Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Konan verður í vikulöngu gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fréttablaðið/Stefán Rannsóknarlögreglumenn og tæknideild lögreglu voru enn að rannsaka vettvang morðs í kjallaraíbúð á Skúlaskeiði 24 snemma á mánudag, þar sem kona á sextugsaldri er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana. Tilkynning um málið barst lögreglu um þrjúleytið á laugardag í gegnum Neyðarlínuna. Á manninum var djúpt stungusár við hjartastað og strax vaknaði grunur um að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Ekki hafa fengist skýringar á ástæðum þess að svo langur tími leið.Í einhverri óreglu Parið flutti í kjallaraíbúðina fyrir tveimur mánuðum. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. „Þau voru í einhverri óreglu en ég varð annars lítið var við þau því ég er mikið fjarri vegna ferðalaga. Þau höfðu búið í íbúðinni í skamman tíma.“Tæknideild lögreglunnar fór vandlega yfir vettvang morðsins. Þetta er annað morðið í götunni á fáum árum.Fréttablaðið/VilhelmLeigusali íbúðarinnar vissi ekki annað en að konan byggi ein í íbúðinni. Konan leigði kjallara hússins, sem er ósamþykkt íbúð, og er ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Aðeins tvær íbúðir eru skráðar í húsinu, hvor með sinn eigandann og á hvor þeirra sinn eignarhlut í kjallara hússins. Þar er þvottahús og lítið rými sem er nýtt sem íbúð. „Ég geri ráð fyrir því að rannsókn málsins taki ekki mjög langan tíma,“ sagði Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og sagði ótímabært að skýra nánar frá því sem vitað er um atburðarásina. Hann segist ekki kannast við það að lögregla hafi áður verið kölluð á staðinn.Lengi á vettvangi Margt er óljóst hvað varðar tildrög málsins. Ekki hefur verið skýrt frá því hvert morðvopnið er, þótt ljóst sé að um einhvers konar stunguvopn sé að ræða. Þá hefur ekki enn verið greint frá því hvort konan sjálf hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð og hvers vegna svo langur tími leið frá því að lögregla mætti á vettvang og þar til hún var leidd út í járnum.Sjá einnig: Hefur hvorki játað né neitað Konan var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli rannsóknarhagsmuna og dvelur á Litla-Hrauni. Hún hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, en gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi.Annað morðið í götunni Skúlaskeið í Hafnarfirði er róleg og gamalgróin gata. Hún sveigist utan um Hellisgerði, fallegan lystigarð Hafnfirðinga. Rúm þrjú ár eru frá því annað morð var framið í sömu götu en nokkur hús skilja að húsin tvö þar sem fólkið lést. Árið 2012 banaði Hlífar Vatnar Stefánsson vinkonu sinni, Þóru Eyjalín Gísladóttur. Þau Hlífar Vatnar og Þóra höfðu neytt fíkniefna um allnokkurt skeið áður en hann myrti hana. Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum. Hlífar var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Faðir Hlífars var skráður eigandi hússins en enginn var skráður til heimilis þar. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn og tæknideild lögreglu voru enn að rannsaka vettvang morðs í kjallaraíbúð á Skúlaskeiði 24 snemma á mánudag, þar sem kona á sextugsaldri er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana. Tilkynning um málið barst lögreglu um þrjúleytið á laugardag í gegnum Neyðarlínuna. Á manninum var djúpt stungusár við hjartastað og strax vaknaði grunur um að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Ekki hafa fengist skýringar á ástæðum þess að svo langur tími leið.Í einhverri óreglu Parið flutti í kjallaraíbúðina fyrir tveimur mánuðum. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. „Þau voru í einhverri óreglu en ég varð annars lítið var við þau því ég er mikið fjarri vegna ferðalaga. Þau höfðu búið í íbúðinni í skamman tíma.“Tæknideild lögreglunnar fór vandlega yfir vettvang morðsins. Þetta er annað morðið í götunni á fáum árum.Fréttablaðið/VilhelmLeigusali íbúðarinnar vissi ekki annað en að konan byggi ein í íbúðinni. Konan leigði kjallara hússins, sem er ósamþykkt íbúð, og er ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Aðeins tvær íbúðir eru skráðar í húsinu, hvor með sinn eigandann og á hvor þeirra sinn eignarhlut í kjallara hússins. Þar er þvottahús og lítið rými sem er nýtt sem íbúð. „Ég geri ráð fyrir því að rannsókn málsins taki ekki mjög langan tíma,“ sagði Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og sagði ótímabært að skýra nánar frá því sem vitað er um atburðarásina. Hann segist ekki kannast við það að lögregla hafi áður verið kölluð á staðinn.Lengi á vettvangi Margt er óljóst hvað varðar tildrög málsins. Ekki hefur verið skýrt frá því hvert morðvopnið er, þótt ljóst sé að um einhvers konar stunguvopn sé að ræða. Þá hefur ekki enn verið greint frá því hvort konan sjálf hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð og hvers vegna svo langur tími leið frá því að lögregla mætti á vettvang og þar til hún var leidd út í járnum.Sjá einnig: Hefur hvorki játað né neitað Konan var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli rannsóknarhagsmuna og dvelur á Litla-Hrauni. Hún hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, en gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi.Annað morðið í götunni Skúlaskeið í Hafnarfirði er róleg og gamalgróin gata. Hún sveigist utan um Hellisgerði, fallegan lystigarð Hafnfirðinga. Rúm þrjú ár eru frá því annað morð var framið í sömu götu en nokkur hús skilja að húsin tvö þar sem fólkið lést. Árið 2012 banaði Hlífar Vatnar Stefánsson vinkonu sinni, Þóru Eyjalín Gísladóttur. Þau Hlífar Vatnar og Þóra höfðu neytt fíkniefna um allnokkurt skeið áður en hann myrti hana. Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum. Hlífar var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Faðir Hlífars var skráður eigandi hússins en enginn var skráður til heimilis þar.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira