Auðlind á silfurfati Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Allar viðvörunarbjöllur landsins hringja nú um að hægristjórnin sé að stíga stórt skref í að einkavæða auðlindir þjóðarinnar. Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem í raun er gjöf á makrílkvóta til nokkurra útgerða til langs tíma. Skýrt kemur fram í frumvarpinu að óheimilt er að fella sex ára úthlutun úr gildi með minna en sex ára fyrirvara og gildistíminn framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn. Við álagningu veiðigjalds á makríl er engin tilraun gerð til þess að nálgast sannvirði nýtingarréttarins á auðlindinni, til dæmis með útboðum. Engin kvótasetning hefur enn átt sér stað á makríl og því er tækifæri nú til að skipta um stefnu með þessa nýju fisktegund sem ratað hefur á Íslandsmið. Tillaga hægristjórnarinnar er að festa nýju tegundina rækilega í gamla kerfinu sem leyfir enga nýliðun í greininni nema gegn greiðslu til þeirra útgerða sem fá makrílkvóta gefins. Þjóðin ber hins vegar skarðan hlut frá borði þegar auðlind hennar er metin til fjár.Hvað gerir forsetinn? Getur verið að hagsmunaaðilar í útgerð og ríkisstjórnin hafi fundið leið til þess að læða í gegn stórtækri breytingu á úthlutun aflaheimilda og útreikningi veiðigjalda án þess að þjóðin taki eftir því? Forseti Íslands sagði árið 2012 að mál sem varða auðlindir þjóðarinnar væru vel til þess fallin að setja í dóm þjóðarinnar. Honum bárust 35.000 undirskriftir árið 2013 og hann var beðinn um að staðfesta ekki lög um veiðigjöld sem fólu í sér mikla lækkun gjaldanna. Hann réttlætti staðfestingu þeirra laga með þeim rökum að lögin væru aðeins til eins árs. Hann hlýtur því að bregðast við ótímabundinni úthlutun á makrílkvóta. Makrílfrumvarpið kann að láta lítið yfir sér við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð er það líklega eitt stærsta skref í átt að einkavæðingu auðlinda þjóðarinnar sem tekið hefur verið. Og auðlindaákvæði vantar enn í stjórnarskrá Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Allar viðvörunarbjöllur landsins hringja nú um að hægristjórnin sé að stíga stórt skref í að einkavæða auðlindir þjóðarinnar. Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem í raun er gjöf á makrílkvóta til nokkurra útgerða til langs tíma. Skýrt kemur fram í frumvarpinu að óheimilt er að fella sex ára úthlutun úr gildi með minna en sex ára fyrirvara og gildistíminn framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn. Við álagningu veiðigjalds á makríl er engin tilraun gerð til þess að nálgast sannvirði nýtingarréttarins á auðlindinni, til dæmis með útboðum. Engin kvótasetning hefur enn átt sér stað á makríl og því er tækifæri nú til að skipta um stefnu með þessa nýju fisktegund sem ratað hefur á Íslandsmið. Tillaga hægristjórnarinnar er að festa nýju tegundina rækilega í gamla kerfinu sem leyfir enga nýliðun í greininni nema gegn greiðslu til þeirra útgerða sem fá makrílkvóta gefins. Þjóðin ber hins vegar skarðan hlut frá borði þegar auðlind hennar er metin til fjár.Hvað gerir forsetinn? Getur verið að hagsmunaaðilar í útgerð og ríkisstjórnin hafi fundið leið til þess að læða í gegn stórtækri breytingu á úthlutun aflaheimilda og útreikningi veiðigjalda án þess að þjóðin taki eftir því? Forseti Íslands sagði árið 2012 að mál sem varða auðlindir þjóðarinnar væru vel til þess fallin að setja í dóm þjóðarinnar. Honum bárust 35.000 undirskriftir árið 2013 og hann var beðinn um að staðfesta ekki lög um veiðigjöld sem fólu í sér mikla lækkun gjaldanna. Hann réttlætti staðfestingu þeirra laga með þeim rökum að lögin væru aðeins til eins árs. Hann hlýtur því að bregðast við ótímabundinni úthlutun á makrílkvóta. Makrílfrumvarpið kann að láta lítið yfir sér við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð er það líklega eitt stærsta skref í átt að einkavæðingu auðlinda þjóðarinnar sem tekið hefur verið. Og auðlindaákvæði vantar enn í stjórnarskrá Íslands.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar