Sara Björk spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári | Lyon vann Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2016 18:47 Ada Hegerberg skoraði í úrslitaleiknum og varð markadrottning Meistaradeildarinnar 2015-16. Hér fagnar hún marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Franska liðið Olympique Lyonnais vann í kvöld Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sigur á þýska liðinu Wolfsburg í úrslitaleik en vítakeppni þurfti til að fá sigurvegara. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyonnais, var hetja síns liðs en hún varði tvær síðustu vítaspyrnur þýska liðsins eftir að Lyon hafði lenti undir í vítakeppninni. Hin tvítuga Ada Hegerberg frá Noregi, var tveimur mínútum frá því að skora sigurmark Lyon í leiknum en hún var næstum orðin að skúrki í vítakeppninni þegar hún lét verja frá sér fyrstu vítaspyrnu franska liðsins í vítakeppninni. Lyon skoraði hinsvegar úr síðustu fjórum vítaspyrnum sínum sem tryggði liðinu titilinn. Þetta er í þriðja sinn sem Lyon vinnur Meistaradeild kvenna en liðið vann einnig 2011 og 2012. Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er á leiðinni til Wolfsburg og mun spila með þýska liðinu á næsta tímabili. Eftir leikinn í kvöld er ljóst að hún spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári. Ada Hegerberg kom Lyon í 1-0 strax á 12. mínútu með sínu þrettánda marki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Lyon var mun betra liðið og skapaði sér mun fleiri færi í leiknum en tókst ekki að bæta við marki sem kom heldur betur í bakið á þeim. Það fór svo á endanum að þýski framherjinn Alexandra Popp náði að jafna metin tveimur mínútum fyrir leikslok með skalla eftir fyrirgjöf frá Tessa Wullaert. Það varð því að framlengja leikinn en þar tókst hvorugu liðinu að skora og úrslitin réðust því í vítakeppni.Vítaspyrnukeppnin:Wolfsburg - Lyon 3-4 1-0 Alexandra Popp, mark Ada Hegerberg, varið af Almuth Schult 2-0 Isabel Kerschowski, mark 2-1 Lotta Schelin, mark 3-1 Babett Peter, mark 3-2 Wendie Renard, mark Nilla Fischer, varið af Sarah Bouhaddi 3-3 Griedge M'Bock Bathy, mark Élise Bussaglia, varið af Sarah Bouhaddi 3-4 Saki Kumagai, mark Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Franska liðið Olympique Lyonnais vann í kvöld Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sigur á þýska liðinu Wolfsburg í úrslitaleik en vítakeppni þurfti til að fá sigurvegara. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyonnais, var hetja síns liðs en hún varði tvær síðustu vítaspyrnur þýska liðsins eftir að Lyon hafði lenti undir í vítakeppninni. Hin tvítuga Ada Hegerberg frá Noregi, var tveimur mínútum frá því að skora sigurmark Lyon í leiknum en hún var næstum orðin að skúrki í vítakeppninni þegar hún lét verja frá sér fyrstu vítaspyrnu franska liðsins í vítakeppninni. Lyon skoraði hinsvegar úr síðustu fjórum vítaspyrnum sínum sem tryggði liðinu titilinn. Þetta er í þriðja sinn sem Lyon vinnur Meistaradeild kvenna en liðið vann einnig 2011 og 2012. Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er á leiðinni til Wolfsburg og mun spila með þýska liðinu á næsta tímabili. Eftir leikinn í kvöld er ljóst að hún spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári. Ada Hegerberg kom Lyon í 1-0 strax á 12. mínútu með sínu þrettánda marki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Lyon var mun betra liðið og skapaði sér mun fleiri færi í leiknum en tókst ekki að bæta við marki sem kom heldur betur í bakið á þeim. Það fór svo á endanum að þýski framherjinn Alexandra Popp náði að jafna metin tveimur mínútum fyrir leikslok með skalla eftir fyrirgjöf frá Tessa Wullaert. Það varð því að framlengja leikinn en þar tókst hvorugu liðinu að skora og úrslitin réðust því í vítakeppni.Vítaspyrnukeppnin:Wolfsburg - Lyon 3-4 1-0 Alexandra Popp, mark Ada Hegerberg, varið af Almuth Schult 2-0 Isabel Kerschowski, mark 2-1 Lotta Schelin, mark 3-1 Babett Peter, mark 3-2 Wendie Renard, mark Nilla Fischer, varið af Sarah Bouhaddi 3-3 Griedge M'Bock Bathy, mark Élise Bussaglia, varið af Sarah Bouhaddi 3-4 Saki Kumagai, mark
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira