Skipverjinn látinn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2016 12:30 Vísir Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar hófst umfangsmikil leit að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Bátnum hvolfdi um 20 mílum út af Aðalvík. Maðurinn var einn um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði voru send á vettvang, að því er greint var frá á fréttavefnum BB.is í morgun. Ættingjar mannsins hafi verið látnir vita. Uppfært: Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.Í morgun, rétt um hálfníu varð stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vör við að bátur datt út úr ferilvöktun um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Um var að ræða tæplega 10 metra langan strandveiðibát með einum manni í áhöfn. Þá þegar var hafist handa við að ná sambandi við bátinn en án árangurs. Voru þá nærstaddir bátar beðnir um að fara umsvifalaust á svæðið auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson. Þeir bátar sem næst voru staddir voru í rúmlega 10 sjómílna fjarlægð og héldu þeir þegar á staðinn. Veður og sjólag á staðnum var ekki sérlega gott en að sögn nærstaddra báta var veðrið að ganga niður. Þegar á leið og bátar sem héldu á staðinn urðu ekki varir við bátinn í ratsjá var einnig ákveðið að kalla út flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og senda með henni bæði kafara frá Landhelgisgæslunni og leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Einnig voru harðbotnabjörgunarbátar björgunarsveita í Bolungarvík og Hnífsdal boðaðir út í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita fyrir vestan. Um klukkan 10:15 komu þrír strandveiðibátar á svæðið og kom áhöfn eins þeirra auga á bátinn þar sem hann var á hvolfi í sjónum. Var einn báturinn beðinn um að vera við bátinn sem hvolft hafði meðan hinir tveir hófu kerfisbundna leit. Rétt fyrir klukkan 11 kom áhöfn annars leitarbátsins auga á skipverja í sjónum og um sama leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar þar að og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan áleiðis til Reykjavíkur en björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom á svæðið rétt fyrir klukkan 12 og mun freista þess að draga bátinn til lands. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar hófst umfangsmikil leit að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Bátnum hvolfdi um 20 mílum út af Aðalvík. Maðurinn var einn um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði voru send á vettvang, að því er greint var frá á fréttavefnum BB.is í morgun. Ættingjar mannsins hafi verið látnir vita. Uppfært: Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.Í morgun, rétt um hálfníu varð stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vör við að bátur datt út úr ferilvöktun um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Um var að ræða tæplega 10 metra langan strandveiðibát með einum manni í áhöfn. Þá þegar var hafist handa við að ná sambandi við bátinn en án árangurs. Voru þá nærstaddir bátar beðnir um að fara umsvifalaust á svæðið auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson. Þeir bátar sem næst voru staddir voru í rúmlega 10 sjómílna fjarlægð og héldu þeir þegar á staðinn. Veður og sjólag á staðnum var ekki sérlega gott en að sögn nærstaddra báta var veðrið að ganga niður. Þegar á leið og bátar sem héldu á staðinn urðu ekki varir við bátinn í ratsjá var einnig ákveðið að kalla út flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og senda með henni bæði kafara frá Landhelgisgæslunni og leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Einnig voru harðbotnabjörgunarbátar björgunarsveita í Bolungarvík og Hnífsdal boðaðir út í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita fyrir vestan. Um klukkan 10:15 komu þrír strandveiðibátar á svæðið og kom áhöfn eins þeirra auga á bátinn þar sem hann var á hvolfi í sjónum. Var einn báturinn beðinn um að vera við bátinn sem hvolft hafði meðan hinir tveir hófu kerfisbundna leit. Rétt fyrir klukkan 11 kom áhöfn annars leitarbátsins auga á skipverja í sjónum og um sama leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar þar að og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan áleiðis til Reykjavíkur en björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom á svæðið rétt fyrir klukkan 12 og mun freista þess að draga bátinn til lands.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði