Handbolti

Trúum að við getum unnið Frakka

Eiríkur Stefán Ásgeirrson skrifar
Arnór að kíkja á úrslitin í NFL í símanum sínum.
Arnór að kíkja á úrslitin í NFL í símanum sínum. vísir/Eva Björk
Arnór Atlason segir að innan íslenska landsliðshópsins ríki full trú á því að sigur geti unnist gegn sterku liði Frakklands á HM í handbolta.

Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar og hafa unnið báða leiki sína á HM til þessa. Okkar menn töpuðu hins vegar illa í fyrsta leik á föstudaginn er þeir steinlágu gegn Svíum en svöruðu fyrir sig gegn Alsír í gær.

„Frakkar telja sig auðvitað geta unnið hvaða lið sem er enda eru þeir frábærir á alla kanta,“ segir Arnór Atlason sem spilar með franska liðinu St. Raphael.

„Við höfum oft mætt þeim í gegnum tíðina og það hefur gengið misjafnlega. Til þess að eiga möguleika nú þarf allt að ganga upp hjá okkur.“

Arnór segir að strákarnir séu komnir með sjálfstraustið í lag eftir skellinn gegn Svíum. „Við höfum unnið þá af og til og höfum fulla trú á að það takist. Það er betra að mæta þeim núna en seinna í keppninni og getur verið að þeir séu ekki komnir almennilega í gang. Við þurfum að hafa trú á verkefninu og hún er svo sannarlega til staðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×