Ásmundur: Félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2015 07:00 Ásmundur Arnarsson er ósáttur við frestunina. vísir/anton Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmundur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knattspyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervigrasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leikir fóru fram í Laugardalnum í upphafi tímabilsins eftir mikla vetrarhörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stórlið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan leggur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vellinum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiðablik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekkert fremur en að spila og reyndum að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist einfaldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómonsdómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji forráðamanna Fylkis til að skipta grasinu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynntur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynntur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kringum völlinn nema bara fyrir meistaraflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöðuna allt árið og í öllum flokkum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmundur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knattspyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervigrasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leikir fóru fram í Laugardalnum í upphafi tímabilsins eftir mikla vetrarhörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stórlið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan leggur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vellinum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiðablik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekkert fremur en að spila og reyndum að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist einfaldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómonsdómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji forráðamanna Fylkis til að skipta grasinu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynntur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynntur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kringum völlinn nema bara fyrir meistaraflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöðuna allt árið og í öllum flokkum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira