Arsenal þarf að sækja til sigurs Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2015 06:00 Arsene Wenger á ærið verkefni fyrir höndum á sínum gamla heimavelli. Fréttablaðið/getty Arsenal þarf á litlu kraftaverki að halda í Mónakó í kvöld þar sem liðið mætir heimamönnum í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Skytturnar eru í vondum málum eftir 3-1 tap á heimavelli og þurfa að skora þrjú mörk í kvöld til að komast áfram. Arsenal hefur fallið úr leik í 16 liða úrslitum keppninnar undanfarin fjögur ár og nú gæti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kvatt Meistaradeildina á sínum gamla heimavelli. Þótt Arsenal hafi grafið sína eigin gröf í fyrri leikjunum í 16 liða úrslitunum undanfarin ár hefur liðið oftar en ekki spilað vel í seinni leiknum og verið nálægt því að komast áfram. Ekki má gleyma ótrúlega 4-0 tapinu gegn AC Milan fyrir þremur árum, en þá kom liðið til baka og vann 3-0 á heimavelli. Öll nótt er því ekki úti enn hjá lærisveinum Wengers. „Við getum gert eitthvað ótrúlegt í Mónakó,“ sagði Arsene Wenger á blaðamannafundi. „Þeir eru líklegri til að komast áfram en ég trúi að við komumst áfram.“ Wenger veit vel að liðið gerði stór mistök í fyrri leiknum á Emirates-vellinum. „Auðvitað væri ég frekar til í að vera 3-0 yfir en þetta er staðan. Við verðum að leiðrétta mistökin okkar. Stundum gerir maður mistök í lífinu sem ekki er hægt að bæta fyrir. Þannig eru hlutirnir ekki í fótboltanum því maður fær alltaf tækifæri til koma til baka,“ sagði Arsene Wenger. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Arsenal þarf á litlu kraftaverki að halda í Mónakó í kvöld þar sem liðið mætir heimamönnum í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Skytturnar eru í vondum málum eftir 3-1 tap á heimavelli og þurfa að skora þrjú mörk í kvöld til að komast áfram. Arsenal hefur fallið úr leik í 16 liða úrslitum keppninnar undanfarin fjögur ár og nú gæti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kvatt Meistaradeildina á sínum gamla heimavelli. Þótt Arsenal hafi grafið sína eigin gröf í fyrri leikjunum í 16 liða úrslitunum undanfarin ár hefur liðið oftar en ekki spilað vel í seinni leiknum og verið nálægt því að komast áfram. Ekki má gleyma ótrúlega 4-0 tapinu gegn AC Milan fyrir þremur árum, en þá kom liðið til baka og vann 3-0 á heimavelli. Öll nótt er því ekki úti enn hjá lærisveinum Wengers. „Við getum gert eitthvað ótrúlegt í Mónakó,“ sagði Arsene Wenger á blaðamannafundi. „Þeir eru líklegri til að komast áfram en ég trúi að við komumst áfram.“ Wenger veit vel að liðið gerði stór mistök í fyrri leiknum á Emirates-vellinum. „Auðvitað væri ég frekar til í að vera 3-0 yfir en þetta er staðan. Við verðum að leiðrétta mistökin okkar. Stundum gerir maður mistök í lífinu sem ekki er hægt að bæta fyrir. Þannig eru hlutirnir ekki í fótboltanum því maður fær alltaf tækifæri til koma til baka,“ sagði Arsene Wenger.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn