Um utanríkismál Elín Hirst skrifar 26. janúar 2016 07:00 Sú ákvörðun að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi er afar þýðingarmikil. Ísland grípur til aðgerða, eins og viðskiptaþvingana, með öðrum ríkjum þegar framin eru svo alvarleg brot á alþjóðalögum og sáttmálum, sem innlimun Krímskaga og hernaðurinn í Úkraínu eru. Ríki hafa yfir fáum öðrum úrræðum að ráða gagnvart hinum brotlega en viðskiptaþvingunum ef ekki á að beita vopnavaldi. Við getum að sjálfsögðu ekki talað tveimur tungum hvað varðar virðingu okkar fyrir alþjóðalögum. Sem smáríki byggjum við afkomu okkar að miklum hluta á fiskveiðum og eigum því allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virtir. Það er alveg ljóst að Rússar fylgjast vel með framgangi þessara mála og umræðunni hér á landi um þessi mál. Þeir vilja að sjálfsögðu mikið til vinna svo reka megi fleyg í samstöðu vesturveldanna í þessu máli og það má ekki með nokkru móti gerast. Það hefur verið kjarni utanríkisstefnu Íslands í áratugi að eiga samvinnu og samleið með vestrænum lýðræðisríkjum, enda hefur það margoft sýnt sig að þar er hagsmunum okkar best borgið og þar erum við í hópi þjóða sem við getum borið okkur saman við þegar kemur að mikilvægum lýðræðislegum gildum. Hvernig getum við ætlast til þess, ef við segðum nú skilið við bandamenn okkar í aðgerðum þeirra gegn einhverjum alvarlegustu atburðum í utanríkismálum Evrópu um áraraðir, að þeir komi okkur til aðstoðar ef á okkur er ráðist? Hvað er rétt að gera og hvar liggja mikilvægustu hagsmunir okkar? Svarið er augljóst í mínum huga. Við verðum að sjálfsögðu að taka hagsmuni, svo sem öryggi lands og þjóðar, fram yfir viðskiptahagsmuni, þrátt fyrir að það sé auðvitað bölvað að missa tekjur á Rússlandsmarkaði. En það ber að hrósa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir dugnað við að finna nýja markaði fyrir þær vörur sem sem áður voru seldar til Rússlands, og laga sig þannig að breyttum aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi er afar þýðingarmikil. Ísland grípur til aðgerða, eins og viðskiptaþvingana, með öðrum ríkjum þegar framin eru svo alvarleg brot á alþjóðalögum og sáttmálum, sem innlimun Krímskaga og hernaðurinn í Úkraínu eru. Ríki hafa yfir fáum öðrum úrræðum að ráða gagnvart hinum brotlega en viðskiptaþvingunum ef ekki á að beita vopnavaldi. Við getum að sjálfsögðu ekki talað tveimur tungum hvað varðar virðingu okkar fyrir alþjóðalögum. Sem smáríki byggjum við afkomu okkar að miklum hluta á fiskveiðum og eigum því allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virtir. Það er alveg ljóst að Rússar fylgjast vel með framgangi þessara mála og umræðunni hér á landi um þessi mál. Þeir vilja að sjálfsögðu mikið til vinna svo reka megi fleyg í samstöðu vesturveldanna í þessu máli og það má ekki með nokkru móti gerast. Það hefur verið kjarni utanríkisstefnu Íslands í áratugi að eiga samvinnu og samleið með vestrænum lýðræðisríkjum, enda hefur það margoft sýnt sig að þar er hagsmunum okkar best borgið og þar erum við í hópi þjóða sem við getum borið okkur saman við þegar kemur að mikilvægum lýðræðislegum gildum. Hvernig getum við ætlast til þess, ef við segðum nú skilið við bandamenn okkar í aðgerðum þeirra gegn einhverjum alvarlegustu atburðum í utanríkismálum Evrópu um áraraðir, að þeir komi okkur til aðstoðar ef á okkur er ráðist? Hvað er rétt að gera og hvar liggja mikilvægustu hagsmunir okkar? Svarið er augljóst í mínum huga. Við verðum að sjálfsögðu að taka hagsmuni, svo sem öryggi lands og þjóðar, fram yfir viðskiptahagsmuni, þrátt fyrir að það sé auðvitað bölvað að missa tekjur á Rússlandsmarkaði. En það ber að hrósa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir dugnað við að finna nýja markaði fyrir þær vörur sem sem áður voru seldar til Rússlands, og laga sig þannig að breyttum aðstæðum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar