Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. maí 2015 12:00 Sverrir Agnarsson á gólfi moskunnar í Feneyjum. „Það gekk frábærlega vel í dag. Full moska og við vorum með íslenskan imam, Ólaf Halldórsson, sem leiddi bæn. Tvö til þrjú hundruð manns voru í moskunni og það voru múslimar af öllum þjóðernum, aðallega túristar. Engin mótmæli voru í gangi og við heyrðum ekkert frá yfirvöldum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að aðstandendur íslenska verksins óttuðust mótmæli en ekkert varð af þeim í gær þrátt fyrir að auglýsingaspjöldum þess efnis hefði verið dreift um borgina. „Við erum ekki að svívirða neina kirkju. Þetta er ekki kirkja. Hún var afhelguð af páfa þegar hann var í Feneyjum og hefur verið lager síðustu 40 árin. Það hefur ekki komið nógu skýrt fram, ekkert er verið að vanhelga,“ segir Sverrir sem vill árétta þann misskilning sem hann segir hafa verið ríkjandi í fjölmiðlum og segir fjölmiðla erlendis hafa fiskað upp stemmingu gegn verkinu. „Pressan hefur verið að kvarta yfir því að þetta sé skipulagt bænahald en þetta bænahald var skipulagt fyrir 1400 árum. Múslimar biðja alltaf á sömu tímum,“ segir hann. „Við múslimar lítum á það sem svo að heimurinn geti verið moska. Það er engin athöfn til að helga mosku eða vanhelga. Maður getur beðið hvar sem er, líka í listaverki. Þetta er flottasta moska sem ég hef séð í Evrópu og þar af leiðandi biðjum við þar,“ segir Sverrir. Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Það gekk frábærlega vel í dag. Full moska og við vorum með íslenskan imam, Ólaf Halldórsson, sem leiddi bæn. Tvö til þrjú hundruð manns voru í moskunni og það voru múslimar af öllum þjóðernum, aðallega túristar. Engin mótmæli voru í gangi og við heyrðum ekkert frá yfirvöldum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að aðstandendur íslenska verksins óttuðust mótmæli en ekkert varð af þeim í gær þrátt fyrir að auglýsingaspjöldum þess efnis hefði verið dreift um borgina. „Við erum ekki að svívirða neina kirkju. Þetta er ekki kirkja. Hún var afhelguð af páfa þegar hann var í Feneyjum og hefur verið lager síðustu 40 árin. Það hefur ekki komið nógu skýrt fram, ekkert er verið að vanhelga,“ segir Sverrir sem vill árétta þann misskilning sem hann segir hafa verið ríkjandi í fjölmiðlum og segir fjölmiðla erlendis hafa fiskað upp stemmingu gegn verkinu. „Pressan hefur verið að kvarta yfir því að þetta sé skipulagt bænahald en þetta bænahald var skipulagt fyrir 1400 árum. Múslimar biðja alltaf á sömu tímum,“ segir hann. „Við múslimar lítum á það sem svo að heimurinn geti verið moska. Það er engin athöfn til að helga mosku eða vanhelga. Maður getur beðið hvar sem er, líka í listaverki. Þetta er flottasta moska sem ég hef séð í Evrópu og þar af leiðandi biðjum við þar,“ segir Sverrir.
Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00
„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23
Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06