Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 12:30 Guðjón Valur Sigurðsson skilur ekki hvers vegna kynhneigð kemur málinu við í íþróttum. vísir/valli Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill að þjálfarar í handboltaheiminum fái þá fræðslu sem til þarf um samkynhneigð til að tækla það komi leikmaður út úr skápnum í hans liði. Fyrirliðinn er í stóru viðtali um samkynhneigð í íþróttum á vefsíðunni gayiceland.is þar sem hann segir það mikilvægt að forsvarsmenn félaganna í handboltanum sýni fordæmi þegar kemur að andrúmslofti innan þeirra félaga. „Ef einhver vill koma út úr skápnum er mikilvægt að vita hvernig liðið er og þjálfarinn verður að setja fordæmi,“ segir Guðjón Valur. Fræðsla um samkynhneigð er eitthvað sem á að vera hluti af þjálfaramenntun þannig menn geti lært að bregðast við öllu því sem kemur upp á en fyrst og fremst til að setja gott fordæmi innan sinna liða.“Guðjón Valur vildi spila með regnbogafyrirliðaband á EM en fékk það ekki.mynd/instagramHeimskulegt og fáránlegt Guðjón Valur vill samt ekki að samkynhneigð einhvers leikmanns verði blásin upp og kynhneigð hans gerð að einhverju aðalatriði komi einhver út úr skápnum. „Það að einhver sé hommi í einhverju liði á ekki að vera aðalatriði heldur bara að viðkomandi sé íþróttamaður. Ef maður er hluti af einverju liði er það vegna þess að þú ert nógu góður en ekki vegna þess að þú ert samkynhneigður, gagnkynhneigður, svartur eða hvítur,“ segir Guðjón Valur. „Ég er í liði með tveimur svörtum mönnum og einum Múslima. Það skiptir okkur liðsfélaga þeirra engu máli. Það er öllum sama um hvernig þeir eru á litin eða til hvers þeir biðja. Það sem skiptir máli er að þeir eru góðir í handbolta.“ „Þeir eru dæmdir á frammistöðu sinni og auðvitað á það sama að gilda um kynhneigð. En þannig er það víst ekki og það er virkilega pirrandi og heimskulegt. Ég bara skil ekki hvers vegna kynhneigð einhvers skiptir máli. Þetta er fáránlegt!“ segir Guðjón Valur. Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Gróttu, er einnig samkynhneigður en hann kom „óvart“ út úr skápnum eins og hann greindi frá í viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem heyra má hér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," segir Kári. Guðjón Valur aftur á móti segist aldrei hafa spilað með opinberlega samkynhneigðum manni. „Ég hef aldrei spilað með opinberlega samkynhneigðum leikmanni þannig ég veit ekki hvernig er komið fram við þá. En ég er ekki svo einfaldur að halda að hommar hafi ekki áhuga á íþróttum,“ segir hann. „Ég hef heyrt orðróma um að hinir og þessir séu samkynhneigðir, sérstaklega erlendis, og það eru líka sögur um að skápahommar séu í einhverjum sýningarsamböndum með konum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið við Guðjón Val á ensku má lesa hér. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill að þjálfarar í handboltaheiminum fái þá fræðslu sem til þarf um samkynhneigð til að tækla það komi leikmaður út úr skápnum í hans liði. Fyrirliðinn er í stóru viðtali um samkynhneigð í íþróttum á vefsíðunni gayiceland.is þar sem hann segir það mikilvægt að forsvarsmenn félaganna í handboltanum sýni fordæmi þegar kemur að andrúmslofti innan þeirra félaga. „Ef einhver vill koma út úr skápnum er mikilvægt að vita hvernig liðið er og þjálfarinn verður að setja fordæmi,“ segir Guðjón Valur. Fræðsla um samkynhneigð er eitthvað sem á að vera hluti af þjálfaramenntun þannig menn geti lært að bregðast við öllu því sem kemur upp á en fyrst og fremst til að setja gott fordæmi innan sinna liða.“Guðjón Valur vildi spila með regnbogafyrirliðaband á EM en fékk það ekki.mynd/instagramHeimskulegt og fáránlegt Guðjón Valur vill samt ekki að samkynhneigð einhvers leikmanns verði blásin upp og kynhneigð hans gerð að einhverju aðalatriði komi einhver út úr skápnum. „Það að einhver sé hommi í einhverju liði á ekki að vera aðalatriði heldur bara að viðkomandi sé íþróttamaður. Ef maður er hluti af einverju liði er það vegna þess að þú ert nógu góður en ekki vegna þess að þú ert samkynhneigður, gagnkynhneigður, svartur eða hvítur,“ segir Guðjón Valur. „Ég er í liði með tveimur svörtum mönnum og einum Múslima. Það skiptir okkur liðsfélaga þeirra engu máli. Það er öllum sama um hvernig þeir eru á litin eða til hvers þeir biðja. Það sem skiptir máli er að þeir eru góðir í handbolta.“ „Þeir eru dæmdir á frammistöðu sinni og auðvitað á það sama að gilda um kynhneigð. En þannig er það víst ekki og það er virkilega pirrandi og heimskulegt. Ég bara skil ekki hvers vegna kynhneigð einhvers skiptir máli. Þetta er fáránlegt!“ segir Guðjón Valur. Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Gróttu, er einnig samkynhneigður en hann kom „óvart“ út úr skápnum eins og hann greindi frá í viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem heyra má hér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," segir Kári. Guðjón Valur aftur á móti segist aldrei hafa spilað með opinberlega samkynhneigðum manni. „Ég hef aldrei spilað með opinberlega samkynhneigðum leikmanni þannig ég veit ekki hvernig er komið fram við þá. En ég er ekki svo einfaldur að halda að hommar hafi ekki áhuga á íþróttum,“ segir hann. „Ég hef heyrt orðróma um að hinir og þessir séu samkynhneigðir, sérstaklega erlendis, og það eru líka sögur um að skápahommar séu í einhverjum sýningarsamböndum með konum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið við Guðjón Val á ensku má lesa hér.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30