Uppsveitamenn fara utan að skoða vindmyllur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. mars 2015 08:00 Búrfell Landsvirkjun hefur þegar sett upp vindmyllur ofan Búrfellsvirkjunar og er með fleiri myllur á öðrum stöðum á teikniborðinu. Fréttablaðið/Valli Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, segir nauðsynlegt að vinna að sameiginlegri stefnu sveitarfélaga vegna vaxandi áhuga á orkuvinnslu úr vindafli. „Í nágrannalöndum Íslands hefur verið að byggjast upp töluverð reynsla í þessum málaflokki og hefur vindmyllum, bæði stökum og vindmyllugörðum, fjölgað mikið á undanförnum árum. Fyrsta skref í vinnu við stefnumörkun gæti því verið að kynna sér hvernig staðið er að þessum málum í löndum sem eru „sambærileg“ Íslandi,“ skrifar Pétur til sveitarfélaganna sex á Suðurlandi sem hafa hann sem sameiginlegan skipulagsfulltrúa. Að sögn Péturs er nú, í gegnum Skipulagsstofnun, verið að kanna möguleika á heimsóknum fulltrúa sveitarfélaganna til Noregs eða Skotlands, eða jafnvel til beggja landanna. „Í kjölfar ferðarinnar yrði sett í gang vinna við stefnumörkun um vindmyllur á svæðinu,“ segir í bréfi Péturs þar sem hann rekur að á undanförnum mánuðum hafi komið upp tvö mál sem tengjast mögulegri vinnslu vindorku. Fyrra málið varði vindmyllur sem Landsvirkjun hafi sett upp vestan við Bjarnalón ofan Búrfellsvirkjunar og hið síðara snerti beiðni um uppsetningu tveggja stórra vindmylla í landi Vorsabæjar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi hafnað beiðninni í Vorsabæ þar sem stefnumörkun um myllur af þeirri stærðargráðu lægi ekki fyrir. „Þegar þetta lá fyrir leituðu umsækjendur til nágrannasveitarfélags og hafa tvær vindmyllur nú verið reistar í Þykkvabæ,“ bendir Pétur á. Til viðbótar sé Landsvirkjun að marka stefnu um frekari uppbyggingu vindmylla í Búrfellslundi norðan Búrfells. Óskað hafi verið eftir að setja upp stóra vindmyllu í landi Bergsstaða í Bláskógabyggð. „Þá hafa borist nokkrar óformlegar fyrirspurnir um möguleikann á uppbyggingu á öðrum svæðum, til dæmis í Flóahreppi, án þess að formleg erindi hafi verið send inn,“ segir skipulagsfulltrúinn. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, segir nauðsynlegt að vinna að sameiginlegri stefnu sveitarfélaga vegna vaxandi áhuga á orkuvinnslu úr vindafli. „Í nágrannalöndum Íslands hefur verið að byggjast upp töluverð reynsla í þessum málaflokki og hefur vindmyllum, bæði stökum og vindmyllugörðum, fjölgað mikið á undanförnum árum. Fyrsta skref í vinnu við stefnumörkun gæti því verið að kynna sér hvernig staðið er að þessum málum í löndum sem eru „sambærileg“ Íslandi,“ skrifar Pétur til sveitarfélaganna sex á Suðurlandi sem hafa hann sem sameiginlegan skipulagsfulltrúa. Að sögn Péturs er nú, í gegnum Skipulagsstofnun, verið að kanna möguleika á heimsóknum fulltrúa sveitarfélaganna til Noregs eða Skotlands, eða jafnvel til beggja landanna. „Í kjölfar ferðarinnar yrði sett í gang vinna við stefnumörkun um vindmyllur á svæðinu,“ segir í bréfi Péturs þar sem hann rekur að á undanförnum mánuðum hafi komið upp tvö mál sem tengjast mögulegri vinnslu vindorku. Fyrra málið varði vindmyllur sem Landsvirkjun hafi sett upp vestan við Bjarnalón ofan Búrfellsvirkjunar og hið síðara snerti beiðni um uppsetningu tveggja stórra vindmylla í landi Vorsabæjar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi hafnað beiðninni í Vorsabæ þar sem stefnumörkun um myllur af þeirri stærðargráðu lægi ekki fyrir. „Þegar þetta lá fyrir leituðu umsækjendur til nágrannasveitarfélags og hafa tvær vindmyllur nú verið reistar í Þykkvabæ,“ bendir Pétur á. Til viðbótar sé Landsvirkjun að marka stefnu um frekari uppbyggingu vindmylla í Búrfellslundi norðan Búrfells. Óskað hafi verið eftir að setja upp stóra vindmyllu í landi Bergsstaða í Bláskógabyggð. „Þá hafa borist nokkrar óformlegar fyrirspurnir um möguleikann á uppbyggingu á öðrum svæðum, til dæmis í Flóahreppi, án þess að formleg erindi hafi verið send inn,“ segir skipulagsfulltrúinn.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira