Frammistaða Íslands og Wales á EM breytti ekki skoðun Joachim Löw Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 14:00 Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins og íslenska landsliðið á EM. Vísir/Getty Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, horfði upp á sitt lið falla út keppni í Marseille gærkvöldi. Þýska landsliðið tapaði þá 2-0 í undanúrslitaleik EM á móti gestgjöfum Frakka. Það vakti athygli fyrr í mótinu þegar Joachim Löw gagnrýndi þá breytingu að fjölga liðum í úrslitakeppni EM og hann er enn á sömu skoðun þrátt fyrir að Ísland og Wales hafi bæði komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti. Ísland og Wales duttu á endanum út fyrir Frakklandi og Portúgal sem mætast síðan í úrslitaleiknum í París á sunnudaginn kemur. Joachim Löw stendur hinsvegar harður á því að gæði fótboltans hafi minnkað við þessa breytingu úr því að fara úr 16 liðum upp í 24. „Ég tel að það sé of mikið að hafa 24 lið," sagði Joachim Löw í viðtali við sport1.de eftir tapleikinn í gær. Þjóðverjar mættu tveimur nýliðum á EM í Frakklandi og unnu þá báða, fyrst 1-0 sigur á Norður-Írlandi og svo 3-0 sigur á Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Þýskaland sló síðan Ítalíu út í vítakeppnin en tapaði síðan undanúrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Nú verður heimsmeistarakeppnin stækkuð upp i 40 lið og þetta er alltaf að verða stærra og stærra. Það verður alltaf vandmál þegar lengra líður." sagði Löw. „Stundum fær maður á tilfinninguna að þessar breytingar séu ekki að gera fótboltanum gott. Þetta kemur niður á gæðunum," sagði Joachim Löw. Þetta var þriðja Evrópukeppni hans með þýska liðið en Þjóðverjar urðu í 2. sæti 2008 en hafa fallið út úr átta liða úrslitum undanfarin tvö Evrópumót. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, horfði upp á sitt lið falla út keppni í Marseille gærkvöldi. Þýska landsliðið tapaði þá 2-0 í undanúrslitaleik EM á móti gestgjöfum Frakka. Það vakti athygli fyrr í mótinu þegar Joachim Löw gagnrýndi þá breytingu að fjölga liðum í úrslitakeppni EM og hann er enn á sömu skoðun þrátt fyrir að Ísland og Wales hafi bæði komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti. Ísland og Wales duttu á endanum út fyrir Frakklandi og Portúgal sem mætast síðan í úrslitaleiknum í París á sunnudaginn kemur. Joachim Löw stendur hinsvegar harður á því að gæði fótboltans hafi minnkað við þessa breytingu úr því að fara úr 16 liðum upp í 24. „Ég tel að það sé of mikið að hafa 24 lið," sagði Joachim Löw í viðtali við sport1.de eftir tapleikinn í gær. Þjóðverjar mættu tveimur nýliðum á EM í Frakklandi og unnu þá báða, fyrst 1-0 sigur á Norður-Írlandi og svo 3-0 sigur á Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Þýskaland sló síðan Ítalíu út í vítakeppnin en tapaði síðan undanúrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Nú verður heimsmeistarakeppnin stækkuð upp i 40 lið og þetta er alltaf að verða stærra og stærra. Það verður alltaf vandmál þegar lengra líður." sagði Löw. „Stundum fær maður á tilfinninguna að þessar breytingar séu ekki að gera fótboltanum gott. Þetta kemur niður á gæðunum," sagði Joachim Löw. Þetta var þriðja Evrópukeppni hans með þýska liðið en Þjóðverjar urðu í 2. sæti 2008 en hafa fallið út úr átta liða úrslitum undanfarin tvö Evrópumót.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira