Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 15:25 Íslendingar ætla að fjölmenna til Frakklands en KSÍ gerir ráð fyrir 15-20 þúsund stuðningsmönnum frá Íslandi. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld munu senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í næsta mánuði að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Lögreglumennirnir verða frönskum lögregluyfirvöldum innan handar, en áætlað er að allt að tuttugu þúsund Íslendingar verði á mótinu í sumar. Frönsk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öllum þeim þjóðum sem taka þátt í mótinu. Reiknað er með því að á milli 15 til 20 þúsund Íslendingar muni verða í Frakklandi í tengslum við mótið. Flakka á milli borganna þar sem Ísland spilar Innanríkisráðuneytið hefur átt samráð við embætti ríkislögreglustjóra um viðbrögð við erindinu en fulltrúi embættisins tekur þátt í NFIP samstarfi (National Football Information Point) Evrópuríkja sem Ísland á aðild að á grundvelli Evrópusamnings um „ofbeldi og óhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum á knattspyrnuleikjum.“ Frönsk stjórnvöld hafa óskað eftir lögreglumennirnir starfi í miðstöð alþjóðlegrar lögreglusamvinnu og verði í færanlegri sveit, sem ætlað er að fara á milli borga í Frakklandi, þar sem íslenska landsliðið spilar hverju sinni og vera staðarlögreglu til aðstoðar. Ísland spilar í St. Etienne, Marseille og París 14. , 18. og 22. júní. Umbeðin aðstoð við frönsk yfirvöld mun m.a. felast í því að vera í sambandi við íslensku stuðningsmennina og veita þeim aðstoð, vera þeim innan handar vegna mála sem hugsanlega geta komið upp, s.s. ef rýma þarf leikvang eða gefa fyrirmæli um einhverjar breytingar á áætlun. Íslensku lögreglumennirnir munu fá allar upplýsingar frá fyrstu hendi, geta miðlað þeim áfram til stuðningsmanna eftir atvikum og veitt alla mögulega aðstoð.Kostnaður fer eftir árangri ÍslandsKostnaðaráætlunin ræðst af framgangi landsliðsins á mótinu en kostnaður er talinn geta orðið allt að 20 milljónir króna ef landsliðið nær langt í keppninni. InnanríkisráðherEmbætti ríkislögreglustjóra verði falið að annast framkvæmd málsins á grundvelli samþykktrar kostnaðaráætlunar í samráði við innanríkisráðuneytið.Vegna mótsins fór fram öryggisráðstefna átakshóps innanríkisráðuneytis Austurríkis þann 12. maí í Vínarborg. Fulltrúar innanríkisráðuneyta, knattspyrnusambanda og lögregluembætta Ungverjalands, Íslands, Portúgal og Austurríkis undirbúa öryggisráðstafanir fyrir riðlakeppnina og sat Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra fundinn fyrir hönd ráðherra, ásamt Vilhjálmi Gíslasyni, fulltrúa ríkislögreglustjóra. Fyrrnefndar þjóðir eru með Íslandi í F-riðli mótsins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í næsta mánuði að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Lögreglumennirnir verða frönskum lögregluyfirvöldum innan handar, en áætlað er að allt að tuttugu þúsund Íslendingar verði á mótinu í sumar. Frönsk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öllum þeim þjóðum sem taka þátt í mótinu. Reiknað er með því að á milli 15 til 20 þúsund Íslendingar muni verða í Frakklandi í tengslum við mótið. Flakka á milli borganna þar sem Ísland spilar Innanríkisráðuneytið hefur átt samráð við embætti ríkislögreglustjóra um viðbrögð við erindinu en fulltrúi embættisins tekur þátt í NFIP samstarfi (National Football Information Point) Evrópuríkja sem Ísland á aðild að á grundvelli Evrópusamnings um „ofbeldi og óhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum á knattspyrnuleikjum.“ Frönsk stjórnvöld hafa óskað eftir lögreglumennirnir starfi í miðstöð alþjóðlegrar lögreglusamvinnu og verði í færanlegri sveit, sem ætlað er að fara á milli borga í Frakklandi, þar sem íslenska landsliðið spilar hverju sinni og vera staðarlögreglu til aðstoðar. Ísland spilar í St. Etienne, Marseille og París 14. , 18. og 22. júní. Umbeðin aðstoð við frönsk yfirvöld mun m.a. felast í því að vera í sambandi við íslensku stuðningsmennina og veita þeim aðstoð, vera þeim innan handar vegna mála sem hugsanlega geta komið upp, s.s. ef rýma þarf leikvang eða gefa fyrirmæli um einhverjar breytingar á áætlun. Íslensku lögreglumennirnir munu fá allar upplýsingar frá fyrstu hendi, geta miðlað þeim áfram til stuðningsmanna eftir atvikum og veitt alla mögulega aðstoð.Kostnaður fer eftir árangri ÍslandsKostnaðaráætlunin ræðst af framgangi landsliðsins á mótinu en kostnaður er talinn geta orðið allt að 20 milljónir króna ef landsliðið nær langt í keppninni. InnanríkisráðherEmbætti ríkislögreglustjóra verði falið að annast framkvæmd málsins á grundvelli samþykktrar kostnaðaráætlunar í samráði við innanríkisráðuneytið.Vegna mótsins fór fram öryggisráðstefna átakshóps innanríkisráðuneytis Austurríkis þann 12. maí í Vínarborg. Fulltrúar innanríkisráðuneyta, knattspyrnusambanda og lögregluembætta Ungverjalands, Íslands, Portúgal og Austurríkis undirbúa öryggisráðstafanir fyrir riðlakeppnina og sat Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra fundinn fyrir hönd ráðherra, ásamt Vilhjálmi Gíslasyni, fulltrúa ríkislögreglustjóra. Fyrrnefndar þjóðir eru með Íslandi í F-riðli mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira