Tæp 5 prósent ná ekki leikjum Íslands á EM í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust vegna deilna Símans og Vodafone Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 13:51 4,9 prósent þjóðarinnar ná ekki Sjónvarpi Símans þar sem leikir Íslands á EM verða sýndir frítt. Vísir/Vilhelm Fimm prósent þjóðarinnar munu ekki geta horft á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarpsútsendingu vegna deilna Símans og Vodafone. Síminn er með sýningarrétt á Evrópumótinu og ætlar að sýna leiki Íslands endurgjaldslaust í gegnum frístöðina Sjónvarpi Símans. Síminn er hins vegar ekki með þá stöð á UHF-kerfi Vodafone sem þýðir að 4,9 prósent þjóðarinnar mun ekki ná henni. Bæði RÚV og 365 nota UHF-kerfið fyrir sínar útsendingar, en ekki hafa náðst samningar á milli Vodafone og Símans þess efnis að Sjónvarpi Símans verði dreift í gegnum það kerfi. Síminn segir Sjónvarp Símans vera frístöð og fyrirtækið geti ekki staðið undir því að greiða kostnað upp á tugi milljóna til að fá að komast inn á þetta kerfi en Vodafone segir ekki um háar fjárhæðir að ræða.Strákarnir í karlalandsliði Íslands fagna sigri í Hollandi í undankeppni EM.Vísir/EPAAðrir möguleikar í boði segir Síminn Sjónvarpi Símans er aðeins dreift í gegnum IPTV- og örbylgjukerfi en þau 4,9 prósent þjóðarinnar sem ekki ná því kerfi geta hins vegar keypt sér áskriftarpakka Símans að Evrópumótinu því stöð Símans, Síminn Sport, er dreift á UHF kerfinu en áhorfendur þurfa að borga til að geta séð hana. Þessi hluti þjóðarinnar á þó völ á að geta séð leik Íslands endurgjaldslaust á netinu og í gegnum sjónvarpsöpp en Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir Símann ætla á næstu dögum að kynna fríapp þar sem hægt verður að horfa á leiki Íslands frítt. Vodafone segir Símann vera að spara Vodafone segist í tilkynningu um málið hafa undanfarna mánuði ítrekað boðið Símanum að halda áfram landsdekkandi dreifingu á SkjáEinum, nú Sjónvarpi Símans, á sambærilegum kjörum og samningur milli fyrirtækjanna hefur verið undanfarin ár. „Síminn ákvað hins vegar að kaupa einungis dreifingu um IPTV- og örbylgjukerfi fyrir Sjónvarp Símans, að því er virðist til að spara kostnað, sem takmarkar óneitanlega dreifinguna á landsvísu. Tilboð okkar stendur ennþá, og við vonumst til að mönnum snúist hugur enda ekki um háar fjárhæðir að ræða. Viðburður á borð við EM með þátttöku íslenska landsliðsins er auðvitað einstakur viðburður sem allir landsmenn eiga að geta notið – jafnt í þéttbýli sem og dreifðari byggðum og sumarbústaðnum. Það hlýtur fyrst og síðast að vera á ábyrgð efnisrétthafa að tryggja landsdekkandi dreifingu á slíkum viðburði og ekki hægt stilla því þannig upp að dreifingaraðili gefi þjónustu sína í andstöðu við skyldur um jafnræði við aðra viðskiptavini,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.Eiður Smári Guðjohnsen verður með landsliðinu á EM.vísir/stefánEkki grundvöllur fyrir að greiða svo mikið Gunnhildur Arna hjá Símanum segir fyrirtækið reyna að gera hvað það getur svo þjóðin geti farið öll á EM með Símanum. „Sjónvarp Símans er frístöð sem við afhendum öllum dreifendum sjónvarpsstöðva. Vodafone má dreifa sjónvarpsstöðinni til viðskiptavina sinna eins og þeir kjósa. Við höfum boðið þeim að dreifa um þetta kerfi, UHF, án nokkurs endurgjalds til Símans og við yrðum afar ánægð ef Vodafone kysi að leyfa þessum viðskiptavinum sínum að horfa. En kostnaður fyrir aðgengi á UHF kerfi Vodafone var of hár fyrir Símann. Hann hleypur á tugum milljónum króna fyrir þennan fimm prósenta hóp. Við urðum því að hverfa frá þeirri dreifileið en bendum fólki á að það getur náð frístöðinni í gegnum örbylgju á stöðva númeri 7 sem og á myndlyklum Vodafone og 365 sem og IPTV-kerfið. Svo má sjá þessa leiki í gegnum sjónvarpsöpp og Síminn kynnir á næstu dögum fríapp þar sem horfa má á stöðina. Þeir sem eingöngu vilja nota þetta tiltekna kerfi, UHF kerfið, geta keypt aðgang að mótinu fyrir 6.900 krónur en við viljum minna aðra á að það eru aðrar leiðir eins og að horfa í gegnum netið. Það er enginn skyldugur til að borga þennan pening. Við erum með dreifisamning fyrir Símann Sport en ekki fyrir Sjónvarp Símans því við reiknum með að fá tekjur á móti fyrir sport-stöðina. Fyrir frístöðina koma engar tekjur og þetta er lítill hópur og ekki grundvöllur fyrir því að greiða svona mikið. “ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fimm prósent þjóðarinnar munu ekki geta horft á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarpsútsendingu vegna deilna Símans og Vodafone. Síminn er með sýningarrétt á Evrópumótinu og ætlar að sýna leiki Íslands endurgjaldslaust í gegnum frístöðina Sjónvarpi Símans. Síminn er hins vegar ekki með þá stöð á UHF-kerfi Vodafone sem þýðir að 4,9 prósent þjóðarinnar mun ekki ná henni. Bæði RÚV og 365 nota UHF-kerfið fyrir sínar útsendingar, en ekki hafa náðst samningar á milli Vodafone og Símans þess efnis að Sjónvarpi Símans verði dreift í gegnum það kerfi. Síminn segir Sjónvarp Símans vera frístöð og fyrirtækið geti ekki staðið undir því að greiða kostnað upp á tugi milljóna til að fá að komast inn á þetta kerfi en Vodafone segir ekki um háar fjárhæðir að ræða.Strákarnir í karlalandsliði Íslands fagna sigri í Hollandi í undankeppni EM.Vísir/EPAAðrir möguleikar í boði segir Síminn Sjónvarpi Símans er aðeins dreift í gegnum IPTV- og örbylgjukerfi en þau 4,9 prósent þjóðarinnar sem ekki ná því kerfi geta hins vegar keypt sér áskriftarpakka Símans að Evrópumótinu því stöð Símans, Síminn Sport, er dreift á UHF kerfinu en áhorfendur þurfa að borga til að geta séð hana. Þessi hluti þjóðarinnar á þó völ á að geta séð leik Íslands endurgjaldslaust á netinu og í gegnum sjónvarpsöpp en Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir Símann ætla á næstu dögum að kynna fríapp þar sem hægt verður að horfa á leiki Íslands frítt. Vodafone segir Símann vera að spara Vodafone segist í tilkynningu um málið hafa undanfarna mánuði ítrekað boðið Símanum að halda áfram landsdekkandi dreifingu á SkjáEinum, nú Sjónvarpi Símans, á sambærilegum kjörum og samningur milli fyrirtækjanna hefur verið undanfarin ár. „Síminn ákvað hins vegar að kaupa einungis dreifingu um IPTV- og örbylgjukerfi fyrir Sjónvarp Símans, að því er virðist til að spara kostnað, sem takmarkar óneitanlega dreifinguna á landsvísu. Tilboð okkar stendur ennþá, og við vonumst til að mönnum snúist hugur enda ekki um háar fjárhæðir að ræða. Viðburður á borð við EM með þátttöku íslenska landsliðsins er auðvitað einstakur viðburður sem allir landsmenn eiga að geta notið – jafnt í þéttbýli sem og dreifðari byggðum og sumarbústaðnum. Það hlýtur fyrst og síðast að vera á ábyrgð efnisrétthafa að tryggja landsdekkandi dreifingu á slíkum viðburði og ekki hægt stilla því þannig upp að dreifingaraðili gefi þjónustu sína í andstöðu við skyldur um jafnræði við aðra viðskiptavini,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.Eiður Smári Guðjohnsen verður með landsliðinu á EM.vísir/stefánEkki grundvöllur fyrir að greiða svo mikið Gunnhildur Arna hjá Símanum segir fyrirtækið reyna að gera hvað það getur svo þjóðin geti farið öll á EM með Símanum. „Sjónvarp Símans er frístöð sem við afhendum öllum dreifendum sjónvarpsstöðva. Vodafone má dreifa sjónvarpsstöðinni til viðskiptavina sinna eins og þeir kjósa. Við höfum boðið þeim að dreifa um þetta kerfi, UHF, án nokkurs endurgjalds til Símans og við yrðum afar ánægð ef Vodafone kysi að leyfa þessum viðskiptavinum sínum að horfa. En kostnaður fyrir aðgengi á UHF kerfi Vodafone var of hár fyrir Símann. Hann hleypur á tugum milljónum króna fyrir þennan fimm prósenta hóp. Við urðum því að hverfa frá þeirri dreifileið en bendum fólki á að það getur náð frístöðinni í gegnum örbylgju á stöðva númeri 7 sem og á myndlyklum Vodafone og 365 sem og IPTV-kerfið. Svo má sjá þessa leiki í gegnum sjónvarpsöpp og Síminn kynnir á næstu dögum fríapp þar sem horfa má á stöðina. Þeir sem eingöngu vilja nota þetta tiltekna kerfi, UHF kerfið, geta keypt aðgang að mótinu fyrir 6.900 krónur en við viljum minna aðra á að það eru aðrar leiðir eins og að horfa í gegnum netið. Það er enginn skyldugur til að borga þennan pening. Við erum með dreifisamning fyrir Símann Sport en ekki fyrir Sjónvarp Símans því við reiknum með að fá tekjur á móti fyrir sport-stöðina. Fyrir frístöðina koma engar tekjur og þetta er lítill hópur og ekki grundvöllur fyrir því að greiða svona mikið. “
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira