Ný stjórnarskrá Íslands skiptir miklu máli fyrir Evrópu (og heimsbyggð alla) Arne Hintz skrifar 17. maí 2016 00:00 Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra. Senn líður að því að Bretar greiði atkvæði um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu, og það hefur sjaldan verið svona erfitt að vera meðmæltur því að halda aðild áfram. Heimsálfan situr föst í varanlegri efnahagskreppu, hægri öfgaöflum vex fiskur um hrygg í mörgum aðildarríkjanna, og landamærin sem heyrðu fortíðinni til hafa verið dregin upp að nýju. Samstaða og valdajafnvægi Evrópusambandsins hefur verið vefengt, ekki síst vegna þess hvernig gríska stjórnin var þvinguð til þess að taka upp aðhaldsstefnu þvert á vilja þjóðarinnar, og sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að slík stefna væri ekki tæk. Á Twitter má slá upp #thisisacoup, þræði sem spratt fram eftir að deila Grikkja og ESB hafði verið leyst til bráðabirgða í júní í fyrra. Þar má sjá dæmi um það hvað lýðræðið er orðið brothætt í Evrópu. Þó eru rökin í þágu „Brexit“ (brotthvarf Breta úr ESB) ekki mjög sannfærandi heldur. Lífskjör breskrar alþýðu versna með hverri hrinu aðhaldsaðgerða, og aðgerðir hins opinbera til þess að sporna fæti við „öfgastefnum“ hafa haft hrollvekjandi áhrif á fjölbreytta, lýðræðislega umræðu. Seinna á árinu verða líklega samþykkt lög um rétt til rannsókna, og þar með verður almennt eftirlit, sem Snowden gagnrýndi með uppljóstrunum sínum, útfært og lögfest. Skilyrðin til þess að styrkja og efla lýðræðið eru ef til vill ekki sem best á tímum efnahagskreppu og ótta við hryðjuverk. Á slíkum tímum er þó einmitt hvað brýnust þörfin á opinni umræðu og almennum skoðanaskiptum, og þá er líka þörf á nýbreytni, róttækum lausnum og raunverulegum breytingum. Þess vegna hefur mörgum verið það hvatning að líta til Íslands. Þar leiddi efnahagskreppan til verulegra breytinga á vettvangi stjórnmála og efnahags. Tillögur að stefnubreytingum á borð við þær, sem kynntar eru hjá Alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- & tjáningarfrelsi (IMMI) gerðu ráð fyrir nýjum, heildrænum leiðum til framfara fyrir landið, og ný stjórnarskrá var samin í opnu og heildrænu grasrótarferli, stjórnarskrá þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Nefnd íslenskra ríkisborgara, stjórnlagaráð, samdi textann, almenningur lagði til þúsundir athugasemda, og árangurinn var samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefur íslenska þjóðin valið sér sérstaklega lýðræðislega leið út úr kreppunni og á vit framtíðarinnar. Hún hefur sýnt að andlaus kyrrstaðan, sem nú einkennir stjórnmál í Evrópu, ásamt einræðis- og útilokunartilburðum, er ekki sjálfgefið viðbragð við öryggisógnum og erfiðum efnahag. Þvert á móti hefur hún sýnt fram á að lýðræðið er lifandi, þrátt fyrir allt og á þessum tímum, og að við, borgararnir, getum skapað okkur nýjan grundvöll fyrir því ríki sem við viljum, og því lífi sem við kjósum okkur. Nú ríkir mikil óvissa í allri Evrópu að því er varðar þessi mál. Íslenska þjóðin sýndi mikið hugrekki þegar hún réðst í það verkefni að semja sér nýja stjórnarskrá, og hefur það haft áhrif langt út fyrir eylandið. Þetta er vísbending um þá leið sem kann að vera fær til þess að takast á við vandann sem við er að etja, og um allan heim fylgjast menn grannt með framhaldinu. Það, hvernig nýja stjórnarskráin var samin og samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur orðið mörgum hvatning út fyrir landsteinana, og nú vona þeir að Alþingi hætti að tefja framgang þessa sögulega verkefnis. Það yrði ekki aðeins til vitnis um það, hvað lýðræðið stendur traustum fótum á Íslandi, heldur yrði það líka mikilvægt dæmi til eftirbreytni, um lýðræðislega leið út úr kreppu og óvissu.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Brexit Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra. Senn líður að því að Bretar greiði atkvæði um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu, og það hefur sjaldan verið svona erfitt að vera meðmæltur því að halda aðild áfram. Heimsálfan situr föst í varanlegri efnahagskreppu, hægri öfgaöflum vex fiskur um hrygg í mörgum aðildarríkjanna, og landamærin sem heyrðu fortíðinni til hafa verið dregin upp að nýju. Samstaða og valdajafnvægi Evrópusambandsins hefur verið vefengt, ekki síst vegna þess hvernig gríska stjórnin var þvinguð til þess að taka upp aðhaldsstefnu þvert á vilja þjóðarinnar, og sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að slík stefna væri ekki tæk. Á Twitter má slá upp #thisisacoup, þræði sem spratt fram eftir að deila Grikkja og ESB hafði verið leyst til bráðabirgða í júní í fyrra. Þar má sjá dæmi um það hvað lýðræðið er orðið brothætt í Evrópu. Þó eru rökin í þágu „Brexit“ (brotthvarf Breta úr ESB) ekki mjög sannfærandi heldur. Lífskjör breskrar alþýðu versna með hverri hrinu aðhaldsaðgerða, og aðgerðir hins opinbera til þess að sporna fæti við „öfgastefnum“ hafa haft hrollvekjandi áhrif á fjölbreytta, lýðræðislega umræðu. Seinna á árinu verða líklega samþykkt lög um rétt til rannsókna, og þar með verður almennt eftirlit, sem Snowden gagnrýndi með uppljóstrunum sínum, útfært og lögfest. Skilyrðin til þess að styrkja og efla lýðræðið eru ef til vill ekki sem best á tímum efnahagskreppu og ótta við hryðjuverk. Á slíkum tímum er þó einmitt hvað brýnust þörfin á opinni umræðu og almennum skoðanaskiptum, og þá er líka þörf á nýbreytni, róttækum lausnum og raunverulegum breytingum. Þess vegna hefur mörgum verið það hvatning að líta til Íslands. Þar leiddi efnahagskreppan til verulegra breytinga á vettvangi stjórnmála og efnahags. Tillögur að stefnubreytingum á borð við þær, sem kynntar eru hjá Alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- & tjáningarfrelsi (IMMI) gerðu ráð fyrir nýjum, heildrænum leiðum til framfara fyrir landið, og ný stjórnarskrá var samin í opnu og heildrænu grasrótarferli, stjórnarskrá þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Nefnd íslenskra ríkisborgara, stjórnlagaráð, samdi textann, almenningur lagði til þúsundir athugasemda, og árangurinn var samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefur íslenska þjóðin valið sér sérstaklega lýðræðislega leið út úr kreppunni og á vit framtíðarinnar. Hún hefur sýnt að andlaus kyrrstaðan, sem nú einkennir stjórnmál í Evrópu, ásamt einræðis- og útilokunartilburðum, er ekki sjálfgefið viðbragð við öryggisógnum og erfiðum efnahag. Þvert á móti hefur hún sýnt fram á að lýðræðið er lifandi, þrátt fyrir allt og á þessum tímum, og að við, borgararnir, getum skapað okkur nýjan grundvöll fyrir því ríki sem við viljum, og því lífi sem við kjósum okkur. Nú ríkir mikil óvissa í allri Evrópu að því er varðar þessi mál. Íslenska þjóðin sýndi mikið hugrekki þegar hún réðst í það verkefni að semja sér nýja stjórnarskrá, og hefur það haft áhrif langt út fyrir eylandið. Þetta er vísbending um þá leið sem kann að vera fær til þess að takast á við vandann sem við er að etja, og um allan heim fylgjast menn grannt með framhaldinu. Það, hvernig nýja stjórnarskráin var samin og samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur orðið mörgum hvatning út fyrir landsteinana, og nú vona þeir að Alþingi hætti að tefja framgang þessa sögulega verkefnis. Það yrði ekki aðeins til vitnis um það, hvað lýðræðið stendur traustum fótum á Íslandi, heldur yrði það líka mikilvægt dæmi til eftirbreytni, um lýðræðislega leið út úr kreppu og óvissu.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun