Gerðardómur yfirleitt skipaður með hraði Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Um 500 manns sóttu baráttufund BHM í Rúgbrauðsgerðinni þegar verkföll voru á sjöundu viku. Rúmum þrem vikum síðar voru verkföll BHM stöðvuð með lögum frá Alþingi. Fréttablaðið/Vilhelm Engir fundir eða viðræður hafa átt sér stað milli samninganefnda BHM og ríkisins frá fundi sem ríkissáttasemjari boðaði til í kjaradeilunni á miðvikudaginn fyrir viku síðan. Úr því ekki samdist fyrir mánaðamót ber Hæstarétti, samkvæmt lögum sem sett voru á verkfall aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga, að skipa gerðardóm sem úrskurðar um kjörin. Rétt fyrir mánaðamótin sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM ansi fátt benda til þess að tilboð kæmi frá ríkinu. „Það er alla vega ekkert að gerast og ekkert sem bendir til að það fari neitt að gerast,“ sagði hann hann. Mál BHM á hendur ríkinu verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí næstkomandi. Páll segir markmiðið með málshöfðuninni skýra. „Við viljum auðvitað bara sjá þessum ólögum hnekkt.“ Í samantekt um stöðuna í kjaradeilu BHM og ríkisins, á vef BHM, er bent á að inn í lögin hafi verið skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms. „Og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er venjan sú að gengið sé mjög hratt til verka við skipan gerðardóms, enda þurfi dómurinn, samkvæmt lögunum sem sett voru 13. júní, að skila úrskurði sínum eigi síðar en 15. ágúst.GerðardómurinnÍ annarri grein laga um kjaramál stéttarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga (nr. 31/2015) segir að hafi ekki verið skrifað undir kjarasamning fyrir 1. júlí skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skuli fyrir 15. ágúst ákveða kaup og kjör félagsmanna. „Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins og kallar sá dóminn saman,“ segir í lögunum. Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Engir fundir eða viðræður hafa átt sér stað milli samninganefnda BHM og ríkisins frá fundi sem ríkissáttasemjari boðaði til í kjaradeilunni á miðvikudaginn fyrir viku síðan. Úr því ekki samdist fyrir mánaðamót ber Hæstarétti, samkvæmt lögum sem sett voru á verkfall aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga, að skipa gerðardóm sem úrskurðar um kjörin. Rétt fyrir mánaðamótin sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM ansi fátt benda til þess að tilboð kæmi frá ríkinu. „Það er alla vega ekkert að gerast og ekkert sem bendir til að það fari neitt að gerast,“ sagði hann hann. Mál BHM á hendur ríkinu verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí næstkomandi. Páll segir markmiðið með málshöfðuninni skýra. „Við viljum auðvitað bara sjá þessum ólögum hnekkt.“ Í samantekt um stöðuna í kjaradeilu BHM og ríkisins, á vef BHM, er bent á að inn í lögin hafi verið skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms. „Og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er venjan sú að gengið sé mjög hratt til verka við skipan gerðardóms, enda þurfi dómurinn, samkvæmt lögunum sem sett voru 13. júní, að skila úrskurði sínum eigi síðar en 15. ágúst.GerðardómurinnÍ annarri grein laga um kjaramál stéttarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga (nr. 31/2015) segir að hafi ekki verið skrifað undir kjarasamning fyrir 1. júlí skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skuli fyrir 15. ágúst ákveða kaup og kjör félagsmanna. „Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins og kallar sá dóminn saman,“ segir í lögunum.
Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira