Ásmundur: Félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2015 07:00 Ásmundur Arnarsson er ósáttur við frestunina. vísir/anton Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmundur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knattspyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervigrasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leikir fóru fram í Laugardalnum í upphafi tímabilsins eftir mikla vetrarhörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stórlið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan leggur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vellinum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiðablik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekkert fremur en að spila og reyndum að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist einfaldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómonsdómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji forráðamanna Fylkis til að skipta grasinu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynntur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynntur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kringum völlinn nema bara fyrir meistaraflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöðuna allt árið og í öllum flokkum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmundur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knattspyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervigrasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leikir fóru fram í Laugardalnum í upphafi tímabilsins eftir mikla vetrarhörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stórlið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan leggur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vellinum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiðablik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekkert fremur en að spila og reyndum að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist einfaldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómonsdómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji forráðamanna Fylkis til að skipta grasinu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynntur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynntur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kringum völlinn nema bara fyrir meistaraflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöðuna allt árið og í öllum flokkum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira