Yfir 90 prósent EM-fara fengu heimild á kortið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2016 16:13 Strákarnir okkar spila á stórmóti í fyrsta skipti í sumar. Vísir/Vilhelm „Heilt yfir virðist þetta hafa gengið býsna vel,“ segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfusviðs hjá Valitor. Fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa í dag fengið að vita hvort miðarnir, sem þeir sóttu um á dögunum, væru þeirra.Kaupendur hafa margir hverjir fengið staðfestinguna frá aðilanum sem sér um miðasöluna fyrir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, í dag. Bergsveinn segist ekki vita fyrir víst hvort allar beiðnirnar séu komnar í gegn en það sé eins og þær komi í skömmtum. Þau hjá Valitor höfðu tekið saman tölfræði yfir miðamálin seinni partinn og töldu að kaupin hefðu gengið í gegn hjá yfir 90 prósent þeirra sem sóttu um miða. Um átta prósent virtust hafa fengið synjun og væri þá yfirleitt um að ræða það vandamál að heimild reyndist ekki nógu há.Ekki besti tími mánaðarins Bergsveinn segir greinilegt að korthafar hafi flestir gert ráðstafanir enda hafi kaupendur fengið skýr skilaboð um að gæta að því að heimildin væri nóg mikil. Gengi greiðslan ekki í gegn þá fengi fólk ekki miðana. Einnig sé gott að þetta hafi gengið í gegn hjá svo afgerandi meirihluta fólks en mánaðarmót sem sé ekki endilega besti tíminn til að skuldfæra. Hann segir nokkur þúsund greiðslur vera komnar í gegn en hann hafi ekki yfirlit hve mikið sé enn í pípunum. Rétt er að taka fram að tölfræðin nær að sjálfsögðu aðeins til notenda VISA greiðslukorta en vafalítið hafa fjölmargir einnig sótt um miða og greitt fyrir með annars konar greiðslukorti, s.s. Mastercard eða American Express. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í Frakklandi: Greiðslukortin straujuð Var heimild á kortinu? 2. febrúar 2016 14:06 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
„Heilt yfir virðist þetta hafa gengið býsna vel,“ segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfusviðs hjá Valitor. Fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa í dag fengið að vita hvort miðarnir, sem þeir sóttu um á dögunum, væru þeirra.Kaupendur hafa margir hverjir fengið staðfestinguna frá aðilanum sem sér um miðasöluna fyrir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, í dag. Bergsveinn segist ekki vita fyrir víst hvort allar beiðnirnar séu komnar í gegn en það sé eins og þær komi í skömmtum. Þau hjá Valitor höfðu tekið saman tölfræði yfir miðamálin seinni partinn og töldu að kaupin hefðu gengið í gegn hjá yfir 90 prósent þeirra sem sóttu um miða. Um átta prósent virtust hafa fengið synjun og væri þá yfirleitt um að ræða það vandamál að heimild reyndist ekki nógu há.Ekki besti tími mánaðarins Bergsveinn segir greinilegt að korthafar hafi flestir gert ráðstafanir enda hafi kaupendur fengið skýr skilaboð um að gæta að því að heimildin væri nóg mikil. Gengi greiðslan ekki í gegn þá fengi fólk ekki miðana. Einnig sé gott að þetta hafi gengið í gegn hjá svo afgerandi meirihluta fólks en mánaðarmót sem sé ekki endilega besti tíminn til að skuldfæra. Hann segir nokkur þúsund greiðslur vera komnar í gegn en hann hafi ekki yfirlit hve mikið sé enn í pípunum. Rétt er að taka fram að tölfræðin nær að sjálfsögðu aðeins til notenda VISA greiðslukorta en vafalítið hafa fjölmargir einnig sótt um miða og greitt fyrir með annars konar greiðslukorti, s.s. Mastercard eða American Express.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í Frakklandi: Greiðslukortin straujuð Var heimild á kortinu? 2. febrúar 2016 14:06 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira