Hvað er IMMI? Guðjón Idir skrifar 20. maí 2016 13:31 Undirritaður, sem starfar sem framkvæmdastjóri IMMI, tjáði sig á dögunum um að óeðlilegt væri að ritstjóri dagblaðs hvetti undirmenn sína til að bæta nafni sínu við undirskriftarsöfnun til stuðnings forsetaframboðs viðkomandi. Einnig benti undirritaður á að erfitt væri fyrir þann fjölmiðil að sinna hlutlausri umfjöllun um kosningabaráttuna í ljósi þess að viðkomandi frambjóðandi mun, að öllum líkindum, hverfa aftur til þess starfs að ritstýra því dagblaði. Að starfsmenn séu hvattir af yfirmanni sínum til að styðja við pólitískt framboð viðkomandi setur starfsmenn í óþægilega stöðu. Vitaskuld er fólki frjálst að hafna slíkum stuðningi, en augljóst er að það getur myndað óþægilegt andrúmsloft, sér í lagi þegar einsýnt er að viðkomandi yfirmaður mun að öllum líkindum halda áfram sem yfirmaður eftir forsetakosningar. Að um sé að ræða fjölmiðil gerir málið flóknara þar sem fjölmiðillinn og undirmenn tímabundið fráfarandi yfirmanns munu fjalla um forsetaframboð hans og forsetakosningarnar. Erfitt verður þá að gæta hlutleysis, eins og sést á leiðara Morgunblaðsins (17. maí). Gagnrýni undirritaðs sem fram kom í Stundinni (12. maí) var ekki svarað, heldur var bent á tengsl IMMI og þekktra meðlima Pírata í dálki á Eyjunni (12. maí) og í leiðara Morgunblaðsins (17. maí) sem vitnaði í löngu máli í dálkinn á Eyjunni. Þar var spurt hvað IMMI væri. Þetta er því kærkomið tækifæri til að greina frá því. IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, var sett á laggirnar árið 2011 til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun og tjáningarfrelsi og kom til sögunnar rúmum tveimur árum áður en Píratar voru stofnaðir á Íslandi. Þeir sem standa að baki IMMI hafa barist fyrir tjáningar- og upplýsingafrelsi lengi, sem og mannréttindum almennt, óháð stjórnmálatengslum. Þessir sömu einstaklingar lögðu drög að þingsályktun um að Ísland skapi sér lagalega afgerandi sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og var hún samþykkt einróma á Alþingi Íslendinga árið 2010. Meðflutningsmenn tillögunnar komu úr öllum flokkum og er þar að finna þrjá núverandi ráðherra, að meðtöldum forsætisráðherra Íslands. IMMI er sjálfstæð stofnun sem hefur það hlutverk að vinna að framgangi tjáningar- og upplýsingafrelsis með höfuðáherslu á áðurnefndra þingsályktun. Stofnunin vinnur að útfærslu ályktunarinnar innan stýrihóps sem fer með framkvæmd hennar (undir forystu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins) jafnframt því sem hún þrýstir á um lagaumbætur í tjáningar- og upplýsingafrelsi og veitir stjórnvöldum aðhald. Þá veitir stofnunin ráðgjöf, skrifar umsagnir til nefndasviðs Alþingis og mætir á fundi fastanefnda þegar eftir því er óskað, ásamt því sem hún vinnur með alþjóðlegum stofnunum í sömu málaflokkum á heimsvísu. Eftir samþykkt þingsályktunarinnar skipaði Ísland fyrsta sæti í árlegri úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra á frelsi fjölmiðla um heim allan. Felur þingsályktunin það í sér að hér á landi verði sett lög sem; verja afhjúpendur og heimildarmenn blaðamanna; takmarka ábyrgð milliliða - sem dregur úr ritskoðun og eykur aðgengi að upplýsingum; sporna gegn meiðyrðamálaflakki; tryggja réttarfarsvernd; styrkja og standa vörð um upplýsingafrelsi; gera rafrænt aðsetur heimilt á Íslandi; efla samskiptavernd; varðveita gagnagrunna- og söfn; og fyrirbyggja lögbann á útgáfu.Markmið þessa verkefnis er að skapa á Íslandi lagalegt umhverfi sem getur með sem bestu móti tryggt upplýsingafrelsi og eflt frjálsa fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku. Merkingarbært nútíma lýðræðissamfélag þarf á öflugum fjölmiðlum að halda, gagnsæi og öðrum leiðum til að sporna gegn spillingu og til að veita valdhöfum aðhald. Þetta skildi Alþingi Íslendinga árið 2010 en því miður hefur alltof lítið gerst síðan þá og Ísland hefur hrapað niður lista Blaðamanna án landamæra í frelsi fjölmiðla og situr nú í 19. sæti, og er þar neðst Norrænna landa.Undirritaður vill vekja athygli á og minna á þá skuldbindingu sem Alþingi samþykkti einróma og hvetja alla stjórnmálaflokka- og fólk að leggja kapp á að ljúka þessari vinnu. Innan stýrihópsins sem fer með framkvæmd þingsályktunarinnar er að finna tilbúin frumvörp sem bíða þess að ríkisstjórnin mæli fyrir þeim á Alþingi. Það er löngu tímabært að sá pólitíski vilji komi fram í dagsljósið. Þegar IMMI kom fyrst fram hafði Eva Joly þetta að segja:,,Ég er stolt af því að veita IMMI ráðgjöf til að skapa öruggt skjól á heimsvísu fyrir rannsóknarblaðamennsku. Ég trúi því að þessi ályktun sé sterk leið til að hvetja til heilinda og ábyrgrar stjórnunar um heim allan, að Íslandi meðtöldu. Í starfi mínu í rannsóknum á spillingu hef ég séð hversu mikilvægt það er að hafa áreiðanlegar leiðir til að koma upplýsingum á framfæri við almenning. Ísland er með nýmóðins viðhorf, hugrakkt og sjálfstætt fólk, og virðist vera hinn fullkomni staður til að hrinda svona verkefni af stað til framgangs alþjóðlegs gagnsæis og réttlætis".Stöndum nú við stóru orðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Undirritaður, sem starfar sem framkvæmdastjóri IMMI, tjáði sig á dögunum um að óeðlilegt væri að ritstjóri dagblaðs hvetti undirmenn sína til að bæta nafni sínu við undirskriftarsöfnun til stuðnings forsetaframboðs viðkomandi. Einnig benti undirritaður á að erfitt væri fyrir þann fjölmiðil að sinna hlutlausri umfjöllun um kosningabaráttuna í ljósi þess að viðkomandi frambjóðandi mun, að öllum líkindum, hverfa aftur til þess starfs að ritstýra því dagblaði. Að starfsmenn séu hvattir af yfirmanni sínum til að styðja við pólitískt framboð viðkomandi setur starfsmenn í óþægilega stöðu. Vitaskuld er fólki frjálst að hafna slíkum stuðningi, en augljóst er að það getur myndað óþægilegt andrúmsloft, sér í lagi þegar einsýnt er að viðkomandi yfirmaður mun að öllum líkindum halda áfram sem yfirmaður eftir forsetakosningar. Að um sé að ræða fjölmiðil gerir málið flóknara þar sem fjölmiðillinn og undirmenn tímabundið fráfarandi yfirmanns munu fjalla um forsetaframboð hans og forsetakosningarnar. Erfitt verður þá að gæta hlutleysis, eins og sést á leiðara Morgunblaðsins (17. maí). Gagnrýni undirritaðs sem fram kom í Stundinni (12. maí) var ekki svarað, heldur var bent á tengsl IMMI og þekktra meðlima Pírata í dálki á Eyjunni (12. maí) og í leiðara Morgunblaðsins (17. maí) sem vitnaði í löngu máli í dálkinn á Eyjunni. Þar var spurt hvað IMMI væri. Þetta er því kærkomið tækifæri til að greina frá því. IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, var sett á laggirnar árið 2011 til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun og tjáningarfrelsi og kom til sögunnar rúmum tveimur árum áður en Píratar voru stofnaðir á Íslandi. Þeir sem standa að baki IMMI hafa barist fyrir tjáningar- og upplýsingafrelsi lengi, sem og mannréttindum almennt, óháð stjórnmálatengslum. Þessir sömu einstaklingar lögðu drög að þingsályktun um að Ísland skapi sér lagalega afgerandi sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og var hún samþykkt einróma á Alþingi Íslendinga árið 2010. Meðflutningsmenn tillögunnar komu úr öllum flokkum og er þar að finna þrjá núverandi ráðherra, að meðtöldum forsætisráðherra Íslands. IMMI er sjálfstæð stofnun sem hefur það hlutverk að vinna að framgangi tjáningar- og upplýsingafrelsis með höfuðáherslu á áðurnefndra þingsályktun. Stofnunin vinnur að útfærslu ályktunarinnar innan stýrihóps sem fer með framkvæmd hennar (undir forystu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins) jafnframt því sem hún þrýstir á um lagaumbætur í tjáningar- og upplýsingafrelsi og veitir stjórnvöldum aðhald. Þá veitir stofnunin ráðgjöf, skrifar umsagnir til nefndasviðs Alþingis og mætir á fundi fastanefnda þegar eftir því er óskað, ásamt því sem hún vinnur með alþjóðlegum stofnunum í sömu málaflokkum á heimsvísu. Eftir samþykkt þingsályktunarinnar skipaði Ísland fyrsta sæti í árlegri úttekt samtakanna Blaðamenn án landamæra á frelsi fjölmiðla um heim allan. Felur þingsályktunin það í sér að hér á landi verði sett lög sem; verja afhjúpendur og heimildarmenn blaðamanna; takmarka ábyrgð milliliða - sem dregur úr ritskoðun og eykur aðgengi að upplýsingum; sporna gegn meiðyrðamálaflakki; tryggja réttarfarsvernd; styrkja og standa vörð um upplýsingafrelsi; gera rafrænt aðsetur heimilt á Íslandi; efla samskiptavernd; varðveita gagnagrunna- og söfn; og fyrirbyggja lögbann á útgáfu.Markmið þessa verkefnis er að skapa á Íslandi lagalegt umhverfi sem getur með sem bestu móti tryggt upplýsingafrelsi og eflt frjálsa fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku. Merkingarbært nútíma lýðræðissamfélag þarf á öflugum fjölmiðlum að halda, gagnsæi og öðrum leiðum til að sporna gegn spillingu og til að veita valdhöfum aðhald. Þetta skildi Alþingi Íslendinga árið 2010 en því miður hefur alltof lítið gerst síðan þá og Ísland hefur hrapað niður lista Blaðamanna án landamæra í frelsi fjölmiðla og situr nú í 19. sæti, og er þar neðst Norrænna landa.Undirritaður vill vekja athygli á og minna á þá skuldbindingu sem Alþingi samþykkti einróma og hvetja alla stjórnmálaflokka- og fólk að leggja kapp á að ljúka þessari vinnu. Innan stýrihópsins sem fer með framkvæmd þingsályktunarinnar er að finna tilbúin frumvörp sem bíða þess að ríkisstjórnin mæli fyrir þeim á Alþingi. Það er löngu tímabært að sá pólitíski vilji komi fram í dagsljósið. Þegar IMMI kom fyrst fram hafði Eva Joly þetta að segja:,,Ég er stolt af því að veita IMMI ráðgjöf til að skapa öruggt skjól á heimsvísu fyrir rannsóknarblaðamennsku. Ég trúi því að þessi ályktun sé sterk leið til að hvetja til heilinda og ábyrgrar stjórnunar um heim allan, að Íslandi meðtöldu. Í starfi mínu í rannsóknum á spillingu hef ég séð hversu mikilvægt það er að hafa áreiðanlegar leiðir til að koma upplýsingum á framfæri við almenning. Ísland er með nýmóðins viðhorf, hugrakkt og sjálfstætt fólk, og virðist vera hinn fullkomni staður til að hrinda svona verkefni af stað til framgangs alþjóðlegs gagnsæis og réttlætis".Stöndum nú við stóru orðin.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar