Handbolti

Aron hefur átt þátt í flestum mörkum allra á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron fór á kostum gegn Frökkum í gær.
Aron fór á kostum gegn Frökkum í gær. vísir/eva björk
Aron Pálmarsson hefur komið að flestum mörkum af öllum leikmönnum heimsmeistaramótsins í Katar eftir þrjár fyrstu umferðirnar samkvæmt tölfræði mótshaldara.

Aron er í þrettánda sæti yfir flest mörk (16) og í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar (17) en enginn hefur átt þátt í fleiri mörkum, mörk+stoðsendingar (33). Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum en hann hefur gefið einni fleiri en Aron.

Aron hefur eitt mark í forskot á Makedóníumanninn Kiril Lazarov (22+10) þegar kemur að því að eiga þátt í flestum mörkum en Mikkel Hansen (11+18) er þar í þriðja sæti fjórum mörkum á eftir Aroni.

Með Hansen í þriðja sætinu eru Nikola Karabatic frá Frakklandi, Zarko Markovic frá Katar og Steffen Weinhold frá Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Snorri Steinn: Við vorum flottir

Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×