Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Þórdís Valsdóttir skrifar 16. mars 2016 07:00 Breivik leiddur inn í salinn í gærmorgun. Hann heilsaði stuttu síðar með nasistakveðju. Vísir/EPA Réttarhöld í máli fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu hófust í gær. Breivik heldur því fram að sú meðferð sem hann sætir brjóti gegn tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og höfðaði af þeim sökum mál gegn norska ríkinu. Þegar fjöldamorðinginn mætti fyrir rétt í gærmorgun heilsaði hann með nasistakveðju, en sagði ekki orð. Í öryggisskyni eru réttarhöldin haldin í íþróttasal í Skien-fangelsinu, þar sem Breivik afplánar fangelsisdóm sinn. Breivik segist þjást af einangrunarskaða og telur sig sæta ómannlegri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011.Skien fangelsið er staðsett rúmlega 100 kílómetra fyrir utan Ósló. Réttarhöldin eru haldin í íþróttahúsi fangelsisins í öryggisskyni. Fréttablaðið/EPADómsmálaráðherra Noregs hefur haldið því staðfastlega fram að morðinginn sæti ekki illri meðferð. Hann hefur bent á að allur aðbúnaður Breiviks sé í takt við það sem lög og reglur geri ráð fyrir, og gott betur. Klefi Breiviks er rúmlega þrjátíu fermetrar og innan hans hefur hann meðal annars lærdómsaðstöðu og aðstöðu til að stunda líkamsrækt. Breivik hefur einnig aðgang að sjónvarpi og leikjatölvum, hann eldar matinn sinn sjálfur og stundar fjarnám við háskóla í Ósló. Hann hefur ekki hitt neinn utan fangelsis frá upphafi fangelsisvistar sinnar, ef frá er talinn fimm mínútna langur fundur með móður hans skömmu áður en hún dó. Breivik hefur afþakkað allar heimsóknir frá einstaklingum utan veggja fangelsisins, meðal annars frá föður sínum. Breivik er einnig ósáttur við að allur póstur hans er lesinn af fangavörðum og hann fær einungis að eyða einni klukkustund úti á dag. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Sextíu og níu af fórnarlömbum Breiviks voru ungmenni. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt. Marius Emberland heldur uppi vörnum fyrir norska ríkið og segir aðstæður Breiviks réttlætanlegar í ljósi þess hve alvarlega glæpi hann framdi. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag og að Breivik muni bera vitni á morgun. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Réttarhöld í máli fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu hófust í gær. Breivik heldur því fram að sú meðferð sem hann sætir brjóti gegn tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og höfðaði af þeim sökum mál gegn norska ríkinu. Þegar fjöldamorðinginn mætti fyrir rétt í gærmorgun heilsaði hann með nasistakveðju, en sagði ekki orð. Í öryggisskyni eru réttarhöldin haldin í íþróttasal í Skien-fangelsinu, þar sem Breivik afplánar fangelsisdóm sinn. Breivik segist þjást af einangrunarskaða og telur sig sæta ómannlegri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011.Skien fangelsið er staðsett rúmlega 100 kílómetra fyrir utan Ósló. Réttarhöldin eru haldin í íþróttahúsi fangelsisins í öryggisskyni. Fréttablaðið/EPADómsmálaráðherra Noregs hefur haldið því staðfastlega fram að morðinginn sæti ekki illri meðferð. Hann hefur bent á að allur aðbúnaður Breiviks sé í takt við það sem lög og reglur geri ráð fyrir, og gott betur. Klefi Breiviks er rúmlega þrjátíu fermetrar og innan hans hefur hann meðal annars lærdómsaðstöðu og aðstöðu til að stunda líkamsrækt. Breivik hefur einnig aðgang að sjónvarpi og leikjatölvum, hann eldar matinn sinn sjálfur og stundar fjarnám við háskóla í Ósló. Hann hefur ekki hitt neinn utan fangelsis frá upphafi fangelsisvistar sinnar, ef frá er talinn fimm mínútna langur fundur með móður hans skömmu áður en hún dó. Breivik hefur afþakkað allar heimsóknir frá einstaklingum utan veggja fangelsisins, meðal annars frá föður sínum. Breivik er einnig ósáttur við að allur póstur hans er lesinn af fangavörðum og hann fær einungis að eyða einni klukkustund úti á dag. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins voru. Sextíu og níu af fórnarlömbum Breiviks voru ungmenni. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt. Marius Emberland heldur uppi vörnum fyrir norska ríkið og segir aðstæður Breiviks réttlætanlegar í ljósi þess hve alvarlega glæpi hann framdi. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag og að Breivik muni bera vitni á morgun.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira