Faðir Lovísu Hrundar fékk fimm milljónir vegna tjóns síns Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. maí 2016 23:46 Lovísa Hrund lést þegar ölvaður ökumaður ók framan á bifreið hennar. Hún var aðeins 17 ára. Vísir Faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttir fékk í dag dæmdar fimm milljónir í miskabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við fráfall dóttur sinnar. Lovísa Hrund lést í bílslysi fyrir þremur árum eftir að kona undir áhrifum áfengis ók á öfugan vegarhelming og beint framan á bifreið Lovísu Hrundar. Lovísa var á leið heim á Akranes frá Reykjavík þegar slysið varð. Hún var aðeins 17 ára gömul. Áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið hennar mældist 2,7 prómill en hún játaði brot sitt og var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í desember 2013.Sjá einnig: Faðir Lovísu ósáttur: „Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaður er ölvaður“ Dómurinn, sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur, taldi sýnt af mati matsmanna að faðir Lovísu Hrundar hefði hlotið óvenju mikinn miska í kjölfar þess að dóttir hans lést. Því var talið sanngjarnt að dæma honum fimm milljónir í miskabætur en hann hafði krafist tíu milljóna úr hendi konunnar sem sakfelld var og tryggingarfélags hennar.Óvinnufær vegna slyssins Maðurinn var sjómaður þegar slysið varð og þegar honum var tilkynnt um slysið og andlát dóttur hans var hann á sjó á Færeyjargrunni. Fékk hann áfall við tíðindin. Frá þessu er sagt í dóminum. „Var tekin ákvörðun um að sigla til Færeyja með stefnanda og sendi útgerðarfélag er stefnandi vann hjá flugvél til Færeyja til að sækja stefnanda. Kom stefnandi til Íslands tæpum sólarhring eftir slysið,“ segir í dóminum. Í janúar 2014 greiddi Vátryggingarfélag Íslands honum bætur upp á 2,5 milljónir vegna slyssins sem faðir Lovísu tók við með fyrirvara við fjárhæðina. Í kjölfarið voru fengnir matsmenn til að meta heilsutjón hans. „Helstu niðurstöður matsgerðarinnar eru þær að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyssins tímabilið 6. apríl 2013 til 22. október 2013. Tímabil þjáninga, án rúmlegu, var metið það sama og tímabil óvinnufærni. Þá var varanlegur miski metinn 15 stig en matsmenn töldu ástand tjónþola hvað best jafnað við meðalalvarlega áfallastreitu sem teldist til 15 stiga miska samkvæmt danskri miskatöflu.“ Í dóminum er sérstaklega fjallað um hvernig slysið bar að og um sekt ökumannsins. Hún hafi mátt gera sér grein fyrir hættunni af ölvunarakstri og því tjóni sem af gæti hlotist, ekki aðeins líkams- eða manntjón heldur einnig tjón sem slíkt getur valdið aðstandendum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttir fékk í dag dæmdar fimm milljónir í miskabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við fráfall dóttur sinnar. Lovísa Hrund lést í bílslysi fyrir þremur árum eftir að kona undir áhrifum áfengis ók á öfugan vegarhelming og beint framan á bifreið Lovísu Hrundar. Lovísa var á leið heim á Akranes frá Reykjavík þegar slysið varð. Hún var aðeins 17 ára gömul. Áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið hennar mældist 2,7 prómill en hún játaði brot sitt og var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í desember 2013.Sjá einnig: Faðir Lovísu ósáttur: „Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaður er ölvaður“ Dómurinn, sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur, taldi sýnt af mati matsmanna að faðir Lovísu Hrundar hefði hlotið óvenju mikinn miska í kjölfar þess að dóttir hans lést. Því var talið sanngjarnt að dæma honum fimm milljónir í miskabætur en hann hafði krafist tíu milljóna úr hendi konunnar sem sakfelld var og tryggingarfélags hennar.Óvinnufær vegna slyssins Maðurinn var sjómaður þegar slysið varð og þegar honum var tilkynnt um slysið og andlát dóttur hans var hann á sjó á Færeyjargrunni. Fékk hann áfall við tíðindin. Frá þessu er sagt í dóminum. „Var tekin ákvörðun um að sigla til Færeyja með stefnanda og sendi útgerðarfélag er stefnandi vann hjá flugvél til Færeyja til að sækja stefnanda. Kom stefnandi til Íslands tæpum sólarhring eftir slysið,“ segir í dóminum. Í janúar 2014 greiddi Vátryggingarfélag Íslands honum bætur upp á 2,5 milljónir vegna slyssins sem faðir Lovísu tók við með fyrirvara við fjárhæðina. Í kjölfarið voru fengnir matsmenn til að meta heilsutjón hans. „Helstu niðurstöður matsgerðarinnar eru þær að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyssins tímabilið 6. apríl 2013 til 22. október 2013. Tímabil þjáninga, án rúmlegu, var metið það sama og tímabil óvinnufærni. Þá var varanlegur miski metinn 15 stig en matsmenn töldu ástand tjónþola hvað best jafnað við meðalalvarlega áfallastreitu sem teldist til 15 stiga miska samkvæmt danskri miskatöflu.“ Í dóminum er sérstaklega fjallað um hvernig slysið bar að og um sekt ökumannsins. Hún hafi mátt gera sér grein fyrir hættunni af ölvunarakstri og því tjóni sem af gæti hlotist, ekki aðeins líkams- eða manntjón heldur einnig tjón sem slíkt getur valdið aðstandendum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28
Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58