Hilmar Árni komið að 91 prósent marka nýliðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2015 07:00 HIlmar Árni matar liðsfélaga sína í gríð og erg. vísir/Stefán Leiknismenn hafa skorað ellefu mörk í fyrstu níu umferðum Pepsi-deildar karla í sumar og þar með ellefu mörk í efstu deild frá upphafi. Í tíu þeirra hefur 23 ára Breiðhyltingur verið annaðhvort sá sem batt endahnútinn á sóknina eða átti þátt í að búa til færið fyrir félaga sína. Hilmar Árni Halldórsson hefur komið að tíu mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni í sumar og auk þess að vera markahæsti leikmaður Leiknisliðsins (ásamt Ólafi Hrannari Kristjánssyni) er hann sá leikmaður deildarinnar sem hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu níu umferðum tímabilsins. Hilmar Árni hefur gefið fimm stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild – einni fleiri en næstu menn sem eru Blikinn Kristinn Jónsson og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason. Eina markið sem Hilmar Árni hefur ekki komið að var mark Ólafs Hrannars úti í Eyjum en það mark lagði Amath Diedhiou upp. Auk þriggja marka og fimm stoðsendinga átti Hilmar Árni sendingu sem átti þátt í undirbúningi án þess að vera stoðsending og Hilmar Árni fiskaði einnig aukaspyrnu sem Charley Fomen skoraði beint úr. Hilmar Árni hefur átt þátt í fimm síðustu mörkum Leiknisliðsins í Pepsi-deildinni eða öllum mörkum liðsins í undanförnum fimm leikjum. Hilmar Árni tók fram úr Kristni með því að leggja upp mark fyrir Ólaf Hrannar Kristjánsson í 1-1 jafntefli Leiknis og Fylkis í 9. umferð en þeir voru jafnir fyrir leiki umferðarinnar. Jón Vilhelm Ákason lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri Skagamanna á Keflvíkingum og hefur nú átt stoðsendingu í helmingi marka Skagaliðsins til þessa í sumar. Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason hafa verið óberandi í efstu sætum þessa lista undanfarin sumur enda hafa þeir skipst á að vinna undanfarin fjögur sumur og eru svo sem ekki langt undan með þrjár stoðsendingar hvor. Ólaf vantar nú aðeins tvær stoðsendingar til að ná Tryggva Guðmundssyni í 2. sætinu yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar síðan að þær voru fyrst teknar saman sumarið 1992.Allt úr hornspyrnum Hilmar Árni Halldórsson hefur gefið allar fimm stoðsendingar sínar beint úr hornspyrnum en bæði Kristinn og Jón Vilhelm hafa gefið allar sínar stoðsendingar í opnum leik. Aðeins einn annar leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri en eina stoðsendingu úr hornspyrnu til þess í sumar en það er FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson sem hefur gefið tvær stoðsendingar beint úr horni. Í raun hefur Hilmar Árni gefið helming þeirra stoðsendinga í Pepsi-deildinni sem hafa komið úr hornspyrnum í fyrstu níu umferðunum og það er ljóst á þessu að það er stórhættulegt að fá á sig horn á móti Leikni í Pepsi-deildinni. Það skiptir ekki máli hvort Hilmar Árni tekur hornspyrnuna vinstra megin eða hægra megin því þrjú hornanna voru frá vinstri og tvö frá hægri. Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað tvö þessara marka en hin hafa skorað þeir Kolbeinn Kárason, Halldór Kristinn Halldórsson og Sindri Björnsson. Ólafur Hrannar er kannski ekki sá hæsti í Leiknisliðinu en gullnar hornspyrnur Hilmars Árna hafa fundið hann tvisvar sinnum. Leiknismenn „földu“ Hilmar Árna í 1. deildinni síðustu ár og hefði hann eflaust getað stigið mun fyrr þetta skref. Hann hélt hins vegar trúnaði við sitt félag og er heldur betur mikilvægur í frumraun Leiknisliðsins meðal þeirra bestu.Stoðsendingahæstir í Pepsi-deildinni: Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 5 Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 4 Jón Vilhelm Ákason, ÍA - 4 Sören Frederiksen, KR - 3 Jacob Toppel Schoop, KR - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 3 Heiðar Ægisson, Stjörnunni - 3 Atli Guðnason, FH3 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 3 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Leiknismenn hafa skorað ellefu mörk í fyrstu níu umferðum Pepsi-deildar karla í sumar og þar með ellefu mörk í efstu deild frá upphafi. Í tíu þeirra hefur 23 ára Breiðhyltingur verið annaðhvort sá sem batt endahnútinn á sóknina eða átti þátt í að búa til færið fyrir félaga sína. Hilmar Árni Halldórsson hefur komið að tíu mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni í sumar og auk þess að vera markahæsti leikmaður Leiknisliðsins (ásamt Ólafi Hrannari Kristjánssyni) er hann sá leikmaður deildarinnar sem hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu níu umferðum tímabilsins. Hilmar Árni hefur gefið fimm stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild – einni fleiri en næstu menn sem eru Blikinn Kristinn Jónsson og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason. Eina markið sem Hilmar Árni hefur ekki komið að var mark Ólafs Hrannars úti í Eyjum en það mark lagði Amath Diedhiou upp. Auk þriggja marka og fimm stoðsendinga átti Hilmar Árni sendingu sem átti þátt í undirbúningi án þess að vera stoðsending og Hilmar Árni fiskaði einnig aukaspyrnu sem Charley Fomen skoraði beint úr. Hilmar Árni hefur átt þátt í fimm síðustu mörkum Leiknisliðsins í Pepsi-deildinni eða öllum mörkum liðsins í undanförnum fimm leikjum. Hilmar Árni tók fram úr Kristni með því að leggja upp mark fyrir Ólaf Hrannar Kristjánsson í 1-1 jafntefli Leiknis og Fylkis í 9. umferð en þeir voru jafnir fyrir leiki umferðarinnar. Jón Vilhelm Ákason lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri Skagamanna á Keflvíkingum og hefur nú átt stoðsendingu í helmingi marka Skagaliðsins til þessa í sumar. Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason hafa verið óberandi í efstu sætum þessa lista undanfarin sumur enda hafa þeir skipst á að vinna undanfarin fjögur sumur og eru svo sem ekki langt undan með þrjár stoðsendingar hvor. Ólaf vantar nú aðeins tvær stoðsendingar til að ná Tryggva Guðmundssyni í 2. sætinu yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar síðan að þær voru fyrst teknar saman sumarið 1992.Allt úr hornspyrnum Hilmar Árni Halldórsson hefur gefið allar fimm stoðsendingar sínar beint úr hornspyrnum en bæði Kristinn og Jón Vilhelm hafa gefið allar sínar stoðsendingar í opnum leik. Aðeins einn annar leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri en eina stoðsendingu úr hornspyrnu til þess í sumar en það er FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson sem hefur gefið tvær stoðsendingar beint úr horni. Í raun hefur Hilmar Árni gefið helming þeirra stoðsendinga í Pepsi-deildinni sem hafa komið úr hornspyrnum í fyrstu níu umferðunum og það er ljóst á þessu að það er stórhættulegt að fá á sig horn á móti Leikni í Pepsi-deildinni. Það skiptir ekki máli hvort Hilmar Árni tekur hornspyrnuna vinstra megin eða hægra megin því þrjú hornanna voru frá vinstri og tvö frá hægri. Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað tvö þessara marka en hin hafa skorað þeir Kolbeinn Kárason, Halldór Kristinn Halldórsson og Sindri Björnsson. Ólafur Hrannar er kannski ekki sá hæsti í Leiknisliðinu en gullnar hornspyrnur Hilmars Árna hafa fundið hann tvisvar sinnum. Leiknismenn „földu“ Hilmar Árna í 1. deildinni síðustu ár og hefði hann eflaust getað stigið mun fyrr þetta skref. Hann hélt hins vegar trúnaði við sitt félag og er heldur betur mikilvægur í frumraun Leiknisliðsins meðal þeirra bestu.Stoðsendingahæstir í Pepsi-deildinni: Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 5 Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 4 Jón Vilhelm Ákason, ÍA - 4 Sören Frederiksen, KR - 3 Jacob Toppel Schoop, KR - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 3 Heiðar Ægisson, Stjörnunni - 3 Atli Guðnason, FH3 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 3
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira