Ný stofnun verði í Skagafirði sveinn arnarsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 Samkvæmt tillögu nefndar á vegum forsætisráðherra munu um eitt hundrað störf færast til Skagafjarðar á næstu árum. Fréttablaðið/Pjetur Lagt er til í skýrslu Norðvesturnefndarinnar að höfuðstöðvar nýs húsnæðislánafélags og nýrrar húsnæðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem send var forsætisráðherra og birt ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Þann 28. júní árið 2013 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Aðgerðaáætlunin var í tíu liðum til að taka á skuldavanda Íslendinga. Fjórði liður í áætluninni var að skipuð yrði verkefnisstjórn, á ábyrgð Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála. Þann 6. maí á síðasta ári voru tillögurnar kynntar.Eygló HArðardóttirEkki er lagt mat á það í skýrslunni hversu margir starfsmenn myndu vinna við hina nýju stofnun. Því myndu þessi störf bætast við þau 130 nýju opinberu störf á Norðvesturlandi sem Fréttablaðið hefur áður greint frá. Eygló Harðardóttir bendir á að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun. Mikilvægt sé að hún verði tekin af yfirvegun. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um staðsetningu stofnunar sem ekki hefur enn verið samþykkt af Alþingi. Þingið mun síðan koma að því hvar staðsetning þeirrar stofnunar á að vera. Fyrst og fremst mun staðsetning stofnunarinnar ráðast af því hvar hún getur á sem auðveldastan hátt sinnt störfum sínum sem best fyrir alla landsmenn,“ segir Eygló. „Mitt verkefni er að koma frumvarpinu í gegnum þingið fyrst.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir efnisleg rök þurfa að vera til staðar áður en staðsetning opinberra stofnana er ákveðin. „Það getur vel verið að rökin séu til staðar, ég veit það ekki, en við verðum að ræða þetta í rólegheitum,“ segir Helgi.Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Það er skrítið ef búið er að ákveða staðsetningu höfuðstöðva áður en stofnun er sett á fót,“ segir Árni Páll, sem kveður staðsetninguna hljóta að ráðast af eðli starfseminnar. „Það er engin leið að byggja byggðastefnu upp á hreppaflutningum og kjördæmapoti af þessu tagi,“ heldur Árni Páll áfram. „Svona aðgerðir munu aldrei duga til að skapa nein störf til framtíðar, því um þetta verður stöðug togstreita og ágreiningur. Það þarf samstöðu um uppbyggingu opinberrar starfsemi vítt og breitt um land, en ekki svona hreppaflutninga.“ Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lagt er til í skýrslu Norðvesturnefndarinnar að höfuðstöðvar nýs húsnæðislánafélags og nýrrar húsnæðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem send var forsætisráðherra og birt ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Þann 28. júní árið 2013 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Aðgerðaáætlunin var í tíu liðum til að taka á skuldavanda Íslendinga. Fjórði liður í áætluninni var að skipuð yrði verkefnisstjórn, á ábyrgð Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála. Þann 6. maí á síðasta ári voru tillögurnar kynntar.Eygló HArðardóttirEkki er lagt mat á það í skýrslunni hversu margir starfsmenn myndu vinna við hina nýju stofnun. Því myndu þessi störf bætast við þau 130 nýju opinberu störf á Norðvesturlandi sem Fréttablaðið hefur áður greint frá. Eygló Harðardóttir bendir á að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun. Mikilvægt sé að hún verði tekin af yfirvegun. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um staðsetningu stofnunar sem ekki hefur enn verið samþykkt af Alþingi. Þingið mun síðan koma að því hvar staðsetning þeirrar stofnunar á að vera. Fyrst og fremst mun staðsetning stofnunarinnar ráðast af því hvar hún getur á sem auðveldastan hátt sinnt störfum sínum sem best fyrir alla landsmenn,“ segir Eygló. „Mitt verkefni er að koma frumvarpinu í gegnum þingið fyrst.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir efnisleg rök þurfa að vera til staðar áður en staðsetning opinberra stofnana er ákveðin. „Það getur vel verið að rökin séu til staðar, ég veit það ekki, en við verðum að ræða þetta í rólegheitum,“ segir Helgi.Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Það er skrítið ef búið er að ákveða staðsetningu höfuðstöðva áður en stofnun er sett á fót,“ segir Árni Páll, sem kveður staðsetninguna hljóta að ráðast af eðli starfseminnar. „Það er engin leið að byggja byggðastefnu upp á hreppaflutningum og kjördæmapoti af þessu tagi,“ heldur Árni Páll áfram. „Svona aðgerðir munu aldrei duga til að skapa nein störf til framtíðar, því um þetta verður stöðug togstreita og ágreiningur. Það þarf samstöðu um uppbyggingu opinberrar starfsemi vítt og breitt um land, en ekki svona hreppaflutninga.“
Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira