Öfugmælavísur forsætisráðherra Kári Stefánsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudaginn hófust samræður milli Steingríms J. Sigfússonar og Sigmundar Davíðs sem byrjuðu með hrinu af spurningum frá þeim fyrrnefnda. Eins og vill henda samskipti á þeim vinnustað enduðu þau með því að hljóma eins og að blindur maður væri að tala við heyrnarlausan sem svaraði á táknmáli. Engu að síður voru samskiptin athyglisverð og gætu reynst söguleg. Í það minnsta sýna þau gjörla hvað valdastólarnir geta reynst hættulegir heilbrigðri hugsun. Spyrillinn er fyrrverandi fjármálaráðherra sem á sínum tíma lagði fram fyrra Icesave-frumvarpið sem var hent út í hafsauga af fólkinu í landinu. Svarandinn er sá sem leiddi baráttuna gegn frumvarpinu. Spyrillinn er líka sá sem lagði fram seinna Icesave-frumvarpið sem bar með sér að hann hafði algjörlega hunsað vilja fólksins eða ekki haft fyrir því að hlusta á hann. Seinna frumvarpinu var líka hafnað af fólkinu með slíkum mun að eðlilegt hefði verið að Hjálpræðisherinn byði fjármálaráðherra áfallahjálp. Baráttan gegn seinna frumvarpinu var líka leidd af manninum sem stóð fyrir svörum á mánudaginn. Í þeirri baráttu sagði hann oftar en einu sinni að fjármálaráðherra væri nær að hlusta á vilja fólksins í landinu. Víkur nú sögunni aftur til mánudags þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi var orðinn óbreyttur þingmaður sem bar fram fyrirspurn um það hvernig ríkisstjórnin muni bregðast við ákalli þjóðarinnar um aukna fjármuni til heilbrigðismála. Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama. Það vill nefnilega svo til að 77 þúsund atkvæðisbærir einstaklingar hafa skrifað undir kröfu sem segir bókstaflega að þeir séu á þeirri skoðun að ríkisstjórnin hafi ekki forgangsraðað í þágu heilbrigðismála en þurfi að gera það. Allra þessara undirskrifta var aflað eftir að fjárlög fyrir árið 2016 voru samþykkt þannig að undirskriftirnar ber að skoða að hluta til sem dóm yfir þeim. Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…?höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna. Síðasta framlag forsætisráðherra til þessara samskipta við Steingrím Joð var að sá ætti að gleðjast yfir þeim viðsnúningi í heilbrigðismálum sem hafi náðst frá því hann sat í ríkisstjórn. Enn einu sinni hunsar forsætisráðherra skoðun þjóðarinnar sem er sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt sínu hlutverki, það sé margar þingmannaleiðir frá viðsnúningi og það þurfi meiriháttar fjármagn til þess að rétta það af. Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flínkastir manna við að smíða öfugmælavísur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudaginn hófust samræður milli Steingríms J. Sigfússonar og Sigmundar Davíðs sem byrjuðu með hrinu af spurningum frá þeim fyrrnefnda. Eins og vill henda samskipti á þeim vinnustað enduðu þau með því að hljóma eins og að blindur maður væri að tala við heyrnarlausan sem svaraði á táknmáli. Engu að síður voru samskiptin athyglisverð og gætu reynst söguleg. Í það minnsta sýna þau gjörla hvað valdastólarnir geta reynst hættulegir heilbrigðri hugsun. Spyrillinn er fyrrverandi fjármálaráðherra sem á sínum tíma lagði fram fyrra Icesave-frumvarpið sem var hent út í hafsauga af fólkinu í landinu. Svarandinn er sá sem leiddi baráttuna gegn frumvarpinu. Spyrillinn er líka sá sem lagði fram seinna Icesave-frumvarpið sem bar með sér að hann hafði algjörlega hunsað vilja fólksins eða ekki haft fyrir því að hlusta á hann. Seinna frumvarpinu var líka hafnað af fólkinu með slíkum mun að eðlilegt hefði verið að Hjálpræðisherinn byði fjármálaráðherra áfallahjálp. Baráttan gegn seinna frumvarpinu var líka leidd af manninum sem stóð fyrir svörum á mánudaginn. Í þeirri baráttu sagði hann oftar en einu sinni að fjármálaráðherra væri nær að hlusta á vilja fólksins í landinu. Víkur nú sögunni aftur til mánudags þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi var orðinn óbreyttur þingmaður sem bar fram fyrirspurn um það hvernig ríkisstjórnin muni bregðast við ákalli þjóðarinnar um aukna fjármuni til heilbrigðismála. Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama. Það vill nefnilega svo til að 77 þúsund atkvæðisbærir einstaklingar hafa skrifað undir kröfu sem segir bókstaflega að þeir séu á þeirri skoðun að ríkisstjórnin hafi ekki forgangsraðað í þágu heilbrigðismála en þurfi að gera það. Allra þessara undirskrifta var aflað eftir að fjárlög fyrir árið 2016 voru samþykkt þannig að undirskriftirnar ber að skoða að hluta til sem dóm yfir þeim. Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…?höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna. Síðasta framlag forsætisráðherra til þessara samskipta við Steingrím Joð var að sá ætti að gleðjast yfir þeim viðsnúningi í heilbrigðismálum sem hafi náðst frá því hann sat í ríkisstjórn. Enn einu sinni hunsar forsætisráðherra skoðun þjóðarinnar sem er sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt sínu hlutverki, það sé margar þingmannaleiðir frá viðsnúningi og það þurfi meiriháttar fjármagn til þess að rétta það af. Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flínkastir manna við að smíða öfugmælavísur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun