Lofar grískri endurreisn Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. janúar 2015 11:00 Alexis Tsipras á fjölmennum kosningafundi Vísir/aP Leiðtogar Evrópusambandsins hafa margir hverjir verið uggandi vegna þingkosninganna í Grikklandi á morgun. Sigurstranglegasti flokkurinn hefur statt og stöðugt heitið grísku þjóðinni því að sætta sig ekki lengur við þrýsting frá Evrópusambandinu, heldur knýja fram niðurfellingu ríkisskulda og hverfa af braut hinna ströngu aðhaldsaðgerða. „Aðhaldsaðgerðirnar í Grikklandi hafa mistekist,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, í blaðagrein nú í vikunni. „Þær hafa lamað efnahagslífið og skilið stóran hluta vinnuaflsins eftir án atvinnu. Þetta er mannúðarvandi.“ Hann segir óhjákvæmilegt að breyta þessu, semja upp á nýtt um hinar íþyngjandi skuldir gríska ríkissjóðsins og fá að minnsta kosti þriðjung þeirra felldan niður.Dræm viðbrögð Viðbrögðin frá Evrópusambandinu hafa verið dræm. Skilaboðin þaðan hafa öll verið á eina lund: skuldir séu skuldir og því verði ekki breytt. „Það verður erfitt fyrir okkur að gefa eftir skuldir eða bjóða skuldbreytingar á þessu stigi,“ sagði til dæmis Alexander Stubb, forsætisráðherra Finnlands, fyrir fáum dögum. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur meira að segja léð máls á því, sem hún áður hefur sagt óhugsandi, að Grikklandi verði vísað úr evrusamstarfinu komist SYRIZA til valda og reyni að standa við kosningaloforðin. Aðstoðarmaður hennar ítrekaði þó strax eftir að þessi ummæli féllu að þýska stjórnin hefði alls ekki skipt um stefnu: Enn væri stefnt að því að Grikkland yrði áfram meðal evruríkja. Þá hefur núverandi stjórn Nýs lýðræðis og PASOK sagt loforð SYRIZA-flokksins fráleit og innistæðulaus með öllu. Grikkir geti ekki komist hjá því að greiða skuldir sínar og það verði bara til þess að auka á tjónið að fara að róta í því, sem þegar er búið að semja um. Evangelos Venizelos aðstoðarforsætisráðherra hefur sagt Tsipras lofa fólki töfrabrögðum: „Tsipras lofar paradís á jörðu án fórna, afturhvarfi til velmegunar með einhverjum töfrabrögðum, eins og hann væri Harry Potter.“Vill halda í evruna Þess ber þó að geta að Tsipras hefur þrátt fyrir allt viljað halda í evruna, rétt eins og langflestir Grikkir. Samkvæmt skoðanakönnunum segjast nærri 75 prósent Grikkja vilja hafa evruna áfram. Hann vill hins vegar fá leiðtoga Evrópusambandsins í lið með sér við að gera breytingar. „Þar sem aðhaldsaðgerðirnar hafa valdið ofurskuldum í Evrópuríkjum, þá viljum við nú efna til evrópskrar skuldaráðstefnu, sem mun efla hagvöxt í Evrópu til muna,“ sagði Tsipras til dæmis í blaðagrein sinni í vikunni. Eitt af því sem Tsipras hefur kallað eftir er að Seðlabanki Evrópusambandsins hefji stórfellda innspýtingu fjármagns til aðildarríkjanna. Þessi ósk hans rættist nú á fimmtudaginn, þegar Mario Draghi, seðlabankastjóri ESB, skýrði frá því að milljarðatugum evra yrði varið til þess mánaðarlega að kaupa ríkisskuldabréf og önnur áhættusamari verðbréf í aðildarríkjunum.Fær fimmtíu þingsæti aukreitis Samkvæmt skoðanakönnunum getur SYRIZA reiknað með því að fá 35 prósent atkvæða, eða jafnvel meira. Hægriflokkurinn Nýtt lýðræði, sem síðan 2012 hefur verið í forystu samsteypustjórnar með gamla sósíalistaflokknum PASOK, nær ekki 30 prósentum atkvæða, ef talning upp úr kjörkössunum verður á sömu nótum og skoðanakannanir benda til. Kosningalög í Grikklandi eru þannig að sá flokkur, sem flest atkvæði fær, nýtur þess sérstaklega við úthlutun þingsæta. Eftir að búið er að úthluta 250 af 300 sætum á þinginu fær atkvæðaflesti flokkurinn þau 50 sem eftir standa til þess að tryggja að hann eigi auðveldara með að mynda meirihlutastjórn. Þannig að jafnvel þótt ekki muni nema prósentubroti á SYRIZA og Nýju lýðræði þegar úrslitin liggja fyrir, þá fær sá flokkur sem stendur betur ótvírætt forskot til stjórnarmyndunar. Þessi regla gerir það að verkum að 35 prósent atkvæða myndu skila SYRIZA 144 þingsætum á 300 manna þjóðþingi Grikklands.Andstæðir pólar le pen segist fagna sigri Tsipras, þótt hann sé vinstra megin Í evrópskum fjölmiðlum hefur SYRIZA einatt verið kallaður popúlistaflokkur, flokkur sem stundar lýðskrum eða lýðdekur, og þar settur í hóp með mismunandi öfgakenndum þjóðernisflokkum sem flestir eru á hægri vængnum frekar en þeim vinstri. Þetta eru flokkar á borð við Þjóðernisfylkingu Le Pen í Frakklandi, Svíþjóðardemókrata í Svíþjóð, Flokk sannra Finna í Finnlandi, Frelsisflokkinn í Hollandi, Norðurbandalagið á Ítalíu og Danska þjóðarflokkinn í Danmörku, svo nokkrir séu nefndir. Í Frakklandi hefur Marine Le Pen lýst yfir eindregnum stuðningi við SYRIZA, jafnvel þótt sjálf sé hún langt til hægri á hinu pólitíska litrófi: „Þetta gerir mig ekkert að herskáum öfgavinstrimanni,“ sagði hún í viðtali við franska dagblaðið Le Monde nú í vikunni. „Við erum ekki sammála allri stefnuskrá þeirra, sérstaklega ekki því sem lýtur að innflytjendamálum, en við yrðum himinlifandi ef þeir sigra.“ Það sem hún segist eiga sameiginlegt með SYRIZA er andstaðan við Evrópusambandið, eða það sem hún kallar „alræðishyggju Evrópusambandsins og bandamanna þess á fjármálamörkuðunum“. SYRIZA horfir samt öðruvísi á málið. Leiðtogi flokksins, Alexis Tsipras, hefur tekið skýrt fram að hann vilji alls ekki að Grikkland hætti að nota evruna.Hann segir hins vegar að aðhaldsaðgerðirnar séu að ganga af lýðræðinu í Evrópu dauðu: „Ef öflum framfara og lýðræðis tekst ekki að breyta Evrópu, þá verða það Marine Le Pen og bandamenn hennar yst á hægri vængnum sem breyta henni fyrir okkur.“ Grikkland Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa margir hverjir verið uggandi vegna þingkosninganna í Grikklandi á morgun. Sigurstranglegasti flokkurinn hefur statt og stöðugt heitið grísku þjóðinni því að sætta sig ekki lengur við þrýsting frá Evrópusambandinu, heldur knýja fram niðurfellingu ríkisskulda og hverfa af braut hinna ströngu aðhaldsaðgerða. „Aðhaldsaðgerðirnar í Grikklandi hafa mistekist,“ sagði Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, í blaðagrein nú í vikunni. „Þær hafa lamað efnahagslífið og skilið stóran hluta vinnuaflsins eftir án atvinnu. Þetta er mannúðarvandi.“ Hann segir óhjákvæmilegt að breyta þessu, semja upp á nýtt um hinar íþyngjandi skuldir gríska ríkissjóðsins og fá að minnsta kosti þriðjung þeirra felldan niður.Dræm viðbrögð Viðbrögðin frá Evrópusambandinu hafa verið dræm. Skilaboðin þaðan hafa öll verið á eina lund: skuldir séu skuldir og því verði ekki breytt. „Það verður erfitt fyrir okkur að gefa eftir skuldir eða bjóða skuldbreytingar á þessu stigi,“ sagði til dæmis Alexander Stubb, forsætisráðherra Finnlands, fyrir fáum dögum. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur meira að segja léð máls á því, sem hún áður hefur sagt óhugsandi, að Grikklandi verði vísað úr evrusamstarfinu komist SYRIZA til valda og reyni að standa við kosningaloforðin. Aðstoðarmaður hennar ítrekaði þó strax eftir að þessi ummæli féllu að þýska stjórnin hefði alls ekki skipt um stefnu: Enn væri stefnt að því að Grikkland yrði áfram meðal evruríkja. Þá hefur núverandi stjórn Nýs lýðræðis og PASOK sagt loforð SYRIZA-flokksins fráleit og innistæðulaus með öllu. Grikkir geti ekki komist hjá því að greiða skuldir sínar og það verði bara til þess að auka á tjónið að fara að róta í því, sem þegar er búið að semja um. Evangelos Venizelos aðstoðarforsætisráðherra hefur sagt Tsipras lofa fólki töfrabrögðum: „Tsipras lofar paradís á jörðu án fórna, afturhvarfi til velmegunar með einhverjum töfrabrögðum, eins og hann væri Harry Potter.“Vill halda í evruna Þess ber þó að geta að Tsipras hefur þrátt fyrir allt viljað halda í evruna, rétt eins og langflestir Grikkir. Samkvæmt skoðanakönnunum segjast nærri 75 prósent Grikkja vilja hafa evruna áfram. Hann vill hins vegar fá leiðtoga Evrópusambandsins í lið með sér við að gera breytingar. „Þar sem aðhaldsaðgerðirnar hafa valdið ofurskuldum í Evrópuríkjum, þá viljum við nú efna til evrópskrar skuldaráðstefnu, sem mun efla hagvöxt í Evrópu til muna,“ sagði Tsipras til dæmis í blaðagrein sinni í vikunni. Eitt af því sem Tsipras hefur kallað eftir er að Seðlabanki Evrópusambandsins hefji stórfellda innspýtingu fjármagns til aðildarríkjanna. Þessi ósk hans rættist nú á fimmtudaginn, þegar Mario Draghi, seðlabankastjóri ESB, skýrði frá því að milljarðatugum evra yrði varið til þess mánaðarlega að kaupa ríkisskuldabréf og önnur áhættusamari verðbréf í aðildarríkjunum.Fær fimmtíu þingsæti aukreitis Samkvæmt skoðanakönnunum getur SYRIZA reiknað með því að fá 35 prósent atkvæða, eða jafnvel meira. Hægriflokkurinn Nýtt lýðræði, sem síðan 2012 hefur verið í forystu samsteypustjórnar með gamla sósíalistaflokknum PASOK, nær ekki 30 prósentum atkvæða, ef talning upp úr kjörkössunum verður á sömu nótum og skoðanakannanir benda til. Kosningalög í Grikklandi eru þannig að sá flokkur, sem flest atkvæði fær, nýtur þess sérstaklega við úthlutun þingsæta. Eftir að búið er að úthluta 250 af 300 sætum á þinginu fær atkvæðaflesti flokkurinn þau 50 sem eftir standa til þess að tryggja að hann eigi auðveldara með að mynda meirihlutastjórn. Þannig að jafnvel þótt ekki muni nema prósentubroti á SYRIZA og Nýju lýðræði þegar úrslitin liggja fyrir, þá fær sá flokkur sem stendur betur ótvírætt forskot til stjórnarmyndunar. Þessi regla gerir það að verkum að 35 prósent atkvæða myndu skila SYRIZA 144 þingsætum á 300 manna þjóðþingi Grikklands.Andstæðir pólar le pen segist fagna sigri Tsipras, þótt hann sé vinstra megin Í evrópskum fjölmiðlum hefur SYRIZA einatt verið kallaður popúlistaflokkur, flokkur sem stundar lýðskrum eða lýðdekur, og þar settur í hóp með mismunandi öfgakenndum þjóðernisflokkum sem flestir eru á hægri vængnum frekar en þeim vinstri. Þetta eru flokkar á borð við Þjóðernisfylkingu Le Pen í Frakklandi, Svíþjóðardemókrata í Svíþjóð, Flokk sannra Finna í Finnlandi, Frelsisflokkinn í Hollandi, Norðurbandalagið á Ítalíu og Danska þjóðarflokkinn í Danmörku, svo nokkrir séu nefndir. Í Frakklandi hefur Marine Le Pen lýst yfir eindregnum stuðningi við SYRIZA, jafnvel þótt sjálf sé hún langt til hægri á hinu pólitíska litrófi: „Þetta gerir mig ekkert að herskáum öfgavinstrimanni,“ sagði hún í viðtali við franska dagblaðið Le Monde nú í vikunni. „Við erum ekki sammála allri stefnuskrá þeirra, sérstaklega ekki því sem lýtur að innflytjendamálum, en við yrðum himinlifandi ef þeir sigra.“ Það sem hún segist eiga sameiginlegt með SYRIZA er andstaðan við Evrópusambandið, eða það sem hún kallar „alræðishyggju Evrópusambandsins og bandamanna þess á fjármálamörkuðunum“. SYRIZA horfir samt öðruvísi á málið. Leiðtogi flokksins, Alexis Tsipras, hefur tekið skýrt fram að hann vilji alls ekki að Grikkland hætti að nota evruna.Hann segir hins vegar að aðhaldsaðgerðirnar séu að ganga af lýðræðinu í Evrópu dauðu: „Ef öflum framfara og lýðræðis tekst ekki að breyta Evrópu, þá verða það Marine Le Pen og bandamenn hennar yst á hægri vængnum sem breyta henni fyrir okkur.“
Grikkland Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira