Auðlindir og stjórnarskrá Stefán Jón Hafstein skrifar 9. maí 2015 07:00 Traust á valdastofnunum, stjórnmálamönnum og -flokkum er í lágmarki meðal þjóðarinnar og engin furða. Vilji Íslendinga stendur til þess að þjóðareign á auðlindum okkar sé tryggð, en málið tafið endalaust. Samt er hér ákaflega mikið í húfi eins og ég rakti í fyrri grein um verðmæti auðlinda í þjóðareign. Þær eru að lágmarki 2.000 milljarðar króna – fjórar til sex milljónir á hvert mannsbarn hið minnsta Þessi auðæfi þarf að tryggja þjóðinni í stjórnarskrá um aldur og ævi.Margreynt Ekki skortir almennan vilja. En ákveðin hagsmunaöfl berjast gegn því að þjóðin tryggi sér auðlindirnar með æðstu lögum landsins. Engin önnur skýring er haldbær. Frá aldamótum hafa tvær opinberar auðlindanefndir lagt til skýrt ákvæði um þjóðareign. Stjórnarskrárnefnd sem starfaði 2005 hafði vilja til þess án niðurstöðu, þingmenn Framsóknarflokksins (2007/8) gerðu góðar tillögur. Minna má á að 2006 fluttu Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, tillögu um stjórnarskrárákvæði sem innihélt hugtakið „þjóðareign“ (þótt tillagan hafi gengið of skammt) og á þinginu 2008-9 kom svo enn fram tillaga og nú frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni, Birki Jónssyni og Guðjóni A. Kristinssyni þar sem var hamrað á hugtakinu um þjóðareign sem ekki mætti selja eða láta varanlega af hendi. Sáttanefndin um sjávarútveg árið 2010 vildi fá ákvæði í stjórnarskrá og kom þá í ljós að LÍÚ var því andvígt fyrir hönd útgerðarmanna sem virðast alveg einangraðir. Stjórnlagaráð tók skörulega á málinu í sínum tillögum og í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og skoðanakönnunum kom fram yfirgnæfandi vilji þjóðarinnar að fá ákvæði um þetta efni í stjórnarskrá. Þorvaldur Gylfason hefur rakið í mörgum greinum að sjá má áform um þetta efni marga áratugi aftur í tíma og koma við sögu menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Hvers vegna gerist þá ekkert? Eina rökrétta niðurstaðan er sú að vel skipulagðir og þröngir hagsmunir kringum sjávarútvegsauðlindina ætli að drepa málinu á dreif fram í rauðan dauðann og skapa sér að lokum „hefðarrétt“ til að eigna sér fiskinn í sjónum. Þetta er hin hörmulega staða málsins og hana skynjar þjóðin og traust hennar á valdamönnum og -stofnunum þverr.Tvær meginstefnur Fáir þora beinlínis að berjast gegn ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir, en lítill minnihluti virðist ætla að beita sér fyrir því að væntanlegt ákvæði verði bitlaust, óljóst og taki ekki á kjarna málsins sem er að naglfesta hugtakið „þjóðareign“. Á málþingi um auðlindir í þjóðareign í liðnum mánuði lýsti Svanfríður Jónasdóttir hvernig tillögur hafa mótast um að festa í sessi skilgreiningu á þjóðareign og hér er byggt á (sjá kynningu á www. landvernd.is). Hún sat einmitt í fyrri auðlindanefndinni undir forystu Jóhannesar Nordals sem sló tóninn og vildi tryggja hagsmuni þjóðarinnar og arðinn til hennar – eins og næstum allir aðrir sem komið hafa að málinu síðan – fyrir utan útgerðarmenn.Stjórnlagaráð og næsta skref Ef aðeins auðlindaákvæðið í tillögum stjórnlagaráðs hefði náðst í gegn á síðasta kjörtímabili hefði það verið erindisins virði. Það tókst ekki og því er ákvæði um auðlindir sem heyra undir almannavaldið ekki komið í stjórnarskrá, ákvæði eins og þetta: „…enginn getur fengið auðlindir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“ (Stjórnlagaráð). Ráðið var einnig efnislega sammála Nordalsnefndinni um að arðurinn af auðlindunum ætti að renna til þjóðarinnar og koma gjald fyrir nýtingu. Staðan nú? Enn ein þingnefndin sem segist stefna að því að leggja fram tillögu um breytingar á stjórnarskrá er varði auðlindir í þjóðareign. Tvennt ber að hafa í huga þar: Að staðið verði við þetta fyrirheit, og þjóðin láti ekki bjóða sér útþynnt og óljóst almennt orðalag sem gefur færi á því að smygla óheyrilegum auðæfum út um bakdyrnar í hendur á fámennum hagsmunahópi. Þessa vakt þarf að standa og hafa augu á hverjir reynast traustir bandamenn þjóðarhagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Traust á valdastofnunum, stjórnmálamönnum og -flokkum er í lágmarki meðal þjóðarinnar og engin furða. Vilji Íslendinga stendur til þess að þjóðareign á auðlindum okkar sé tryggð, en málið tafið endalaust. Samt er hér ákaflega mikið í húfi eins og ég rakti í fyrri grein um verðmæti auðlinda í þjóðareign. Þær eru að lágmarki 2.000 milljarðar króna – fjórar til sex milljónir á hvert mannsbarn hið minnsta Þessi auðæfi þarf að tryggja þjóðinni í stjórnarskrá um aldur og ævi.Margreynt Ekki skortir almennan vilja. En ákveðin hagsmunaöfl berjast gegn því að þjóðin tryggi sér auðlindirnar með æðstu lögum landsins. Engin önnur skýring er haldbær. Frá aldamótum hafa tvær opinberar auðlindanefndir lagt til skýrt ákvæði um þjóðareign. Stjórnarskrárnefnd sem starfaði 2005 hafði vilja til þess án niðurstöðu, þingmenn Framsóknarflokksins (2007/8) gerðu góðar tillögur. Minna má á að 2006 fluttu Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, tillögu um stjórnarskrárákvæði sem innihélt hugtakið „þjóðareign“ (þótt tillagan hafi gengið of skammt) og á þinginu 2008-9 kom svo enn fram tillaga og nú frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni, Birki Jónssyni og Guðjóni A. Kristinssyni þar sem var hamrað á hugtakinu um þjóðareign sem ekki mætti selja eða láta varanlega af hendi. Sáttanefndin um sjávarútveg árið 2010 vildi fá ákvæði í stjórnarskrá og kom þá í ljós að LÍÚ var því andvígt fyrir hönd útgerðarmanna sem virðast alveg einangraðir. Stjórnlagaráð tók skörulega á málinu í sínum tillögum og í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og skoðanakönnunum kom fram yfirgnæfandi vilji þjóðarinnar að fá ákvæði um þetta efni í stjórnarskrá. Þorvaldur Gylfason hefur rakið í mörgum greinum að sjá má áform um þetta efni marga áratugi aftur í tíma og koma við sögu menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Hvers vegna gerist þá ekkert? Eina rökrétta niðurstaðan er sú að vel skipulagðir og þröngir hagsmunir kringum sjávarútvegsauðlindina ætli að drepa málinu á dreif fram í rauðan dauðann og skapa sér að lokum „hefðarrétt“ til að eigna sér fiskinn í sjónum. Þetta er hin hörmulega staða málsins og hana skynjar þjóðin og traust hennar á valdamönnum og -stofnunum þverr.Tvær meginstefnur Fáir þora beinlínis að berjast gegn ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir, en lítill minnihluti virðist ætla að beita sér fyrir því að væntanlegt ákvæði verði bitlaust, óljóst og taki ekki á kjarna málsins sem er að naglfesta hugtakið „þjóðareign“. Á málþingi um auðlindir í þjóðareign í liðnum mánuði lýsti Svanfríður Jónasdóttir hvernig tillögur hafa mótast um að festa í sessi skilgreiningu á þjóðareign og hér er byggt á (sjá kynningu á www. landvernd.is). Hún sat einmitt í fyrri auðlindanefndinni undir forystu Jóhannesar Nordals sem sló tóninn og vildi tryggja hagsmuni þjóðarinnar og arðinn til hennar – eins og næstum allir aðrir sem komið hafa að málinu síðan – fyrir utan útgerðarmenn.Stjórnlagaráð og næsta skref Ef aðeins auðlindaákvæðið í tillögum stjórnlagaráðs hefði náðst í gegn á síðasta kjörtímabili hefði það verið erindisins virði. Það tókst ekki og því er ákvæði um auðlindir sem heyra undir almannavaldið ekki komið í stjórnarskrá, ákvæði eins og þetta: „…enginn getur fengið auðlindir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“ (Stjórnlagaráð). Ráðið var einnig efnislega sammála Nordalsnefndinni um að arðurinn af auðlindunum ætti að renna til þjóðarinnar og koma gjald fyrir nýtingu. Staðan nú? Enn ein þingnefndin sem segist stefna að því að leggja fram tillögu um breytingar á stjórnarskrá er varði auðlindir í þjóðareign. Tvennt ber að hafa í huga þar: Að staðið verði við þetta fyrirheit, og þjóðin láti ekki bjóða sér útþynnt og óljóst almennt orðalag sem gefur færi á því að smygla óheyrilegum auðæfum út um bakdyrnar í hendur á fámennum hagsmunahópi. Þessa vakt þarf að standa og hafa augu á hverjir reynast traustir bandamenn þjóðarhagsmuna.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun