Buxurnar heillar þjóðar Kári Stefánsson skrifar 8. júní 2016 07:00 Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert. Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann. Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins. Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt. Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála. Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert. Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann. Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins. Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt. Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála. Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar