PSG fer með eins marks forskot til Lundúna | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2016 21:30 Zlatan Ibrahimovic fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Paris Saint-Germain vann Chelsea, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar. Frakklandsmeistaranir byrjuðu mjög vel og létu skotum rigna á mark Chelsea. Flest voru þó nokkuð auðveld viðureignar fyrir Thibaut Courtois í marki Englandsmeistaranna. PSG uppskar mark á 39. mínútu fyrri hálfleiks en skúrkurinn í því að hálfu Chelsea var Nígeríumaðurinn Jon Obi Mikel. Miðjumaðurinn braut á Lucas Moura rétt fyrir utan teig Chelsea sem varð þess valdandi að heimamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Obi Mikel stillti sér upp í varnarvegginn en sneri svo upp á líkamann þegar Zlatan Ibrahimovic skaut með þeim afleiðingum að boltinn fór af honum og í netið, óverjandi fyrir Courtois sem var farinn í hitt hornið, 1-0. Nígeríumaðurinn borgaði þó fyrir mistökin með flautumarki í fyrri hálfleik, en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Jon Obi Mikel af stuttu færi eftir hornspyrnu, 1-1. Jon Obi Mikel skoraði ekki mark í fyrstu 54 Meistaradeildarleikjum sínum en er nú búinn að skora tvö í síðustu fjórum. Parísarliðið var betri aðilinn í seinni hálfleik þó bæði lið fengu færi til að skora. PSG tók þó aftur forystuna á 78. mínútu þegar varamaðurinn Edison Cavani afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu frá fyrrverandi Manchester United-manninum, Ángel di María, 2-1. Það urðu lokatölur leiksins og fer PSG því með eins marks forskot til Lundúna, en engu að síður ekki slæm úrslit fyrir Chelsea að ná útivallarmarki.Zlatan kemur PSG yfir beint úr aukaspyrnu: Jon Obi Mikel jafnar fyrir Chelsea í 1-1: Edison Cavani kemur PSG í 2-1: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Paris Saint-Germain vann Chelsea, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar. Frakklandsmeistaranir byrjuðu mjög vel og létu skotum rigna á mark Chelsea. Flest voru þó nokkuð auðveld viðureignar fyrir Thibaut Courtois í marki Englandsmeistaranna. PSG uppskar mark á 39. mínútu fyrri hálfleiks en skúrkurinn í því að hálfu Chelsea var Nígeríumaðurinn Jon Obi Mikel. Miðjumaðurinn braut á Lucas Moura rétt fyrir utan teig Chelsea sem varð þess valdandi að heimamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Obi Mikel stillti sér upp í varnarvegginn en sneri svo upp á líkamann þegar Zlatan Ibrahimovic skaut með þeim afleiðingum að boltinn fór af honum og í netið, óverjandi fyrir Courtois sem var farinn í hitt hornið, 1-0. Nígeríumaðurinn borgaði þó fyrir mistökin með flautumarki í fyrri hálfleik, en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Jon Obi Mikel af stuttu færi eftir hornspyrnu, 1-1. Jon Obi Mikel skoraði ekki mark í fyrstu 54 Meistaradeildarleikjum sínum en er nú búinn að skora tvö í síðustu fjórum. Parísarliðið var betri aðilinn í seinni hálfleik þó bæði lið fengu færi til að skora. PSG tók þó aftur forystuna á 78. mínútu þegar varamaðurinn Edison Cavani afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu frá fyrrverandi Manchester United-manninum, Ángel di María, 2-1. Það urðu lokatölur leiksins og fer PSG því með eins marks forskot til Lundúna, en engu að síður ekki slæm úrslit fyrir Chelsea að ná útivallarmarki.Zlatan kemur PSG yfir beint úr aukaspyrnu: Jon Obi Mikel jafnar fyrir Chelsea í 1-1: Edison Cavani kemur PSG í 2-1:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30