Suarez snýr aftur til Englands Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2015 06:30 Suarez vill örugglega þagga niður í áhorfendum í Manchester í kvöld. fréttablaðið/getty Sextán liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu halda áfram í kvöld er tveir leikir fara fram. Man. City tekur á móti Barcelona á meðan Dortmund sækir Juventus heim. Þetta eru fyrri leikir liðanna. Luis Suarez, framherji Barcelona, mun væntanlega spila sinn fyrsta leik á Englandi síðan hann var seldur til Barca frá Liverpool. Wilfried Bony gæti síðan spilað sinn fyrsta leik fyrir Man. City. Barcelona sló Man. City út á nákvæmlega sama stað í keppninni á síðustu leiktíð. Barca vann 4-1 samanlagt og ætlar að komast í átta liða úrslit áttunda árið í röð. „Þetta er einn af leikjum ársins. Mikilvægasti leikur ársins hingað til hjá okkur. Þeir munu reyna að sækja á okkur og það mun henta okkur vel. Við kunnum vel að spila góðar skyndisóknir og refsa,“ sagði Gerard Pique, varnarmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Man. Utd. Barcelona hitaði upp með því að tapa óvænt í spænsku deildinni gegn Malaga um síðustu helgi. Barca var þá búið að vinna ellefu leiki í röð. „Þetta er nýr leikur og við erum ekki sama liðið og tapaði fyrir Barcelona í fyrra. Barca er heldur ekki sama liðið,“ sagði Sergio Aguero, framherji City, en hann þarf að vera í toppformi. Sérstaklega í ljósi þess að Yaya Toure getur ekki spilað með City. „Bæði lið hafa styrkt sig og það á eftir að koma í ljós hvernig þetta spilast. Eina sem ég get lofað er að þetta verða tveir frábærir leikir.“ Leikirnir hefjast klukkan 19.45 og verða í beinni útsendingu á sjónvarpsrásum Stöðvar 2 Sport og einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Báðir leikir verða svo gerðir upp á Stöð 2 Sport í sérstökum markaþætti. Mörk leikjanna koma einnig á Vísi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Sextán liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu halda áfram í kvöld er tveir leikir fara fram. Man. City tekur á móti Barcelona á meðan Dortmund sækir Juventus heim. Þetta eru fyrri leikir liðanna. Luis Suarez, framherji Barcelona, mun væntanlega spila sinn fyrsta leik á Englandi síðan hann var seldur til Barca frá Liverpool. Wilfried Bony gæti síðan spilað sinn fyrsta leik fyrir Man. City. Barcelona sló Man. City út á nákvæmlega sama stað í keppninni á síðustu leiktíð. Barca vann 4-1 samanlagt og ætlar að komast í átta liða úrslit áttunda árið í röð. „Þetta er einn af leikjum ársins. Mikilvægasti leikur ársins hingað til hjá okkur. Þeir munu reyna að sækja á okkur og það mun henta okkur vel. Við kunnum vel að spila góðar skyndisóknir og refsa,“ sagði Gerard Pique, varnarmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Man. Utd. Barcelona hitaði upp með því að tapa óvænt í spænsku deildinni gegn Malaga um síðustu helgi. Barca var þá búið að vinna ellefu leiki í röð. „Þetta er nýr leikur og við erum ekki sama liðið og tapaði fyrir Barcelona í fyrra. Barca er heldur ekki sama liðið,“ sagði Sergio Aguero, framherji City, en hann þarf að vera í toppformi. Sérstaklega í ljósi þess að Yaya Toure getur ekki spilað með City. „Bæði lið hafa styrkt sig og það á eftir að koma í ljós hvernig þetta spilast. Eina sem ég get lofað er að þetta verða tveir frábærir leikir.“ Leikirnir hefjast klukkan 19.45 og verða í beinni útsendingu á sjónvarpsrásum Stöðvar 2 Sport og einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Báðir leikir verða svo gerðir upp á Stöð 2 Sport í sérstökum markaþætti. Mörk leikjanna koma einnig á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn