons Pálmarssonar er svo aftur á móti spurningarmerki eftir að hann varð fyrir fólskulegri árás í miðbæ Reykjavíkur milli jóla og nýárs. Hann fékk skurð fyrir ofan augað og er með brákað kinnbein. „Við höfum verið að passa upp á hann en Aron tekur stærra skref með okkur með hverri æfingu. Við munum væntanlega nota hann eitthvað um helgina. Ef allt gengur að óskum þá munum við nota hann í einum eða tveimur leikjum. Það eru lítil ummerki á kinnbeini sem er gott en skurðurinn fyrir ofan augað þarf að gróa betur,“ segir Aron.Hvílir menn í kvöld Strákarnir okkar héldu utan í gær og í kvöld mæta þeir Svíum. Danir bíða á morgun og svo Slóvenar á sunnudag. Á þriðjudag heldur liðið svo til Katar frá Danmörku. Aron mun halda að sér höndum í leiknum gegn Svíum í kvöld enda mætir Ísland liði Svía í fyrsta leik sínum á HM þann 16. janúar. „Ég hugsa að ég hvíli svona fjóra menn sem verða í lykilhlutverki í Katar í leiknum gegn Svíum. Ég mun nýta 20 manna leikmannahópinn í kvöld til þess að gera alla klára og dreifa álaginu. Það eykur vonandi breiddina og hjálpar okkur að mæta öflugri til leiks á HM,“ segir landsliðsþjálfarinn en leikurinn í kvöld verður síðasta tækifæri einhverra leikmanna til að sanna sig því síðan verður hópurinn skorinn niður í 17 menn. „Ég er að horfa til þess að taka 17 menn með til Katar og við ákveðum þann hóp eftir Svíaleikinn. Svo getur alltaf eitthvað komið upp en við bregðumst þá við því.“ Þó svo Ísland verði vonandi með sitt sterkasta lið á HM þá er liðið í óvenju erfiðum riðli þar sem Ísland komst inn bakdyramegin á mótið. Riðillinn sem spilað verður á móti í 16-liða úrslitum er líka svakalega sterkur þannig að verkefnið verður mjög krefjandi. „Hjá okkur snýst þetta mikið um að einbeita okkur að okkur sjálfum. Ég held við séum á ágætri leið og nú verðum við að nýta þetta mót um helgina vel svo við mætum sem best undirbúnir í stóra slaginn.“Framtíðarvörn landsliðsins Þjálfarinn hefur verið að þróa nýja framliggjandi vörn. Hún gekk ekki sem skyldi gegn Þjóðverjum en verður þó ekki lögð til hliðar. „6/0-vörnin okkar er og hefur verið okkar aðalvörn. Það verður engin breyting á því. Þessi nýja vörn líkist að mörgu leyti 6/0-vörninni. Við höfum oft lent í vandræðum gegn vissum liðum og þessi nýja vörn er ekki bara hugsuð fyrir HM heldur sem framtíðarverkefni. Við sjáum til hversu öflug hún verður eftir helgina til að geta metið hversu mikið við beitum henni í Katar. Í þessum varnarleik snýst um að vinna rétt. Það gekk vel á æfingum en skilaði sér ekki gegn Þýskalandi. Þetta er góð vörn að skipta í þegar hin vörnin gengur engan veginn,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00 Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41 Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Aron eins og leikstjórnandi í NFL-deildinni Arnór Atlason segir að Aron Pálmarsson sé öflugur á æfingum. 8. janúar 2015 14:27 Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
„Það lítur út fyrir að það verði allir heilir og það er talsvert betri tilfinning en oft áður,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en hann er vanur því að fara með laskað lið á stórmót. Ef allt gengur upp fer hann með sitt sterkasta lið til Katar og það yrði í fyrsta skipti sem hann stýrði liðinu með sína bestu menn. „Þetta er mjög ánægjulegt en að sama skapi mjög langt síðan við spiluðum saman sem lið og við verðum að fínpússa leik okkar og fá tímasetningarnar í gang. Við erum að reyna að þróa okkur og athuga hvernig við getum nýtt okkar styrkleika sem best.“Passað upp á Aron Guðjón Valur Sigurðsson þurfti að yfirgefa landsliðið um tíma vegna persónulegra aðstæðna en vonast er til þess að hann komi aftur til móts við liðið um helgina. Staða Arons Pálmarssonar er svo aftur á móti spurningarmerki eftir að hann varð fyrir fólskulegri árás í miðbæ Reykjavíkur milli jóla og nýárs. Hann fékk skurð fyrir ofan augað og er með brákað kinnbein. „Við höfum verið að passa upp á hann en Aron tekur stærra skref með okkur með hverri æfingu. Við munum væntanlega nota hann eitthvað um helgina. Ef allt gengur að óskum þá munum við nota hann í einum eða tveimur leikjum. Það eru lítil ummerki á kinnbeini sem er gott en skurðurinn fyrir ofan augað þarf að gróa betur,“ segir Aron.Hvílir menn í kvöld Strákarnir okkar héldu utan í gær og í kvöld mæta þeir Svíum. Danir bíða á morgun og svo Slóvenar á sunnudag. Á þriðjudag heldur liðið svo til Katar frá Danmörku. Aron mun halda að sér höndum í leiknum gegn Svíum í kvöld enda mætir Ísland liði Svía í fyrsta leik sínum á HM þann 16. janúar. „Ég hugsa að ég hvíli svona fjóra menn sem verða í lykilhlutverki í Katar í leiknum gegn Svíum. Ég mun nýta 20 manna leikmannahópinn í kvöld til þess að gera alla klára og dreifa álaginu. Það eykur vonandi breiddina og hjálpar okkur að mæta öflugri til leiks á HM,“ segir landsliðsþjálfarinn en leikurinn í kvöld verður síðasta tækifæri einhverra leikmanna til að sanna sig því síðan verður hópurinn skorinn niður í 17 menn. „Ég er að horfa til þess að taka 17 menn með til Katar og við ákveðum þann hóp eftir Svíaleikinn. Svo getur alltaf eitthvað komið upp en við bregðumst þá við því.“ Þó svo Ísland verði vonandi með sitt sterkasta lið á HM þá er liðið í óvenju erfiðum riðli þar sem Ísland komst inn bakdyramegin á mótið. Riðillinn sem spilað verður á móti í 16-liða úrslitum er líka svakalega sterkur þannig að verkefnið verður mjög krefjandi. „Hjá okkur snýst þetta mikið um að einbeita okkur að okkur sjálfum. Ég held við séum á ágætri leið og nú verðum við að nýta þetta mót um helgina vel svo við mætum sem best undirbúnir í stóra slaginn.“Framtíðarvörn landsliðsins Þjálfarinn hefur verið að þróa nýja framliggjandi vörn. Hún gekk ekki sem skyldi gegn Þjóðverjum en verður þó ekki lögð til hliðar. „6/0-vörnin okkar er og hefur verið okkar aðalvörn. Það verður engin breyting á því. Þessi nýja vörn líkist að mörgu leyti 6/0-vörninni. Við höfum oft lent í vandræðum gegn vissum liðum og þessi nýja vörn er ekki bara hugsuð fyrir HM heldur sem framtíðarverkefni. Við sjáum til hversu öflug hún verður eftir helgina til að geta metið hversu mikið við beitum henni í Katar. Í þessum varnarleik snýst um að vinna rétt. Það gekk vel á æfingum en skilaði sér ekki gegn Þýskalandi. Þetta er góð vörn að skipta í þegar hin vörnin gengur engan veginn,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00 Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41 Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Aron eins og leikstjórnandi í NFL-deildinni Arnór Atlason segir að Aron Pálmarsson sé öflugur á æfingum. 8. janúar 2015 14:27 Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00
Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45
Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51
Aron eins og leikstjórnandi í NFL-deildinni Arnór Atlason segir að Aron Pálmarsson sé öflugur á æfingum. 8. janúar 2015 14:27
Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30