Guðni er minn kostur Eiríkur Hjálmarsson skrifar 20. júní 2016 11:27 Saga embættis forseta Íslands er stutt eða bara rúm 70 ár. Fimm hafa gegnt því. Til samanburðar má rekja röð Japanskeisara aftur fyrir landnám Íslands og nú ríkir sá 125. í óslitinni röð. Japanar fá hinsvegar ekki að velja sér þjóðhöfðingja. Það fáum við og nú er komið að því. Ekki skortir okkur úrvalið af frambjóðendum í þetta skiptið. Þau eru eins ólík og þau eru mörg. Hvert með sínar áherslur og stílbrigði; styrkleika og snöggu bletti. Maður mátar ekki bara áherslur frambjóðendanna við það sem manni sjálfum finnst, heldur ekki síður persónurnar og hvað eftir þær liggur. Sá frambjóðandi sem mér finnst hafa skarpasta sýn á verkefni næsta forseta er Guðni Th. Jóhannesson. Mér hugnast hans nálgun líka best. Ekki bara hefur hann rýnt í þessa stuttu sögu flestum betur, heldur hefur hann líka dregið af henni lærdóma, sem hann hefur miðlað óspart. Það finnst mér mikilvægt nú þegar 20 ára setu núverandi forseta lýkur og við kjósendur veljum hvert kúrsinn liggur héðan. Guðni hefur ekki bara með skrifum sínum og sögum lagt okkur í hendur tæki til að meta með heiðarlegum hætti þá leið sem við Íslendingar höfum valið síðustu áratugi, heldur líka boðist til að leiða okkur á ferðalaginu næstu árin. Fyrir það er ég þakklátur þeim Guðna og Elizu. Mér finnst þau hafa staðið sig með miklum sóma í að kynna sig og sjónarmið sín síðustu vikur. Þau hafa svarað spurningum fólks víða um land. Það hafa þau gert af heiðarleika og húmor, sem er kannski það sem mestu máli skiptir þegar öllu er á botninn hvolft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Saga embættis forseta Íslands er stutt eða bara rúm 70 ár. Fimm hafa gegnt því. Til samanburðar má rekja röð Japanskeisara aftur fyrir landnám Íslands og nú ríkir sá 125. í óslitinni röð. Japanar fá hinsvegar ekki að velja sér þjóðhöfðingja. Það fáum við og nú er komið að því. Ekki skortir okkur úrvalið af frambjóðendum í þetta skiptið. Þau eru eins ólík og þau eru mörg. Hvert með sínar áherslur og stílbrigði; styrkleika og snöggu bletti. Maður mátar ekki bara áherslur frambjóðendanna við það sem manni sjálfum finnst, heldur ekki síður persónurnar og hvað eftir þær liggur. Sá frambjóðandi sem mér finnst hafa skarpasta sýn á verkefni næsta forseta er Guðni Th. Jóhannesson. Mér hugnast hans nálgun líka best. Ekki bara hefur hann rýnt í þessa stuttu sögu flestum betur, heldur hefur hann líka dregið af henni lærdóma, sem hann hefur miðlað óspart. Það finnst mér mikilvægt nú þegar 20 ára setu núverandi forseta lýkur og við kjósendur veljum hvert kúrsinn liggur héðan. Guðni hefur ekki bara með skrifum sínum og sögum lagt okkur í hendur tæki til að meta með heiðarlegum hætti þá leið sem við Íslendingar höfum valið síðustu áratugi, heldur líka boðist til að leiða okkur á ferðalaginu næstu árin. Fyrir það er ég þakklátur þeim Guðna og Elizu. Mér finnst þau hafa staðið sig með miklum sóma í að kynna sig og sjónarmið sín síðustu vikur. Þau hafa svarað spurningum fólks víða um land. Það hafa þau gert af heiðarleika og húmor, sem er kannski það sem mestu máli skiptir þegar öllu er á botninn hvolft.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar