Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Snærós Sindradóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Þúsundir mynda af ungum stúlkum eru í dreifingu á netinu. Umfangið kom félagsfræðingnum Hildi Friðriksdóttur mjög á óvart. Visir/Getty „Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ segir Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur sem í dag heldur erindi á vegum Háskólans á Akureyri um rannsókn sína á hrelliklámsíðu. Vefsíðan komst í hámæli árið 2014 en nú er komin 41 síða með íslensku efni á vefsvæðið. Hildur skoðaði 10 síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Við getum í raun margfaldað þá tölu með rúmlega fjórum til að fá heildarmagnið sem er í umferð á þessu svæði,“ segir Hildur. Í kjölfarið tók hún saman hvað væru nektarmyndir og hvað ekki. „Ég setti það skilyrði að það sæist í brjóst, kynfæri eða rass. Það voru 148 myndir sem féllu undir þá skilgreiningu. Þrjátíu prósent af þessum myndum sem eru í umferð eru nektarmyndir eða sýna kynferðislegt athæfi.“Hildur FriðriksdóttirHún segir það hafa komið sér á óvart að meirihluti myndanna er í raun notaður í þeim tilgangi að skiptast á þeim á öðrum vettvangi. Þannig setur notandi inn til dæmis andlitsmynd af stelpu og ýmist segist eiga myndir af henni sem hann láti af hendi í skiptum fyrir myndir af öðrum, eða notendur óska eftir myndum af tiltekinni stúlku. Myndunum er svo deilt í gegnum tölvupóst eða aðra samfélagsmiðla. Því má ætla að umfang sendinganna sé töluvert meira en kemur fram bara á síðunni. „Þegar ég áttaði mig á því að aðaldreifingin virðist fara fram í gegnum Snapchat skildi ég að hugsanlega er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hugsanlega eru fleiri þúsund myndir í umferð í prívatdreifingu. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Hildur flokkaði líka þær stúlkur sem voru nafngreindar eða aldursgreindar. „Það voru 172 stelpur nafngreindar og 33 voru aldursgreindar. Menn á þessum hrelliklámsíðum nota þá taktík að láta fylgja með sem mestar persónuupplýsingar um viðkomandi til að hámarka skaðann. Af þeim 33 sem voru aldursgreindar voru 25 undir lögaldri og tólf voru á grunnskólaaldri, sú yngsta 13 ára.“ Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
„Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ segir Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur sem í dag heldur erindi á vegum Háskólans á Akureyri um rannsókn sína á hrelliklámsíðu. Vefsíðan komst í hámæli árið 2014 en nú er komin 41 síða með íslensku efni á vefsvæðið. Hildur skoðaði 10 síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Við getum í raun margfaldað þá tölu með rúmlega fjórum til að fá heildarmagnið sem er í umferð á þessu svæði,“ segir Hildur. Í kjölfarið tók hún saman hvað væru nektarmyndir og hvað ekki. „Ég setti það skilyrði að það sæist í brjóst, kynfæri eða rass. Það voru 148 myndir sem féllu undir þá skilgreiningu. Þrjátíu prósent af þessum myndum sem eru í umferð eru nektarmyndir eða sýna kynferðislegt athæfi.“Hildur FriðriksdóttirHún segir það hafa komið sér á óvart að meirihluti myndanna er í raun notaður í þeim tilgangi að skiptast á þeim á öðrum vettvangi. Þannig setur notandi inn til dæmis andlitsmynd af stelpu og ýmist segist eiga myndir af henni sem hann láti af hendi í skiptum fyrir myndir af öðrum, eða notendur óska eftir myndum af tiltekinni stúlku. Myndunum er svo deilt í gegnum tölvupóst eða aðra samfélagsmiðla. Því má ætla að umfang sendinganna sé töluvert meira en kemur fram bara á síðunni. „Þegar ég áttaði mig á því að aðaldreifingin virðist fara fram í gegnum Snapchat skildi ég að hugsanlega er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hugsanlega eru fleiri þúsund myndir í umferð í prívatdreifingu. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Hildur flokkaði líka þær stúlkur sem voru nafngreindar eða aldursgreindar. „Það voru 172 stelpur nafngreindar og 33 voru aldursgreindar. Menn á þessum hrelliklámsíðum nota þá taktík að láta fylgja með sem mestar persónuupplýsingar um viðkomandi til að hámarka skaðann. Af þeim 33 sem voru aldursgreindar voru 25 undir lögaldri og tólf voru á grunnskólaaldri, sú yngsta 13 ára.“
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira