Snorri Steinn: Ef allir sinna sínu þá fylgir liðið í kjölfarið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 24. janúar 2015 06:00 Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins. Vísir/Eva Björk „Hver og einn þarf að taka til hjá sjálfum sér og mæta svo til leiks. Ég get ekki útskýrt þetta betur. Þetta snýst um karakter – að menn spili af lífi og sál og leggi hjartað að veði. Svo verðum við að sjá hverju það skilar okkur.“ Þetta segir Snorri Steinn Guðjónsson um undirbúning íslenska liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Snorri Steinn hefur eins og flestir aðrir átt misjafna daga á HM en afar ólíklegt er að nokkuð annað en sigur gegn Egyptum í dag dugi til að tryggja liðið áfram í 16-liða úrslit. Hann segir að liðið muni undirbúa sig eins og venjulega fyrir næsta andstæðing í keppninni en lítið annað sé hægt að gera nema að leyfa hverjum og einum að vinna í sínum málum sjálfur. „Það er erfitt að ætlast til þess að einhverjir fari að efla baráttuna í öðrum. Þannig horfir það að minnsta kosti við mér. Ef allir sinna sínu þá fylgir liðið í kjölfarið.“ Snorri Steinn segir enn fremur að það gefist ekki tími til að leita skýringa enda svo stutt á milli leikja. „Ég hef hugsað um orsakir þess hversu illa við spiluðum gegn Tékklandi en engar skýringar fundið. Ég á því miður engin góð svör fyrir þig og er jafn hissa og allir aðrir. Ef það væri vika í næsta leik þá væri hægt að velta þessu fyrir sér fram og til baka en það er ekki tími til þess.“ Aron Pálmarsson verður ekki með í dag eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Tékklandi í fyrradag. „Auðvitað vill maður hafa hann með en svona er bara staðan. Maður verður því að ýta því til hliðar. Arnór [Atlason] og Beggi [Sigurbergur Sveinsson] sjá bara um þetta og ég hef fulla trú á að þeir geri það vel,“ segir Snorri Steinn.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
„Hver og einn þarf að taka til hjá sjálfum sér og mæta svo til leiks. Ég get ekki útskýrt þetta betur. Þetta snýst um karakter – að menn spili af lífi og sál og leggi hjartað að veði. Svo verðum við að sjá hverju það skilar okkur.“ Þetta segir Snorri Steinn Guðjónsson um undirbúning íslenska liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Snorri Steinn hefur eins og flestir aðrir átt misjafna daga á HM en afar ólíklegt er að nokkuð annað en sigur gegn Egyptum í dag dugi til að tryggja liðið áfram í 16-liða úrslit. Hann segir að liðið muni undirbúa sig eins og venjulega fyrir næsta andstæðing í keppninni en lítið annað sé hægt að gera nema að leyfa hverjum og einum að vinna í sínum málum sjálfur. „Það er erfitt að ætlast til þess að einhverjir fari að efla baráttuna í öðrum. Þannig horfir það að minnsta kosti við mér. Ef allir sinna sínu þá fylgir liðið í kjölfarið.“ Snorri Steinn segir enn fremur að það gefist ekki tími til að leita skýringa enda svo stutt á milli leikja. „Ég hef hugsað um orsakir þess hversu illa við spiluðum gegn Tékklandi en engar skýringar fundið. Ég á því miður engin góð svör fyrir þig og er jafn hissa og allir aðrir. Ef það væri vika í næsta leik þá væri hægt að velta þessu fyrir sér fram og til baka en það er ekki tími til þess.“ Aron Pálmarsson verður ekki með í dag eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Tékklandi í fyrradag. „Auðvitað vill maður hafa hann með en svona er bara staðan. Maður verður því að ýta því til hliðar. Arnór [Atlason] og Beggi [Sigurbergur Sveinsson] sjá bara um þetta og ég hef fulla trú á að þeir geri það vel,“ segir Snorri Steinn.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn