„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 11:15 Feðginin Gísli Gíslason og Hallbera Guðný Gísladóttir í París í morgun. Vísir/Vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á meðal fjölmargra Íslendinga sem horfðu á viðureign Ítalíu og Þýskalands á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gærkvöldi. Hallbera lýsir því hvernig þær voru fjórar saman að horfa á leikinn þegar þær sáu mikinn fjölda fólks koma á harðahlaupum í áttina til sín og eitthvað mikið að. Eins og Vísir greindi frá í gær greip um sig mikil hræðsla meðal áhorfenda þegar sprenging varð á stuðningsmannasvæðinu. Sprengingin var ekki það hávær að allir yrðu hennar varir en þeir sem voru nærri hlupu í burtu, hræðslan magnaðist og hundruð ef ekki þúsundir flýðu svæðið. Þeirra á meðal voru fyrrnefndar landsliðskonur Íslands. Í ljós kom að líklegast var um flugelda að ræða en þeir eru stranglega bannaðir á svæðinu. Hallbera var að að fá sér morgunhressingu með föður sínum Gísla Gíslasyni í hverfinu nærri Moulin Rouge þegar blaðamaður hitti á hana. Hún var hin hressasta en greinilegt á frásögn hennar að upplifunin í gærkvöldi var mikil lífsreynsla.Hefðu annars orðið undir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum,“ segir Hallbera en eftir töluverð hlaup stoppuðu þær aðeins. Fjöldinn hins vegar hélt áfram að hlaupa og segir Hallbera litlu hafa munað að þær yrðu hreinlega undir. Það hafi ekkert annað verið í stöðunni að halda áfram að hlaupa. Og stelpurnar hlupu allt þar til þær voru komnar upp á hótel. „Þá vissum við enn ekki hvað hefði gerst,“ segir Hallbera. Gísli faðir hennar og Skagamaður með meiru sat á veitingahúsi í borginni og horfði á leikinn þar. Hann þurfti því ekki að hlaupa en grínaðist með það að landsliðsstelpurnar héldu sér í formi. „Ég fór með þær í æfingar í tröppunum í Sigurboganum í gær og svo fengu þær þessa hlaupaæfingu í gær,“ sagði Gísli. Feðginin ætluðu að skoða Sacré Coeur basilikuna í dag og verða svo eflaust meðal þúsunda Íslendinga í upphitunarveislunni fyrir framan O’Sullivans bar við Moulin Rouge síðdegis. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á meðal fjölmargra Íslendinga sem horfðu á viðureign Ítalíu og Þýskalands á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gærkvöldi. Hallbera lýsir því hvernig þær voru fjórar saman að horfa á leikinn þegar þær sáu mikinn fjölda fólks koma á harðahlaupum í áttina til sín og eitthvað mikið að. Eins og Vísir greindi frá í gær greip um sig mikil hræðsla meðal áhorfenda þegar sprenging varð á stuðningsmannasvæðinu. Sprengingin var ekki það hávær að allir yrðu hennar varir en þeir sem voru nærri hlupu í burtu, hræðslan magnaðist og hundruð ef ekki þúsundir flýðu svæðið. Þeirra á meðal voru fyrrnefndar landsliðskonur Íslands. Í ljós kom að líklegast var um flugelda að ræða en þeir eru stranglega bannaðir á svæðinu. Hallbera var að að fá sér morgunhressingu með föður sínum Gísla Gíslasyni í hverfinu nærri Moulin Rouge þegar blaðamaður hitti á hana. Hún var hin hressasta en greinilegt á frásögn hennar að upplifunin í gærkvöldi var mikil lífsreynsla.Hefðu annars orðið undir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum,“ segir Hallbera en eftir töluverð hlaup stoppuðu þær aðeins. Fjöldinn hins vegar hélt áfram að hlaupa og segir Hallbera litlu hafa munað að þær yrðu hreinlega undir. Það hafi ekkert annað verið í stöðunni að halda áfram að hlaupa. Og stelpurnar hlupu allt þar til þær voru komnar upp á hótel. „Þá vissum við enn ekki hvað hefði gerst,“ segir Hallbera. Gísli faðir hennar og Skagamaður með meiru sat á veitingahúsi í borginni og horfði á leikinn þar. Hann þurfti því ekki að hlaupa en grínaðist með það að landsliðsstelpurnar héldu sér í formi. „Ég fór með þær í æfingar í tröppunum í Sigurboganum í gær og svo fengu þær þessa hlaupaæfingu í gær,“ sagði Gísli. Feðginin ætluðu að skoða Sacré Coeur basilikuna í dag og verða svo eflaust meðal þúsunda Íslendinga í upphitunarveislunni fyrir framan O’Sullivans bar við Moulin Rouge síðdegis. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30
Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45
EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00