Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Una Sighvatsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 20:00 Áætluð verklok á Húsi íslenskra fræða eru eftir einn mánuð, samkvæmt skilti sem reist var þegar grunnurinn var tekinn árið 2013. Nú þremur árum síðar hefur ekkert gerst og málið er enn fast á Alþingi. Það má heita kaldhæðnislegt að handan við hornið rís nú nýtt hús fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, á meðan ekkert bólar á húsi íslenskunnar. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, segir að glataður tími þýði glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og tungu. „Af því að í húsinu verður miðstöð íslenskunnar í heiminum eiginlega og þar verður til dæmis handritunum búinn þetta glæsilega sýningarrými sem okkur vantar og höfum ekki í dag. Nú streyma til landsins ferðamenn alls staðar að og vilja auðvitað sjá okkar helstu þjóðardýrgripi eins og við viljum þegar við förum til Aþenu eða Kaíró, en nú eru þessir gripir bara í geymslu," segir Guðrún.Svona á Hús íslenskra fræða að líta út fullgert samkvæmt teikningum, en upphaflega voru áætluð verklok í mars 2016. Grunnurinn stendur hinsvegar enn tómur.Þegar Danir afhentu handritin fyrir 45 árum var þeim búin geymsla í Árnagarði, en þar var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu fyrir almenning. „Nú á dögum viljum við auðvitað miðla handritunum. Þau eru komin á heimsminjaskrá UNESCO, og þetta er heimsarfur, þetta er ekki bara okkar einkamál. Þannig að okkur ber skylda til að miðla þeim til allra þeirra sem hafa áhuga á og það viljum við og brennum í skinninu að fá að gera það." Tillaga forsætisráðherra, um að húsið verði klárað fyrir hundrað ára afmæli fullveldis 1918, hefur nú beðið afgreiðslu ríkisstjórnarflokkanna í tæpt ár. Á meðan er algjör biðstaða í húsgrunninum sem gárungarnir nefna Holu íslenskra fræða, en um hana orti Bjarki Karlsson svo frægt varð: Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa, horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa, heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa. Ferðamennska á Íslandi Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Áætluð verklok á Húsi íslenskra fræða eru eftir einn mánuð, samkvæmt skilti sem reist var þegar grunnurinn var tekinn árið 2013. Nú þremur árum síðar hefur ekkert gerst og málið er enn fast á Alþingi. Það má heita kaldhæðnislegt að handan við hornið rís nú nýtt hús fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, á meðan ekkert bólar á húsi íslenskunnar. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, segir að glataður tími þýði glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og tungu. „Af því að í húsinu verður miðstöð íslenskunnar í heiminum eiginlega og þar verður til dæmis handritunum búinn þetta glæsilega sýningarrými sem okkur vantar og höfum ekki í dag. Nú streyma til landsins ferðamenn alls staðar að og vilja auðvitað sjá okkar helstu þjóðardýrgripi eins og við viljum þegar við förum til Aþenu eða Kaíró, en nú eru þessir gripir bara í geymslu," segir Guðrún.Svona á Hús íslenskra fræða að líta út fullgert samkvæmt teikningum, en upphaflega voru áætluð verklok í mars 2016. Grunnurinn stendur hinsvegar enn tómur.Þegar Danir afhentu handritin fyrir 45 árum var þeim búin geymsla í Árnagarði, en þar var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu fyrir almenning. „Nú á dögum viljum við auðvitað miðla handritunum. Þau eru komin á heimsminjaskrá UNESCO, og þetta er heimsarfur, þetta er ekki bara okkar einkamál. Þannig að okkur ber skylda til að miðla þeim til allra þeirra sem hafa áhuga á og það viljum við og brennum í skinninu að fá að gera það." Tillaga forsætisráðherra, um að húsið verði klárað fyrir hundrað ára afmæli fullveldis 1918, hefur nú beðið afgreiðslu ríkisstjórnarflokkanna í tæpt ár. Á meðan er algjör biðstaða í húsgrunninum sem gárungarnir nefna Holu íslenskra fræða, en um hana orti Bjarki Karlsson svo frægt varð: Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa, horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa, heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa.
Ferðamennska á Íslandi Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“