Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Snærós Sindradóttir skrifar 2. júní 2016 07:00 Helsta hlutverk lögregluþjónanna er að aðstoða íslenska stuðningsmenn landsliðsins á meðan á keppninni í Frakklandi stendur. vísir/vilhelm Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla í þeim hópi átta lögregluþjóna sem fara fyrir hönd Íslands á EM. Lögregluþjónarnir koma allir frá Ríkislögreglustjóra en það embætti er verst statt varðandi kynjahlutföll lögregluþjóna á landinu, að frátöldu embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þar sem hlutfallið er eins, eða konur 5 prósent og karlar 95 prósent. Fjórar konur starfa sem lögreglumenn hjá Ríkislögreglustjóra samkvæmt tölum lögreglunnar frá 1. febrúar. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægja ríki hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, jafnt á meðal kvenna og karla, vegna þess að aðeins var leitað til lögreglumanna hjá Ríkislögreglustjóra.Klara BjartmarzKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að félagið hafi ekki haft milligöngu á milli franskra og íslenskra yfirvalda. „Ég á svolítið erfitt með að tjá mig um þetta en auðvitað finnst mér persónulega að þarna eigi að vera kona. Við getum alveg tekið sem dæmi að Rauði krossinn sendir tvo sjálfboðaliða. Þar var ákveðið strax að hafa kynjahlutföllin jöfn.“ Í svari frá Thelmu Þórðardóttur hjá Ríkislögreglustjóra segir að „þar sem lögreglukonur embættisins gáfu ekki kost á sér í það er verkefnið mannað með lögreglumönnum frá alþjóðadeild og sérsveit embættisins“.Sigrún SigurðardóttirSigrún Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglukona, hefur fylgst með óánægju lögreglukvenna grassera síðustu daga. Sjálf fór hún í stórum hópi lögregluþjóna á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. „Það var ótrúlega góð reynsla. Eins og komið hefur fram er ekki óskað eftir sérsveitarmönnum eða vopnuðu fólki. Ef það á að aðstoða Íslendinga myndi ég telja að það væri alltaf gott að hafa karla og konur,“ segir Sigrún. „Mér finnst svo sérstakt að það eru bara karlar. Ég skil ekki hvers vegna ekki er leitað út fyrir þennan ákveðna hóp. Það er sagt að einhverjum konum hafi verið boðið sem ekki gátu tekið þetta að sér. Af hverju er þá ekki leitað út fyrir það? Það hallar á konur í lögreglunni, sem er verulegt vandamál. Þetta er ekki til að hvetja konur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla í þeim hópi átta lögregluþjóna sem fara fyrir hönd Íslands á EM. Lögregluþjónarnir koma allir frá Ríkislögreglustjóra en það embætti er verst statt varðandi kynjahlutföll lögregluþjóna á landinu, að frátöldu embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þar sem hlutfallið er eins, eða konur 5 prósent og karlar 95 prósent. Fjórar konur starfa sem lögreglumenn hjá Ríkislögreglustjóra samkvæmt tölum lögreglunnar frá 1. febrúar. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægja ríki hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, jafnt á meðal kvenna og karla, vegna þess að aðeins var leitað til lögreglumanna hjá Ríkislögreglustjóra.Klara BjartmarzKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að félagið hafi ekki haft milligöngu á milli franskra og íslenskra yfirvalda. „Ég á svolítið erfitt með að tjá mig um þetta en auðvitað finnst mér persónulega að þarna eigi að vera kona. Við getum alveg tekið sem dæmi að Rauði krossinn sendir tvo sjálfboðaliða. Þar var ákveðið strax að hafa kynjahlutföllin jöfn.“ Í svari frá Thelmu Þórðardóttur hjá Ríkislögreglustjóra segir að „þar sem lögreglukonur embættisins gáfu ekki kost á sér í það er verkefnið mannað með lögreglumönnum frá alþjóðadeild og sérsveit embættisins“.Sigrún SigurðardóttirSigrún Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglukona, hefur fylgst með óánægju lögreglukvenna grassera síðustu daga. Sjálf fór hún í stórum hópi lögregluþjóna á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. „Það var ótrúlega góð reynsla. Eins og komið hefur fram er ekki óskað eftir sérsveitarmönnum eða vopnuðu fólki. Ef það á að aðstoða Íslendinga myndi ég telja að það væri alltaf gott að hafa karla og konur,“ segir Sigrún. „Mér finnst svo sérstakt að það eru bara karlar. Ég skil ekki hvers vegna ekki er leitað út fyrir þennan ákveðna hóp. Það er sagt að einhverjum konum hafi verið boðið sem ekki gátu tekið þetta að sér. Af hverju er þá ekki leitað út fyrir það? Það hallar á konur í lögreglunni, sem er verulegt vandamál. Þetta er ekki til að hvetja konur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00