Enska Evrópuævintýrið breyttist í martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2015 06:00 Jose Mourinho og hans menn á Chelsea eru á toppnum í ensku deildinni en eru úr leik í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Manchester United komst ekki í Meistaradeildina, Liverpool komst ekki í sextán liða úrslitin og Chelsea, Arsenal og Manchester City féllu öll út í sextán liða úrslitunum. Ensku liðin virðast hreinlega vera númeri of lítil þessa dagana þegar kemur að keppni við bestu lið Evrópu. Manchester City var í fyrrakvöld síðasta enska liðið til að falla úr keppni. Barcelona vann reyndar bara 3-1 samanlagt en yfirspilaði ensku meistarana nánast allar 180 mínúturnar. Kvöldið áður hafði Arsenal fallið út á móti Mónakó, liðið sem allir héldu að yrði lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Arsene Wenger. Það er ekki langt síðan ensku liðin voru í sérstöðu í meistaradeildinni. Áttu meðal annars níu af tólf sætunum meðal þeirra fjögurra bestu á árunum í kringum bankahrunið á Íslandi.Ensk slógu út ensk lið Tímabilið 2007 til 2008 tókst sem dæmi engu liði af meginlandinu að slá út enskt lið. Manchester United var meistari eftir sigur á Chelsea í úrslitaleiknum, Chelsea sló Liverpool út úr undanúrslitunum og Liverpool hafði áður sent Arsenal út í átta liða úrslitunum. Árið eftir vann Barcelona reyndar Meistaradeildina en hin þrjú liðin í undanúrslitunum voru öll ensk. Alls komust sextán ensk lið í átta liða úrslitin á árunum 2007 til 2011. Nú, nokkrum árum síðar, verður ekkert enskt lið í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í dag og þetta er í annað skiptið á þremur árum sem slíkt gerist. Í heildina hafa aðeins tvö af síðustu tólf ensku liðum í Meistaradeildinni komist í gegnum sextán liða úrslitin. Umræðan um vetrarfríið er jafnan hávær þegar illa gengur í enskum fótbolta enda flest evrópsku félög að sóla sig í heitari löndum á meðan ensku liðin spila fullt af leikjum í kringum jól og áramót. Þeirri ensku hefð verður þó erfitt að breyta. En auðvitað þarf heppni líka og mótherjar ensku liðanna hafa jafnan ekki verið af auðveldu gerðinni. Spænsku liðin Barcelona og Real Madrid hafa sem dæmi sjö sinnum slegið út ensk lið á síðustu sex árum, þar á meðal í ár, og þýsku meistararnir í Bayern München hafa stöðvað fimm Evrópuævintýri enskra liða á sama tímabili. Það er því ekkert skrýtið að enskir fjölmiðlar hafi áhyggjur af þróun mála enda erfitt fyrir ensku úrvalsdeildina að kalla sig bestu deild í Evrópu þegar liðin ná engum árangri í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Manchester United komst ekki í Meistaradeildina, Liverpool komst ekki í sextán liða úrslitin og Chelsea, Arsenal og Manchester City féllu öll út í sextán liða úrslitunum. Ensku liðin virðast hreinlega vera númeri of lítil þessa dagana þegar kemur að keppni við bestu lið Evrópu. Manchester City var í fyrrakvöld síðasta enska liðið til að falla úr keppni. Barcelona vann reyndar bara 3-1 samanlagt en yfirspilaði ensku meistarana nánast allar 180 mínúturnar. Kvöldið áður hafði Arsenal fallið út á móti Mónakó, liðið sem allir héldu að yrði lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Arsene Wenger. Það er ekki langt síðan ensku liðin voru í sérstöðu í meistaradeildinni. Áttu meðal annars níu af tólf sætunum meðal þeirra fjögurra bestu á árunum í kringum bankahrunið á Íslandi.Ensk slógu út ensk lið Tímabilið 2007 til 2008 tókst sem dæmi engu liði af meginlandinu að slá út enskt lið. Manchester United var meistari eftir sigur á Chelsea í úrslitaleiknum, Chelsea sló Liverpool út úr undanúrslitunum og Liverpool hafði áður sent Arsenal út í átta liða úrslitunum. Árið eftir vann Barcelona reyndar Meistaradeildina en hin þrjú liðin í undanúrslitunum voru öll ensk. Alls komust sextán ensk lið í átta liða úrslitin á árunum 2007 til 2011. Nú, nokkrum árum síðar, verður ekkert enskt lið í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í dag og þetta er í annað skiptið á þremur árum sem slíkt gerist. Í heildina hafa aðeins tvö af síðustu tólf ensku liðum í Meistaradeildinni komist í gegnum sextán liða úrslitin. Umræðan um vetrarfríið er jafnan hávær þegar illa gengur í enskum fótbolta enda flest evrópsku félög að sóla sig í heitari löndum á meðan ensku liðin spila fullt af leikjum í kringum jól og áramót. Þeirri ensku hefð verður þó erfitt að breyta. En auðvitað þarf heppni líka og mótherjar ensku liðanna hafa jafnan ekki verið af auðveldu gerðinni. Spænsku liðin Barcelona og Real Madrid hafa sem dæmi sjö sinnum slegið út ensk lið á síðustu sex árum, þar á meðal í ár, og þýsku meistararnir í Bayern München hafa stöðvað fimm Evrópuævintýri enskra liða á sama tímabili. Það er því ekkert skrýtið að enskir fjölmiðlar hafi áhyggjur af þróun mála enda erfitt fyrir ensku úrvalsdeildina að kalla sig bestu deild í Evrópu þegar liðin ná engum árangri í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08