Vodafone gefur landsdekkandi dreifingu á meðan Evrópukeppninni stendur Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 15:49 Núna geta 99,9 prósent Íslendinga séð leiki Íslands á EM í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarp. Vísir/Vilhelm Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en fréttir voru sagðar af því í síðustu viku þeir íbúar landsins sem búa fyrir utan IPTV-dreifingarkerfið, 4,9 prósent, ættu ekki möguleika á að horfa á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust því Síminn vildi ekki greiða Vodafone fyrir dreifingu í gegnum UHF-kerfið sem nær til 99,9 prósent landsmanna. RÚV brást við með því bjóðast til að sýna landsleiki Íslands á mótinu og hóf viðræður við Símann vegna þess. Nú hafa Vodafone og Síminn hins vegar komist að samkomulagi um að Vodafone muni dreifa Sjónvarpi Símans, þar sem leikir Íslands verða sýndir í opinni dagskrá, í gegnum UHF-kerfið. Sjá má tilkynninguna frá Vodafone í heild hér fyrir neðan: Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Með þessu er Vodafone að taka tilboði Símans sem ítrekað hefur komið fram, um að frístöðin Sjónvarp Símans standi öllum dreifiveitum til boða án endurgjalds.Þetta er gert til að tryggja að neytendum sé ekki mismunað eftir búsetu þegar kemur að því að njóta Evrópumótsins í knattspyrnu, eftir að Síminn ákvað að kaupa ekki landsdekkandi dreifingu á Sjónvarpi Símans í nýjum samningum félaganna. Þrátt fyrir að RÚV hafi nú þegar hlaupið undir bagga og boðið Símanum að sýna íslensku leikina í landsdekkandi dreifingu hefði öðrum leikjum á Evrópumótinu, til dæmis úrslitakeppninni, ekki verið dreift á kerfi sem nær til 99,9% landsmanna í opinni dagskrá.Því hefðu um 5% þjóðarinnar, auk þeirra fjölmörgu sem væru á ferð um landið, ekki geta notið keppninnar í opinni dagskrá til jafns við aðra. Að mati Vodafone væri það mjög slæm niðurstaða og því hefur félagið ákveðið að opna fyrir dreifinguna á meðan á mótinu stendur.Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone er það dreifikerfi sem nær til stærsts hluta landsins og nýtist þannig fólki í dreifbýli, sumarhúsum og ferðamönnum.Vodafone mun halda áfram að byggja upp sjónvarpsþjónustu fyrir alla íbúa þessa lands og auðvelda fólki, óháð búsetu, aðgang að gæðaefni. Af þeim sökum vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til að tryggja jafnræði landsmanna að mikilvægu efni eins og Evrópukeppninni. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en fréttir voru sagðar af því í síðustu viku þeir íbúar landsins sem búa fyrir utan IPTV-dreifingarkerfið, 4,9 prósent, ættu ekki möguleika á að horfa á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust því Síminn vildi ekki greiða Vodafone fyrir dreifingu í gegnum UHF-kerfið sem nær til 99,9 prósent landsmanna. RÚV brást við með því bjóðast til að sýna landsleiki Íslands á mótinu og hóf viðræður við Símann vegna þess. Nú hafa Vodafone og Síminn hins vegar komist að samkomulagi um að Vodafone muni dreifa Sjónvarpi Símans, þar sem leikir Íslands verða sýndir í opinni dagskrá, í gegnum UHF-kerfið. Sjá má tilkynninguna frá Vodafone í heild hér fyrir neðan: Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Með þessu er Vodafone að taka tilboði Símans sem ítrekað hefur komið fram, um að frístöðin Sjónvarp Símans standi öllum dreifiveitum til boða án endurgjalds.Þetta er gert til að tryggja að neytendum sé ekki mismunað eftir búsetu þegar kemur að því að njóta Evrópumótsins í knattspyrnu, eftir að Síminn ákvað að kaupa ekki landsdekkandi dreifingu á Sjónvarpi Símans í nýjum samningum félaganna. Þrátt fyrir að RÚV hafi nú þegar hlaupið undir bagga og boðið Símanum að sýna íslensku leikina í landsdekkandi dreifingu hefði öðrum leikjum á Evrópumótinu, til dæmis úrslitakeppninni, ekki verið dreift á kerfi sem nær til 99,9% landsmanna í opinni dagskrá.Því hefðu um 5% þjóðarinnar, auk þeirra fjölmörgu sem væru á ferð um landið, ekki geta notið keppninnar í opinni dagskrá til jafns við aðra. Að mati Vodafone væri það mjög slæm niðurstaða og því hefur félagið ákveðið að opna fyrir dreifinguna á meðan á mótinu stendur.Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone er það dreifikerfi sem nær til stærsts hluta landsins og nýtist þannig fólki í dreifbýli, sumarhúsum og ferðamönnum.Vodafone mun halda áfram að byggja upp sjónvarpsþjónustu fyrir alla íbúa þessa lands og auðvelda fólki, óháð búsetu, aðgang að gæðaefni. Af þeim sökum vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til að tryggja jafnræði landsmanna að mikilvægu efni eins og Evrópukeppninni.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira