Ólýðræðislegur popúlismi meirihlutans Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagnrýna borgarstjórnarmeirihlutann fyrir. Það er ótækt að fulltrúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skipun með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórnarfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi fulltrúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða maðurinn sem skipa átti. Það er einfaldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þannig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega umboð til að skipa fólk í ráð og nefndir. Sé framferði meirihlutans í þessu máli ekki gagnrýnt strax er hætta á að hættulegt og ólýðræðislegt fordæmi skapist. Sumum finnst kannski að það sé allt í lagi að segja þannig skoðun sína með hjásetu – en það er ekki hefðin í borgarstjórn Reykjavíkur, og það er ástæða fyrir því. Það er sjálfsagt að fólk gagnrýni að flokkur, sem hefur langt frá því gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi andúð í garð minnihlutahóps, skipi yfirlýstan andstæðing réttinda minnihlutahópa í það ráð borgarinnar sem á að passa upp á slík mannréttindi. En það breytir því ekki að það er framboð Framsóknar og flugvallarvina sem ber, og á að bera, alla ábyrgð á þeirri ákvörðun. Hefðin í borgarstjórn hefur einmitt undirstrikað þetta; verklagið er að þótt reglur kveði á um að fulltrúar í nefndir og ráð séu kosnir á borgarstjórnarfundi greiðir borgarstjórn öll atkvæði með þeim fulltrúum sem flokkarnir tilnefna. Það hefur ekki verið litið svo á að með atkvæði sínu væru borgarfulltrúar að styðja við, lýsa velþóknun á eða taka ábyrgð á fulltrúum einstakra flokka.Öryggisventill Hjáseta meirihlutans leiddi ekki af sér að fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hlyti ekki kjör, en ef menn eru búnir að bregða út af hefðinni má spyrja hvort eitthvað útiloki að með svipuðum rökum felli meirihlutinn hreinlega fulltrúa minnihlutans, sem honum hugnast ekki að hafa í nefndum og ráðum. Raunar var spurt í fjölmiðlum af hverju meirihlutinn hefði ekki beitt valdi sínu á þann veg. Það segir sig þó sjálft hversu fullkomlega óeðlilegt það væri að meirihlutinn gæti stýrt á þann hátt hverjir veljast í ráð og nefndir fyrir minnihlutann. Á borgarstjórnarfundi í dag verður kosinn nýr varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð. Megum við gera ráð fyrir að formaður borgarráðs sitji hjá af því að hann ætlar aldrei aftur að „taka nokkra ábyrgð á þessu fólki“? Sú afstaða hans er ágætt dæmi um að nú þegar er búið að búa til skrýtilegt fordæmi þar sem reynt er að færa ábyrgðina á vali fulltrúa í ráð og nefndir frá flokknum sem tilnefnir þá. Eini alvöru öryggisventillinn gegn vondum ákvörðunum stjórnmálaflokka er hins vegar að þeir beri pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Meirihlutinn ætti að sjá sóma sinn í að bregðast strax við, viðurkenna mistök sín og stuðla að því að girða fyrir pólitískar freistingar eins og hann féll fyrir sjálfur með því að breyta strax reglunum. Þær ættu að vera þannig að kosningu verði hætt og flokkarnir skipi einfaldlega sína fulltrúa án þess að aðrir þurfi að samþykkja, hafna eða sitja hjá við kosningu þeirra. Meirihlutinn hlýtur að sjá að það er það skynsamlega í stöðunni; að setja ábyrgðina nákvæmlega þangað sem hún á heima og sleppa ólýðræðislegum popúlisma eftir hentugleik. Það er einsýnt að verði reglunum ekki breytt er hætta á að meirihlutinn freistist til að festa enn frekar í sessi æfingar með pólitíska afskiptasemi þar sem hún á engan veginn heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagnrýna borgarstjórnarmeirihlutann fyrir. Það er ótækt að fulltrúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skipun með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórnarfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi fulltrúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða maðurinn sem skipa átti. Það er einfaldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þannig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega umboð til að skipa fólk í ráð og nefndir. Sé framferði meirihlutans í þessu máli ekki gagnrýnt strax er hætta á að hættulegt og ólýðræðislegt fordæmi skapist. Sumum finnst kannski að það sé allt í lagi að segja þannig skoðun sína með hjásetu – en það er ekki hefðin í borgarstjórn Reykjavíkur, og það er ástæða fyrir því. Það er sjálfsagt að fólk gagnrýni að flokkur, sem hefur langt frá því gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi andúð í garð minnihlutahóps, skipi yfirlýstan andstæðing réttinda minnihlutahópa í það ráð borgarinnar sem á að passa upp á slík mannréttindi. En það breytir því ekki að það er framboð Framsóknar og flugvallarvina sem ber, og á að bera, alla ábyrgð á þeirri ákvörðun. Hefðin í borgarstjórn hefur einmitt undirstrikað þetta; verklagið er að þótt reglur kveði á um að fulltrúar í nefndir og ráð séu kosnir á borgarstjórnarfundi greiðir borgarstjórn öll atkvæði með þeim fulltrúum sem flokkarnir tilnefna. Það hefur ekki verið litið svo á að með atkvæði sínu væru borgarfulltrúar að styðja við, lýsa velþóknun á eða taka ábyrgð á fulltrúum einstakra flokka.Öryggisventill Hjáseta meirihlutans leiddi ekki af sér að fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hlyti ekki kjör, en ef menn eru búnir að bregða út af hefðinni má spyrja hvort eitthvað útiloki að með svipuðum rökum felli meirihlutinn hreinlega fulltrúa minnihlutans, sem honum hugnast ekki að hafa í nefndum og ráðum. Raunar var spurt í fjölmiðlum af hverju meirihlutinn hefði ekki beitt valdi sínu á þann veg. Það segir sig þó sjálft hversu fullkomlega óeðlilegt það væri að meirihlutinn gæti stýrt á þann hátt hverjir veljast í ráð og nefndir fyrir minnihlutann. Á borgarstjórnarfundi í dag verður kosinn nýr varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð. Megum við gera ráð fyrir að formaður borgarráðs sitji hjá af því að hann ætlar aldrei aftur að „taka nokkra ábyrgð á þessu fólki“? Sú afstaða hans er ágætt dæmi um að nú þegar er búið að búa til skrýtilegt fordæmi þar sem reynt er að færa ábyrgðina á vali fulltrúa í ráð og nefndir frá flokknum sem tilnefnir þá. Eini alvöru öryggisventillinn gegn vondum ákvörðunum stjórnmálaflokka er hins vegar að þeir beri pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum. Meirihlutinn ætti að sjá sóma sinn í að bregðast strax við, viðurkenna mistök sín og stuðla að því að girða fyrir pólitískar freistingar eins og hann féll fyrir sjálfur með því að breyta strax reglunum. Þær ættu að vera þannig að kosningu verði hætt og flokkarnir skipi einfaldlega sína fulltrúa án þess að aðrir þurfi að samþykkja, hafna eða sitja hjá við kosningu þeirra. Meirihlutinn hlýtur að sjá að það er það skynsamlega í stöðunni; að setja ábyrgðina nákvæmlega þangað sem hún á heima og sleppa ólýðræðislegum popúlisma eftir hentugleik. Það er einsýnt að verði reglunum ekki breytt er hætta á að meirihlutinn freistist til að festa enn frekar í sessi æfingar með pólitíska afskiptasemi þar sem hún á engan veginn heima.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar