Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Þórdís Valsdóttir skrifar 16. mars 2016 07:00 Breivik leiddur inn í salinn í gærmorgun. Hann heilsaði stuttu síðar með nasistakveðju. Vísir/EPA Réttarhöld í máli fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu hófust í gær. Breivik heldur því fram að sú meðferð sem hann sætir brjóti gegn tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og höfðaði af þeim sökum mál gegn norska ríkinu. Þegar fjöldamorðinginn mætti fyrir rétt í gærmorgun heilsaði hann með nasistakveðju, en sagði ekki orð. Í öryggisskyni eru réttarhöldin haldin í íþróttasal í Skien-fangelsinu, þar sem Breivik afplánar fangelsisdóm sinn. Breivik segist þjást af einangrunarskaða og telur sig sæta ómannlegri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011.Skien fangelsið er staðsett rúmlega 100 kílómetra fyrir utan Ósló. Réttarhöldin eru haldin í íþróttahúsi fangelsisins í öryggisskyni. Fréttablaðið/EPADómsmálaráðherra Noregs hefur haldið því staðfastlega fram að morðinginn sæti ekki illri meðferð. Hann hefur bent á að allur aðbúnaður Breiviks sé í takt við það sem lög og reglur geri ráð fyrir, og gott betur. Klefi Breiviks er rúmlega þrjátíu fermetrar og innan hans hefur hann meðal annars lærdómsaðstöðu og aðstöðu til að stunda líkamsrækt. Breivik hefur einnig aðgang að sjónvarpi og leikjatölvum, hann eldar matinn sinn sjálfur og stundar fjarnám við háskóla í Ósló. Hann hefur ekki hitt neinn utan fangelsis frá upphafi fangelsisvistar sinnar, ef frá er talinn fimm mínútna langur fundur með móður hans skömmu áður en hún dó. Breivik hefur afþakkað allar heimsóknir frá einstaklingum utan veggja fangelsisins, meðal annars frá föður sínum. Breivik er einnig ósáttur við að allur póstur hans er lesinn af fangavörðum og hann fær einungis að eyða einni klukkustund úti á dag. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Sextíu og níu af fórnarlömbum Breiviks voru ungmenni. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt. Marius Emberland heldur uppi vörnum fyrir norska ríkið og segir aðstæður Breiviks réttlætanlegar í ljósi þess hve alvarlega glæpi hann framdi. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag og að Breivik muni bera vitni á morgun. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Réttarhöld í máli fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu hófust í gær. Breivik heldur því fram að sú meðferð sem hann sætir brjóti gegn tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og höfðaði af þeim sökum mál gegn norska ríkinu. Þegar fjöldamorðinginn mætti fyrir rétt í gærmorgun heilsaði hann með nasistakveðju, en sagði ekki orð. Í öryggisskyni eru réttarhöldin haldin í íþróttasal í Skien-fangelsinu, þar sem Breivik afplánar fangelsisdóm sinn. Breivik segist þjást af einangrunarskaða og telur sig sæta ómannlegri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011.Skien fangelsið er staðsett rúmlega 100 kílómetra fyrir utan Ósló. Réttarhöldin eru haldin í íþróttahúsi fangelsisins í öryggisskyni. Fréttablaðið/EPADómsmálaráðherra Noregs hefur haldið því staðfastlega fram að morðinginn sæti ekki illri meðferð. Hann hefur bent á að allur aðbúnaður Breiviks sé í takt við það sem lög og reglur geri ráð fyrir, og gott betur. Klefi Breiviks er rúmlega þrjátíu fermetrar og innan hans hefur hann meðal annars lærdómsaðstöðu og aðstöðu til að stunda líkamsrækt. Breivik hefur einnig aðgang að sjónvarpi og leikjatölvum, hann eldar matinn sinn sjálfur og stundar fjarnám við háskóla í Ósló. Hann hefur ekki hitt neinn utan fangelsis frá upphafi fangelsisvistar sinnar, ef frá er talinn fimm mínútna langur fundur með móður hans skömmu áður en hún dó. Breivik hefur afþakkað allar heimsóknir frá einstaklingum utan veggja fangelsisins, meðal annars frá föður sínum. Breivik er einnig ósáttur við að allur póstur hans er lesinn af fangavörðum og hann fær einungis að eyða einni klukkustund úti á dag. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Sextíu og níu af fórnarlömbum Breiviks voru ungmenni. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt. Marius Emberland heldur uppi vörnum fyrir norska ríkið og segir aðstæður Breiviks réttlætanlegar í ljósi þess hve alvarlega glæpi hann framdi. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag og að Breivik muni bera vitni á morgun.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira