Innlent

Börn í Nepal upplifa ótta

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Mannskæður jarðskjálfti reið yfir Nepal í lok apríl.
Mannskæður jarðskjálfti reið yfir Nepal í lok apríl. fréttablaðið/epa
Mörg börn á jarðskjálftasvæðinu í Nepal upplifa ótta og óöryggi vegna þeirra aðstæðna sem þau búa við eftir jarðskjálftana sem þar ollu mikilli eyðileggingu í lok apríl á þessu ári. Þetta kemur fram í fjölda viðtala sem UNICEF og samstarfsaðilar tóku við börn á svæðinu. Rætt var við nærri 2.000 börn.

Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal stendur enn og hafa fjölmargir skráð sig í áheitahlaup fyrir UNICEF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×