Dýr í neyð Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2016 06:00 Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. Þetta eru hinir svokölluðu villikettir sem allir eiga rætur að rekja til heimiliskatta sem hafa týnst eða hrakist frá heimilum sínum. Mikið er einnig um vergangsketti sem hafa týnst frá heimilum sínum og rata ekki heim. Villi- og vergangskettir eiga oft ömurlega ævi þar sem þeir lifa við hörð skilyrði, bæði í borg og sveit. Að gefa þessum köttum fóður er þeim verðmæt aðstoð en þeir halda yfirleitt til á ákveðnum stöðum þar sem þeir hafa fundið skjól. Í raun ætti að vera jafn sjálfsagt að gefa villiköttum og að gefa fuglum, ekki síst á veturna. Félög eins og Villikettir, Óskasjóður Púkarófu, Villikattahjálp Hafnarfjarðar og Kisukot á Akureyri hafa verið að halda úti starfsemi þar sem þessum dýrum er gefið og skjól útbúið fyrir þau þar sem þau halda til til að létta þeim tilveruna. Dýrin eru einnig fönguð og þau gelt til dæmis á vegum Villikatta og Kisukots, enda léttir það þeim lífsbaráttuna að þurfa ekki að hlýða hvöt um að fjölga sér, en margar villilæður hafa þjáðst af slæmum legbólgum vegna síendurtekinna gota. Fullorðnum dýrum er yfirleitt sleppt aftur en kettlingum er fundið heimili, enda erfitt að aðlaga fullorðinn kött. Veikum dýrum er komið undir læknishendur. Með þessum hætti er hlúð að dýrunum, þeim gefið fóður og komið í veg fyrir að þeim fjölgi þar sem þau halda til. Styrkur í þágu dýraVerði maður var við veikan, illa haldinn eða slasaðan kött ber að koma honum til hjálpar samkvæmt lögum um velferð dýra. Hægt er að leita til Kattavinafélags Íslands sem heldur úti sjúkrasjóðnum Nótt sem ætlaður er til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á ómerktum slösuðum kisum sem enginn vill kannast við. Vil ég hvetja sem flesta til að styrkja sjóðinn í þágu þessara dýra. Sveitarfélög bera lögum samkvæmt ábyrgð á hálfvilltum dýrum eins og ómerktum köttum, en óvissara er um að leitað sé læknishjálpar eða nýs heimilis fyrir þá á vegum hins opinbera, sem ber einungis skylda til að halda þeim á lífi í tvo daga og ekki skylda til að auglýsa þá ef þeir eru ómerktir. Öflugt félagsstarf er þessum köttum því til mikillar gæfu. Veturinn er villi- og vergangsköttum afar erfiður. Vil ég hvetja sem flesta að gefa þessum köttum gaum og taka þátt í eða styðja við þá starfsemi sem liðsinnir þessum dýrum í neyð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. Þetta eru hinir svokölluðu villikettir sem allir eiga rætur að rekja til heimiliskatta sem hafa týnst eða hrakist frá heimilum sínum. Mikið er einnig um vergangsketti sem hafa týnst frá heimilum sínum og rata ekki heim. Villi- og vergangskettir eiga oft ömurlega ævi þar sem þeir lifa við hörð skilyrði, bæði í borg og sveit. Að gefa þessum köttum fóður er þeim verðmæt aðstoð en þeir halda yfirleitt til á ákveðnum stöðum þar sem þeir hafa fundið skjól. Í raun ætti að vera jafn sjálfsagt að gefa villiköttum og að gefa fuglum, ekki síst á veturna. Félög eins og Villikettir, Óskasjóður Púkarófu, Villikattahjálp Hafnarfjarðar og Kisukot á Akureyri hafa verið að halda úti starfsemi þar sem þessum dýrum er gefið og skjól útbúið fyrir þau þar sem þau halda til til að létta þeim tilveruna. Dýrin eru einnig fönguð og þau gelt til dæmis á vegum Villikatta og Kisukots, enda léttir það þeim lífsbaráttuna að þurfa ekki að hlýða hvöt um að fjölga sér, en margar villilæður hafa þjáðst af slæmum legbólgum vegna síendurtekinna gota. Fullorðnum dýrum er yfirleitt sleppt aftur en kettlingum er fundið heimili, enda erfitt að aðlaga fullorðinn kött. Veikum dýrum er komið undir læknishendur. Með þessum hætti er hlúð að dýrunum, þeim gefið fóður og komið í veg fyrir að þeim fjölgi þar sem þau halda til. Styrkur í þágu dýraVerði maður var við veikan, illa haldinn eða slasaðan kött ber að koma honum til hjálpar samkvæmt lögum um velferð dýra. Hægt er að leita til Kattavinafélags Íslands sem heldur úti sjúkrasjóðnum Nótt sem ætlaður er til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á ómerktum slösuðum kisum sem enginn vill kannast við. Vil ég hvetja sem flesta til að styrkja sjóðinn í þágu þessara dýra. Sveitarfélög bera lögum samkvæmt ábyrgð á hálfvilltum dýrum eins og ómerktum köttum, en óvissara er um að leitað sé læknishjálpar eða nýs heimilis fyrir þá á vegum hins opinbera, sem ber einungis skylda til að halda þeim á lífi í tvo daga og ekki skylda til að auglýsa þá ef þeir eru ómerktir. Öflugt félagsstarf er þessum köttum því til mikillar gæfu. Veturinn er villi- og vergangsköttum afar erfiður. Vil ég hvetja sem flesta að gefa þessum köttum gaum og taka þátt í eða styðja við þá starfsemi sem liðsinnir þessum dýrum í neyð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun