Poppstjörnur á meðal þeirra sem troða upp á Eistnaflugi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2016 12:12 Það er alltaf góð stemning á Eistnaflugi í Neskaupstað. Mynd/Guðný Lára Thorarensen Fjöldi fólks er nú samankominn á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er í Neskaupstað. Fleiri en þungarokkarar ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því poppstjörnur verða á meðal þeirra sem troða upp um helgina. Eistnaflug hófst með pompi og prakt í gærkvöldi og nær hápunkti um helgina, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að búist sé við viðlíka fjölda og í fyrra, eða í kringum tvö þúsund manns. „Það var bara alveg vel fullt í gær í salnum þannig að það eru rosalega margir komnir. Það eru 24 hljómsveitir sem spila í dag og eitthvað annað eins á morgun og hinn þannig að það verður stanslaus gleði um helgina, en það eru um áttatíu hljómsveitir sem koma fram," segir Stefán í samtali við Vísi. Stefán segir laugardaginn líklega stærstan. „Það fer auðvitað eftir smekknum en laugardagurinn er rosalega stór hvað varðar erlendar hljómsveitir. Stærstu erlendu eru á laugardaginn en eins og í kvöld erum við með tvær erlendar hljómsveitir og algjört landslið í íslenskum." Hann segir ekki einungis þungarokk á hátíðinni. „Það er svona til að brjóta þetta aðeins upp. Til dæmis í gær enduðu Agent Fresco og Úlfur Úlfur kvöldið í gær. Það var búið að vera rokk og ról allan daginn þannig að það er bara gaman að enda þetta á smá stuði. Á laugardaginn er það Páll Óskar og Retro Stefson sem koma fram," segir Stefán. Aðspurður segir hann ekki uppselt á hátíðina, en býst þó við að það muni seljast upp, líkt og undanfarin ár. Þá segir hann veðurspá helgarinnar prýðilega. „Veðurspáin er fín. Núna er æðislegt veður, milt og gott og ég vona að það haldi áfram." Eistnaflug Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Fjöldi fólks er nú samankominn á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er í Neskaupstað. Fleiri en þungarokkarar ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því poppstjörnur verða á meðal þeirra sem troða upp um helgina. Eistnaflug hófst með pompi og prakt í gærkvöldi og nær hápunkti um helgina, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að búist sé við viðlíka fjölda og í fyrra, eða í kringum tvö þúsund manns. „Það var bara alveg vel fullt í gær í salnum þannig að það eru rosalega margir komnir. Það eru 24 hljómsveitir sem spila í dag og eitthvað annað eins á morgun og hinn þannig að það verður stanslaus gleði um helgina, en það eru um áttatíu hljómsveitir sem koma fram," segir Stefán í samtali við Vísi. Stefán segir laugardaginn líklega stærstan. „Það fer auðvitað eftir smekknum en laugardagurinn er rosalega stór hvað varðar erlendar hljómsveitir. Stærstu erlendu eru á laugardaginn en eins og í kvöld erum við með tvær erlendar hljómsveitir og algjört landslið í íslenskum." Hann segir ekki einungis þungarokk á hátíðinni. „Það er svona til að brjóta þetta aðeins upp. Til dæmis í gær enduðu Agent Fresco og Úlfur Úlfur kvöldið í gær. Það var búið að vera rokk og ról allan daginn þannig að það er bara gaman að enda þetta á smá stuði. Á laugardaginn er það Páll Óskar og Retro Stefson sem koma fram," segir Stefán. Aðspurður segir hann ekki uppselt á hátíðina, en býst þó við að það muni seljast upp, líkt og undanfarin ár. Þá segir hann veðurspá helgarinnar prýðilega. „Veðurspáin er fín. Núna er æðislegt veður, milt og gott og ég vona að það haldi áfram."
Eistnaflug Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira